Ilmframleiðsla Fischersunds vindur upp á sig
Ilmgerðin Fischersund hefur vaxið og dafnað á undanförnum árum. Hún spratt upphaflega upp úr miklum áhuga Jóns Þórs Birgissonar á því að blanda og þróa sína eigin ilmi, en hann er best þekktur sem Jónsi í Sigur Rós.

