Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
 Í góðra vina hópi
Mynd / Bbl
Skoðun 27. júlí 2021

Í góðra vina hópi

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Sveitin iðar af lífi. Í bókstaflegri merkingu þess orðs. Það er ekki nóg með að tjaldsvæði landsins, sérstaklega norðan- og austanlands, séu troðfull, heldur eru erlendu ferðamennirnir farnir að streyma til landsins. Þannig heyrast fréttir af metfjölda farþega í gegnum Leifsstöð á degi hverjum og að bílaleigur nái vart að anna eftirspurn, svo snarpur er kippurinn.

Það sést nú, sem áður, hversu mikilvægir bændur eru í okkar þjóðfélagi og hvaða gildi það hefur að halda sem flestum stöðum á landsbyggðinni í byggð. Fréttist af bændum við Kirkjubæjarklaustur sem kallaðir voru út að kvöldlagi til sláttustarfa til að hægt væri að koma öllum gestum fyrir á tjaldstæði bæjarins. Ekki var að sökum að spyrja, bændur stukku til, tóku síðustu heyrúllur af túninu þannig að hægt væri að opna nýslegið aukatjaldsvæðið fyrir ferðaþyrsta hjólhýsaeigendur.

Þó eru ekki nærri allir sem verja sumrinu í að sleikja sólina fyrir austan og norðan með aftanívagna í eftirdragi heldur eykst nú aftur ásókn fólks í að ganga upp um fjöll og firnindi landsins, í öllum landsfjórðungum. Ferðafélag Íslands greinir nú um 70% aukningu í þátttöku, skráningu í ferðum og bókunum í skála frá síðasta sumri. Þetta er sennilega ein besta leiðin fyrir fólk til að kynnast landinu sínu betur, aftengjast og njóta alls hins besta sem náttúran hefur upp á að bjóða. Staðirnir eru óteljandi um allt land og víða hægt að finna gönguleiðir við allra hæfi.

Ferðaþjónustubændur vítt og breitt um landið eru farnir að brosa aftur, ef marka má orð Sölva Arnarssonar, formanns Félags ferðaþjónustubænda. Enda ekki nema von þegar menn hafa haft lokað hjá sér í hátt í 18 mánuði, þá hlýtur að glæðast í hjörtum manna að sjá aftur líf um þjóðvegi landsins, geta tekið á móti ferðalöngum aftur og sjá atvinnugreinina lifna við, sennilega með meiri hraða en menn óraði fyrir. Það er mikilvægt, líkt og Sölvi bendir á, að allir þurfa að vanda sig og taka skynsamlegar ákvarðanir þannig að ekki þurfi að koma upp aftur það óvissuástand sem hefur ríkt mánuðum saman. Við skulum ganga hægt um gleðinnar dyr.

Þrátt fyrir að lífið sé alla jafna yndislegt og gleðiefni að aftur sé hægt að fara á mannamót og gera sér glaðan dag í góðra vina hópi er mikilvægt að hafa í huga að við erum ekki alveg laus við veiruna sem hefur snúið heimsbyggðinni á hvolf síðasta rúma árið. Enn þurfum við að fara að öllu með gát svo ekki þurfi að skella öllu fyrirvaralaust aftur í lás. Með samhentu átaki tekst okkur það, hef ég trú á, en síðan verður tíminn að leiða í ljós hvernig veiran hagar sér og til hvaða ráðstafana verður tekið hverju sinni. En eitt er víst að félagsþyrstur almúginn á svo sannarlega skilið að fá að sletta aðeins úr klaufunum eftir langan þurrðartíma sem við vonum að komi ekki aftur. Það er nefnilega best þegar sveitin og tilveran iðar af lífi.

Skylt efni: ferðaþjónusta

Öfgar og ofstæki
Skoðun 10. september 2021

Öfgar og ofstæki

Hinn 25. september ganga Íslendingar að kjörborðinu og kjósa fulltrúa sína til s...

Náttúra Íslands, auðlind í landbúnaði
Skoðun 9. september 2021

Náttúra Íslands, auðlind í landbúnaði

Landbúnaður og náttúruvernd eru hugtök sem gjarnan er stillt upp sem andstæðum. 

Ný verkefni í landbúnaði kalla á uppstokkun í stjórnsýslu
Skoðun 9. september 2021

Ný verkefni í landbúnaði kalla á uppstokkun í stjórnsýslu

Þegar tvær vikur eru til kosninga, sem haldnar verða 25. september næstkomandi, ...

Verðmætasköpun landbúnaðar
Skoðun 30. ágúst 2021

Verðmætasköpun landbúnaðar

Nú þegar líður að kosningum er rétt að fara skipulega yfir þróun búnaðarmála á k...

Gróðavon í orkunni
Skoðun 27. ágúst 2021

Gróðavon í orkunni

Bragð er að þá barnið finnur, segir máltækið. Nú virðast íslenskir fjármála­gosa...

Leppurinn og smásjáin
Skoðun 26. ágúst 2021

Leppurinn og smásjáin

Í Bændablaðinu hinn 22. júlí sl. birtist eftir mig grein undir fyrirsögninni „Að...

Kosningar hafa afleiðingar
Skoðun 26. ágúst 2021

Kosningar hafa afleiðingar

Kosningar eru hafnar á Íslandi, utankjörfundarstaðir voru opnaðir í liðinni viku...

Tækifæri í kynbótum nytjajurta
Skoðun 19. ágúst 2021

Tækifæri í kynbótum nytjajurta

Bóndi fyrir austan hélt því fram að það væri eins og menn hefðu tekið sér frí fr...