Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Með lífið í lúkunum
Skoðun 12. nóvember 2015

Með lífið í lúkunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Frá ómunatíð hefur lófalestur verið talinn auðveld og örugg leið til að komast að því hvað framtíðin beri í skauti sér.

Ferköntuð hönd bendir til þess að viðkomandi sé vanabundinn í hugsun, einstrengingslegur í skoðunum og beri virðingu fyrir lögum og reglum. Yfirleitt duglegt, reglusamt og skipulagt fólk sem sýnir rökfestu að því marki að vera leiðinlegt. Sýnir sjaldan ást eða vináttu opinberlega. Fólk með ávalar hendur er aftur á móti fljótfært, fjölhæft og skapandi. Þeir sem hafa ávalar hendur eru áhrifagjarnir, skipta oft um skoðun og latir að eðlisfari.

Húðmynstrið er tengt skapgerð en aðalmynsturgerðirnar eru hvirfing, bogi, tjaldbogi, lykkja og samsett lykkja. Hvirfing lýsir einstaklingshyggju, sérvisku, sjálfsöryggi og þrjósku. Þeir sem hafa boga í húðmynstri taka lífið alvarlega og sýna stefnufestu en þjáist vegna bældra tilfinninga og eru óöruggir.

Fólk með tjaldbogamynstur er viðkvæmt, listrænt, örgeðja og metnaðargjarnt en hugsjónirnar verða oft dómgreindinni yfirsterkari. Lykkja sýnir fólk sem vill hafa það notalegt og er laust við fordóma. Þeir sem hafa samsetta lykkju eru opnir fyrir nýjungum en þá skortir innra jafnvægi og dómgreindarleysi einkennir athafnir þess.

Línurnar í vinstri hendinni sýna eðlislæga og arfgenga þætti persónuleikans, hæfileika, dugnað og getuna til að láta drauma sína rætast. Hægri höndin sýnir hvernig skapgerðareinkenni hafa þróast og hvort viðkomandi sé ánægður með hlutskipti sitt í lífinu og hvort hæfileikar fái að njóta sín. Ef lífslínan er löng og óslitin gefur hún til kynna heilbrigði, glaðværð og sterkt hjarta, sé hún stutt og bláleit bendir það til heilsuleysis. Ef línur liggja frá Venusarfjallinu að líflínunni hættir eiganda handarinnar til að fá kynsjúkdóma.

Löng höfuðlína með fáar skurðarlínur bendir til mikilla gáfna og góðs minnis. Sé hún margskorin táknar það hið gagnstæða. Höfuðlína sem bognar upp að löngutöng sýnir þrætugirni og skapofsa. Löng og óslitin hjartalína bendir til velgengni í ástum og barnaláns en snúin hjartalína finnst einungis í lófa ótryggrar og léttúðugrar manneskju. Margar hliðarlínur við litla fingur benda til þess að eigandi handarinnar deyi erlendis.

Sköpunarboginn er bunga sem liggur frá úlnlið að litla fingri. Heill bogi bendir til mikils sköpunarkrafts, frumlegrar hugsunar og hæfileika til að vinna úr hugsunum sínum. Fallegt Mánafjall lýsir ást og eindreginni löngun til að lifa í sátt og samlyndi við menn og málleysingja. Fólk með flatt Mánafjall er oft líflaust og skortir snerpu. Venusarfjallið er mikilvægasta fjall handarinnar. Sé það stórt og holdmikið táknar það lífsfyllingu og ríka hæfileika til að gleðjast, kynlífið er yfirleitt gott hjá fólki með hátt Venusarfjall. Ef fjalllið er lágt og efnislítið sýnir það tilfinningakulda og jafnvel ástleysi. Þeir sem hafa stórt Neptúnusarfjall búa yfir mikilli hæfni til mannlegra samskipta, eru hjartahlýir og skilningsríkir. Í Júpítersfjallinu má lesa metnað, félagsþroska og trúarhneigð. Ofvöxtur lýsir hroka og eigingirni en lítið gefur til kynna skort á metnaði og stolti. 

Skylt efni: Stekkur | lófalestur

Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Mismunur bændum í óhag
5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Þjóðarréttur Íslendinga
4. desember 2024

Þjóðarréttur Íslendinga

Baldur Högni
4. desember 2024

Baldur Högni

Tildra
4. desember 2024

Tildra