Ammoníak framleitt úr vatni og lofti með rafmagni
Nýsköpunarfyrirtækið Atmonia náði nýlega mikilvægum áfanga á vegferð sinni að því að þróa tækjabúnað til umhverfisvænnar framleiðslu á köfnunarefnisáburði úr lofti, vatni og rafmagni með rafgreiningu. Í fyrsta skipti hefur nú tekist að framleiða ammoníak á tilraunastofu Atmonia með þessum hætti í nýju kerfi.






