Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Frá bændafundi á Hvolsvelli.
Frá bændafundi á Hvolsvelli.
Mynd / ehg
Skoðun 4. nóvember 2021

Norðmenn auka stuðning við landbúnað

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands - gunnar@bondi.is

Dagana 18.–22. október sl. héldu stjórn og starfsmenn Bændasamtaka Íslands fundi með bændum víða um landið. Fundirnir voru vel sóttir en á þeim var farið yfir starfsemi samtakanna og sameiningarferli samtakanna frá 1. júlí, starfsskilyrði landbúnaðarins og stóru verkefnin fram undan.

Bændasamtökin eru fjármögnuð af félagsgjöldum og við viljum vera í stakk búin til þess að takast á við verkefnin og sinna öflugri hagsmunagæslu fyrir okkar félagsmenn. En til þess þarf samhent átak í að bændur og þeir sem starfa í frumframleiðslu matvæla, hvetji aðra sem við hlið þeirra starfa til þess að gerast aðilar að Bændasamtökum Íslands. Saman erum við sterkari. Margt þarf að gera betur, hagtölusöfnun landbúnaðarins er í skötulíki og þarf að bæta. Ef við ætlum að vera leiðandi í upplýstri umræðu um landbúnað, vel undirbúin fyrir endurskoðun búvörusamninga 2023 og fyrirhugaða endurskoðun á tollasamningnum við ESB, þá þurfum við mannskap til að sinna því mikilvæga verkefni. Góðar og kröftugar umræður fylgdu iðulega í kjölfar kynningar með hvatningu fundarmanna til stjórnar og starfsmanna samtakanna um að beita sér í þágu íslensks landbúnaðar.  

Norsk stjórnvöld koma til móts við bændur vegna  kostnaðarhækkana

Á þessu ári og sérstaklega síðustu mánuði hafa orðið miklar hækkanir á aðföngum bænda. Áhrif þessa úti í hinum stóra heimi hafa leitt til mikilla hækkana á heildsöluverðum á matvælum og stendur matvælaverðsvísitala sem Landbúnaðarstofnun FAO gefur út 33% hærra í dag en hún var fyrir ári síðan. Sú vísitala mælir verðhækkanir á körfu af matvælum sem verslað er með í kauphöllum og endurspeglar því ekki verð sem neytendur greiða. Ekki sér fyrir endann á þessari þróun, en að öllum líkindum munu aðföng lækka í verði þegar jafnvægi kemst á hagkerfi heimsins. Í síðustu viku tilkynntu norsk stjórnvöld að þau myndu auka stuðning við bændur um 11,3 milljarða ISK kr. Sé það sett í samhengi við stærð norska hagkerfisins miðað við það íslenska svarar það til u.þ.b. 630 milljóna króna. Umfang stuðningsins er í fullu samræmi við þær kröfur sem norskir bændur höfðu sett fram í samningaviðræðum við stjórnvöld.

Aukinn stuðningur við norska bændur er þrískiptur. Alls fara 9.143 milljónir kr. í stuðning vegna hækkunar á tilbúnum áburði, 2.039 milljónir kr. vegna hækkunar á byggingarefni og 128 milljónir kr. í stuðning við ávaxta- og berjarækt. Sem dæmi um hvernig þessi stuðningur kemur við rekstur bænda, þá hækkar stuðningur við hvern hektara sem er í ræktun (Kulturlandskapstilskudd) um 7.950 kr./ha úr 24.300 í 32.250 kr./ha. Stuðningur við kornrækt (Arealtiskudd, korn) hækkar um 4.800 kr./ha úr 32.550 í 37.350 kr/ha, þó er það breytilegt eftir svæðum.  Gripagreiðslur fyrir þá sem eiga 15-30 mjólkurkýr (Tilskudd husdyr – Melkekyr) hækkar um 6.000 ÍSl kr./grip.  Fer úr 49.230 í 55.230 kr./grip.

Þátttaka hagsmunasamtaka í opinberri umræðu

Athygli vekur að í greinargerð sem fylgir fréttatilkynningu um aukinn stuðning við norska bændur er þess getið sérstaklega að samningsaðilar, sem eru bændur og stjórnvöld, telja að þar sem 2/3 tekna bænda koma í gegnum afurðaverð þurfi tekjuauki bænda líka að koma úr þeirri átt.

„Partene viser samtidig til at om lag 2/3 av jordbrukets inntekter er markedsinntekter og at økning i markedsinntektene også må bidra til inntektsdannelsen.“

Þetta er sérstaklega áhugavert með hliðsjón af því að íslenska Samkeppniseftirlitið sendi út fréttatilkynningu á dögunum þar sem „brýnt er fyrir forsvarsmönnum hvers konar hagsmunasamtaka í atvinnulífinu að taka ekki þátt í umfjöllun sem tengist verðlagningu eða annarri markaðshegðun fyrirtækja“.

Bændur, líkt og aðrir atvinnurekendur og launafólk, hafa mikla hagsmuni af því að verðhækkanir séu með þeim hætti að verðstöðugleika sé ekki ógnað. Lágir vextir eru mikið hagsmunamál fyrir íslenskan landbúnað.

Fyrir liggur að fjárfesta þarf í landbúnaði á næstu árum til þess að standast sívaxandi kröfur um aðbúnað búfjár og til þess að auka verðmætasköpun.

Það er hlutverk samtakanna að fram fari upplýst umræða um áhrifaþætti sem leitt geta til áskorana á næstu misserum. Sveiflur á aðfangaverði eru engin nýmæli, það sem eru nýmæli er að svo virðist sem öll aðföng hækki samtímis. Upplýst og fagleg umræða um slíkt er til þess fólgin að draga úr áhrifum verðhækkana þannig að bændur geti gripið til ráðstafana að því marki sem það er hægt. Bændasamtökin munu, hér eftir sem hingað til, halda áfram að ræða hagsmunamál bænda og stuðla að upplýstri umræðu um landbúnað.

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu
Skoðun 8. júní 2023

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu

Við lifum á óstöðugustu og hættulegustu tímum síðan síðari heimsstyrjöldinni lau...