Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Mantra sem margir trúa í blindni
Skoðun 18. febrúar 2019

Mantra sem margir trúa í blindni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Verðlagskönnun sem Kristján Finnur Sæmundsson véltækni­fræðingur gerði á eigin vegum fyrir skömmu hefur vakið mikla athygli. Samanburður á matvælatollum á Íslandi og í Noregi sýni að norsk tollvernd er í mörgum tilfellum hærri en á Íslandi en matvörur samt ódýrari. Gagnrýnir hann Bændasamtökin fyrir að hafa ekki staðið sig í umræðunni.

„Ég er fæddur og uppalinn vestur í Dölunum,“ segir Kristján „og hef tamið mér gagnrýna hugsun og að vera sérstaklega gagnrýninn á fullyrðingar ef ekki eru færð fyrir þeim nægjanleg rök.

Þegar ég horfði á viðtalið við Andrés Magnússon, fram­kvæmda­stjóra Samtaka verslunar og þjónustu, um verðlagskönnun ASÍ og hátt verð á matvörum hér á landi, þar sem hann skellir allri sökinni á verndartolla og íslenskan landbúnað en minntist ekki einu orði á þátt verslunarinnar – þá ofbauð mér.

Gegnum tíðina hef ég heyrt alls kyns áróður sem haldið er á lofti gegn landbúnaði á Íslandi og finnst ekki réttlát að mörgu leyti. Ég tel mig þekkja ágætlega til í kjarna landbúnaðarins, sem er sauðfjár- og mjólkurbúskapur, og ég veit að í sauðfjárræktinni eru bændur hreinlega að lepja dauðann úr skel.
Mér finnst því leiðinlegt þegar sparkað er í liggjandi mann eins og sauðfjárbændur eru í dag.“

Bændasamtökin mættu vera duglegri við að koma sjónarmiðum bænda á framfæri

Kristján segir að í sínum huga hafi Bændasamtökin og bændaforystan ekki staðið sig nógu vel í umræðunni og mættu vera mun duglegri við að koma sjónarmiðum bænda á framfæri og koma réttum upplýsingum til skila.

„Á þessum erfiðu tímum í sauðfjárrækt blasir við að sveitir landsins eru að flosna upp, forsendubrestur hefur orðið í greininni og við horfum öll á þetta lestarslys raungerast fyrir framan okkur. Afleiðingarnar fyrir sveitir landsins munu vara í mörg ár eða áratugi ef ekkert er að gert. Ég skora á Bændasamtökin og þingmenn að taka þessi mál föstum tökum.“

Mantra sem margir trúa

„Að mínu mati tók botninn úr þegar talsmaður Samtaka verslunar og þjónustu leggur til að landbúnaðurinn lækki verðið til þess að liðka fyrir kjarasamningum. Hann er í raun að segja að bændur sem reka meðal fjölskyldubú eigi að taka á sig launalækkun til að hækka kaupmáttinn hjá öðrum, en lítið hefur borið á tillögum um að verslunin lækki sína álagningu til að auka kaupmátt neytenda.

Satt best að segja erum við búin að heyra þessa möntru svo lengi að ég held að margir séu farnir að trúa henni í blindni.

Það var eitthvað í því sem hann sagði sem fór illa í mig og ég ákvað að skoða  hvort þetta væri virkilega svona.

Ég ákvað því að bera saman tollvernd á Íslandi og í Noregi og skoða hvort ofurtollar væru hér við lýði,“ segir Kristján.

Tollalækkanir ekki að skila sér

„Það sem kom mér mest á óvart í samanburðinum er að það er meiri tollvernd á mörgum þeim matvælum sem ég skoðaði í Noregi en á Íslandi. Í framhaldi af því fór ég að furða mig á því hvernig hægt væri að halda fram að hér væru sérstakir ofurtollar.

Tollar á Íslandi hafa sannarlega lækkað á tímabilinu 2006 til 2019, það er á hreinu. Hvað varð um lækkunina er svo fyrir aðra að skoða. 

Kristján segist ekki hafa forsendur til að reikna út hver álagningin á matvörum er hér á landi. „Ég hef alveg skilning á því að það sé dýrt að reka verslun á Íslandi og að það gæti þurft að hafa álagninguna eitthvað hærri en annars staðar en þá á umræðan að snúast um það en ekki skella skuldinni á landbúnaðinn. Landbúnaðurinn þarf samt aðhald eins og önnur framleiðsla og ekkert óeðlilegt við naflaskoðun þar eins og annars staðar í þjóðfélaginu.“

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu
Skoðun 8. júní 2023

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu

Við lifum á óstöðugustu og hættulegustu tímum síðan síðari heimsstyrjöldinni lau...