Hlýtur viðurkenningu sem Barnvænt samfélag
Það var skemmtilegur dagur á Akranesi nú nýlega þegar Akraneskaupstaður hlaut viðurkenningu, sem Barnvænt sveitarfélag UNICEF en sveitarfélagið er það fimmta á Íslandi til að hljóta viðurkenninguna. Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri á Akranesi, er að vonum ánægður með viðurkenninguna.



