Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í uppbyggingarfasa og er gert ráð fyrir að þau taki flest til starfa á næstu árum. Mikið magn fiskeldisseyru mun falla til á þessum stöðvum sem nú er lagt á ráðin með hvernig megi nýta sem áburðargjafa í framtíðinni, en hún er auðug af nitri og einnig sérstaklega af fosfór.

