Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hvernig almannaréttur kom til
Skoðun 23. febrúar 2017

Hvernig almannaréttur kom til

Höfundur: Jón Pétursson
Í dal einum á Austurlandi voru þrír bæir í byggð um árið 1250.  Þar innst í dalnum bjuggu hjónin Benóní Hallfreðsson og kona hans, Styrgerður Högnadóttir, en þau áttu tvo syni, þá Högna og Hallfreð.  
 
Um miðjan dalinn bjó svo bróðir Benónís, hann Guðfreður, með konu sinni, Guðmundínu, og áttu þau tvö börn, stúlkur, eldri stúlkan hét Gunnhildur og sú yngri hét Þórhildur.  
 
Eitthvað hafði kastast í kekki á milli þeirra bræðra og var mjög stirt á milli þeirra og neitaði Guðfreður bróður sínum og hans fjölskyldu að fara um landið sitt, hvort sem var ríðandi eða gangandi.  
 
Eins og allir vita þá afmarkast eignarhluti jarða víðast hvar við hæðstu eggjar, þar sem vötnum hallar niður í dali. Í þessum dal voru fjöllin klettótt og mjög há, enginn komst yfir nema fuglinn fljúgandi.  
Neðst í dalnum bjuggu svo heiðurshjónin þau Hrafnkell Indriðason og kona hans Úndína Jósepsdóttir, ættuð einhvers staðar frá Vestfjörðum. Þau áttu þrjú börn, strák sem snemma fluttist að heiman og var kallaður Einsi sterki, og svo tvær stúlkur sem þóttu einstaklega myndarlegar og duglegar við bústörfin, sú eldri hét Áslaug og yngri stúlkan Soffía.  
 
Synir Benónís frá Innstabæ þekktu systurnar frá Fremstabæ, dætur Hrafnkels, hafði eldri strákurinn Högni, fellt hugi til Áslaugar og hugðist biðja um hönd hennar.  
 
En það var ljón í veginum, föðurbróðir hans neitaði honum för yfir landið og þar við sat. Högni gat ekki á sér heilum tekið enda ástsjúkur mjög.
 
Tveimur árum seinna eignaðist hann barn með frænku sinni, henni Gunnhildi, og fæddist barnið með einhverja þroskahömlun sem ekki er skýrð nánar.  
 
Upp úr þessu fóru menn að tala um að ekki mætti hindra för yfir land í ákveðnum erindagjörðum, þó var þetta ekki sett inn í Grágás eða Jónsbók heldur lifði þetta meðal munnmæla í sveitum landsins.  
 
Þá var ekki talað um akvegi, heldur þjóðbraut, ef hún var þá fyrir hendi, og þótti þetta vera framfaraspor, enda gengu menn vel um annarra land og eignuðust börn og buru með alls óskyldum aðilum, í allflestum tilfellum.   
 
Erindi fólks á þessum tíma var auðvitað margvíslegt, sumir á leið til vinnumensku aðrir með sendingu yfir í næsta eða þarnæsta fjörð, sækja vistir, lækna, ljósmæður eða lyf. 
 
Í dag er búið að snúa þessu til verri vegar og gengið er út frá því að allir, hvort sem þeir eru akandi, ríðandi eða gangandi, með stóra hópa og jafnvel rútur fullar af útlendum ferðamönnum, geti valsað um án þess að landeigandi eða nokkur annar, geti eitthvað stjórnað förinni.  
 
Ekki er hægt að skýla sér á bak við ferðafrelsi og vitna í gömul lög í því skyni.
 
Vafi leikur enn á því að þessi almannaréttur sé, eða hafi verið í lögunum áður (Grágás eða Jónsbók), eingöngu var talað um fótgangandi eða ríðandi umferð, ekki datt nokkrum manni í hug að það væri ekið um á risastórum jeppum eða rútum og hvað þá með útlendinga í atvinnuskyni og þá fyrir gjald, og ekki í neinum erindagjörðum, bara að skoða land í eigu einhvers annars.  
 
Þú átt ekkert erindi ef þú ert bara að skoða.
Orkukreppan hófst strax á árinu 2019
Skoðun 16. janúar 2023

Orkukreppan hófst strax á árinu 2019

Árið 2022 var sögulegt, eftir tveggja ára baráttu við Covid-19 sjúkdóminn, sem e...

Biðin er ótæk
Skoðun 1. desember 2022

Biðin er ótæk

Nú liggur fyrir að þróun áburðarverðs á heimsmarkaðsverði hefur verið heldur á u...

Orkustefna ESB innleidd á Íslandi
Skoðun 24. nóvember 2022

Orkustefna ESB innleidd á Íslandi

Við undirritun EES-samningsins 1992 byggði samstarf ESB á ákveðnum sáttmálum.

Forvarnir og viðbrögð vegna gróðurelda
Skoðun 21. júní 2022

Forvarnir og viðbrögð vegna gróðurelda

Mikið er rætt um breytt veðurfar um þessar mundir og eru allar líkur á því að...

Traust og „chill“
Skoðun 20. júní 2022

Traust og „chill“

Það hlýtur að heyra til undantekninga að landbúnaðarmiðaður prentmiðill sé sa...

Grafalvarleg staða kjötframleiðslu
Skoðun 9. júní 2022

Grafalvarleg staða kjötframleiðslu

Margt fellur með íslenskri kjötframleiðslu, landgæði, vatn, skilningur neytend...

Tækifæri og áskoranir í virðiskeðju íslenska eldislaxins
Skoðun 1. júní 2022

Tækifæri og áskoranir í virðiskeðju íslenska eldislaxins

Síðastliðinn áratug hafa áskoranir laxeldisgreinarinnar á Íslandi breyst að því ...

Nagandi afkomuótti
Skoðun 23. maí 2022

Nagandi afkomuótti

Öllum sem fylgjast með ástandi heimsmála og samfélagsins hlýtur að vera ljóst að...