Um helmingi starfsfólks sagt upp
Fimm hefur verið sagt upp hjá landeldisfyrirtækinu Geo Salmo í Þorlákshöfn, eða um helmingi starfsfólks. Jens Þórðarson, forstjóri fyrirtækisins, segir ástæðu uppsagnanna fyrst og fremst vera þá að teygst hafi á verkefnum hjá félaginu.




