Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Afkoma sauðfjárbúa 2021
Lesendarýni 19. maí 2023

Afkoma sauðfjárbúa 2021

Höfundur: Eyjólfur Ingvi Bjarnason og María S. Jónsdóttir, ráðunautarárekstrar-og umhverfissviði RML.

Í nýrri skýrslu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins er fjallað um niðurstöður úr rekstri 185 sauðfjárbúa sem skiluðu inn gögnum fyrir 2019-2021. Þátttökubúin eru með að jafnaði 485 vetrarfóðraðar ær og endurspegla um fjórðung landsframleiðslu dilkakjöts árið 2021.

Í meðfylgjandi töflu má sjá afkomu þessara búa, raðað eftir framlegð tekna. Niðurstöðurnar sýna að afkoma íslenskra sauðfjárbúa er að meðaltali óviðunandi en breytileiki milli búa er nokkuð mikill. Það byggir að mestu á afurðasemi, greiðslumarkseign, bústærð, tekjusamsetningu og síðast en ekki síst kostnaðardreifingu.

Meðalframleiðslukostnaður dilkakjöts árið 2021 er 1.269 kr/kg og meðalbúið í verkefninu greiðir 171 kr. með hverju kílói lambakjöts þegar tekið hefur verið tillit til fjármagnsliða og afskrifta.

Hefði afurðaverð dilkakjöts haldið í við almenna verðlagsþróun frá 2014 til 2021, hefði meðalafurðaverð ársins 2021 átt að vera 726 kr/kg en var þess í stað 532 kr/kg. Þessi verðmunur hefði skilað að jafnaði jákvæðri rekstrarniðurstöðu búanna.

Helstu tækifæri sauðfjárbænda liggja í aukinni afurðasemi og lægri breytilegum kostnaði á hvert fram- leitt kíló dilkakjöts. Munurinn á breytilegum kostnaði efsta og neðsta þriðjungs eru tæplega 350 kr/kg árið 2021. Hagnaður af heildarrekstri þátttökubúanna jókst á milli ára en í því samhengi er vert að hafa í huga að launakostnaður er úr takt við vinnuframlag rekstrarins. Einnig vekur athygli að búin sem eru í efsta þriðjungi eru að ganga á eignir, sem sést m.a. á hlutfallslega minni viðhaldskostnaði og afskriftum. Búin í neðsta þriðjungi eiga mörg hver það sameiginlegt að vera skuldsettari og hlutfallslega meira í annari atvinnustarfsemi samhliða sauðfjárræktinni en búin í efsta þriðjungi.

Nauðsynlegt er því að tryggja rekstrarumhverfi sérhæfðra sauðfjárbúa þannig að beinar tekjur af framleiðslu sauðfjárafurða standi undir eðlilegri launakröfu, nauðsynlegum fjárfestingum, tæknivæðingu og nýliðun.

Launagreiðslugeta sauðfjárbænda

Ef skoðaðar eru atvinnutekjur á mánuði eftir landsvæðum skv. gögnum Hagstofunnar árið 2021, skilgreindum mikilvægum sauðfjársvæðum skv. skilgreiningu Byggðastofnunar og á sauðfjárbúum skv. greiningu RML, kemur þessi launamunur skýrt fram.

Í stöðugri umræðu verkalýðsforystunnar um kaup og kjör fólks á almennum vinnumarkaði er gjarnan og ákaft fjallað um mikilvægi þess að matvælaverði sé haldið niðri en um leið er þá vegið að kjörum frumframleiðenda, í þessu samhengi að launakjörum bænda.

Rekstraruppgjör 2022

Öflun rekstrargagna ársins 2022 er þegar hafin og er öllum þátttökubúum auk nýrra boðin þátttaka.

Svona gagnvirk greiningarvinna verður ekki unnin nema í nánu samstarfi við bændur og er þeim þakkað kærlega fyrir.

Skylt efni: Afkoma sauðfjárbúa

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki
Lesendarýni 20. júní 2024

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki

Tandrabretti ehf. hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu á viðarperluframleiðs...

Og svo kom vorið
Lesendarýni 18. júní 2024

Og svo kom vorið

Nú í byrjun júnímánaðar fengu landsmenn yfir sig sannkallað vetrarveður sem varð...