Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Heitreykt bleykja frá Kokkhúsi.
Heitreykt bleykja frá Kokkhúsi.
Mynd / Kokkhús
Skoðun 8. október 2020

Þórhildur nýr formaður Samtaka smáframleiðenda matvæla

Höfundur: smh

Þórhildur M. Jónsdóttir, sem starfar hjá Kokkhúsi og BioPol, er nýr formaður Samtaka smáframleiðenda matvæla. Hún var kjörin á stjórnarfundi samtakanna í morgun.

Karen Jónsdóttir fráfarandi formaður óskaði eftir að láta af störfum í vikunni vegna anna.

Nýja stjórn skipa þau Þórhildur M. Jónsdóttir formaður, Svava Hrönn Guðmundsdóttir frá Sælkerasinnepi Svövu er varaformaður, Ólafur Lofsson frá Súrkál fyrir sælkera er meðstjórnandi ásamt Þresti Heiðari Erlingssyni frá kjötvinnslunni Birkihlíð og Auði B. Ólafsdóttur frá Pönnukökuvagninum.

Þórhildur er matreiðslumeistari að mennt og hjá Kokkhúsi starfar hún við eigin framleiðslu á heitreyktri Hólableikju með villijurtum. Hjá BioPol, sem er með höfuðstöðvar á Skagaströnd, hefur hún umsjón með vörusmiðju.

Samtök smáframleiðenda matvæla voru stofnuð 5. nóvember á síðasta ári. Innan þeirra vébanda eru 75 framleiðendur.

Frá stofnfundi samtakanna. Guðrún Hafsteinsdóttir, fundarstjóri, og svo kemur fyrsta stjórnin; Þröstur Heiðar Erlingsson, Guðný Harðardóttir, Svava Hrönn Guðmundsdóttir og Þórhildur M. Jónsdóttir. Á myndina vantaði Karen Jónsdóttur. Mynd / TB

Skylt efni: Smáframleiðsla

Persónur og leikendur
Skoðun 10. júní 2021

Persónur og leikendur

Í kjölfarið á undirritun nýs tvíhliða viðskiptasamnings Íslands og Bretlands haf...

Flottust í heimi
Skoðun 28. maí 2021

Flottust í heimi

Það er ekki laust við að það fari kjánahrollur um menn þegar hlustað er á afrek ...

Áfram veginn til móts við framtíðina
Skoðun 27. maí 2021

Áfram veginn til móts við framtíðina

Aukabúnaðarþing er núna á næsta leiti en það verður haldið þann 10. júní næstkom...

Hlauptu hraðar, segir Rauða drottningin
Skoðun 26. maí 2021

Hlauptu hraðar, segir Rauða drottningin

Rauða drottningin í Lísu í Undralandi drottnaði yfir furðulegu konungsríki. Hún ...

Af rúllupylsuaðferðum
Skoðun 17. maí 2021

Af rúllupylsuaðferðum

Íslensk stjórnvöld eru komin í dálítið undarlega stöðu vegna nær alsjálfvirkra s...

Umræðuskjal um íslenska landbúnaðarstefnu
Skoðun 12. maí 2021

Umræðuskjal um íslenska landbúnaðarstefnu

Landbúnaðarráðherra boðaði til streymis­fundar í síðustu viku um umræðuskjal um ...

Ekkert er ómögulegt
Skoðun 10. maí 2021

Ekkert er ómögulegt

Sú myndlíking að best sé að éta fíl bita fyrir bita hefur löngum þótt góð áminni...

Hugmyndafræði fullorðinna?
Skoðun 6. maí 2021

Hugmyndafræði fullorðinna?

Í Bændablaðinu fyrir örfáum vikum var að finna áhugaverða fréttaskýringu frá Fra...