Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús. kg múrinn í æviafurðum og varð þar með tíunda íslenska kýrin til að ná þeim merka áfanga. Þetta er töluvert afrek hjá kú af kyni þar sem meðalafurðir eru um 6.500 kg á ári og í raun á sama skala og þegar Holsteinkýr ná 200 þús. kg markinu.


