Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Samkvæmt Evrópureglugerð um sameiginlegt markaðskerfi fyrir landbúnaðarafurðir má einungis nota afurðarheitið mjólk fyrir dýramjólk.
Samkvæmt Evrópureglugerð um sameiginlegt markaðskerfi fyrir landbúnaðarafurðir má einungis nota afurðarheitið mjólk fyrir dýramjólk.
Skoðun 16. júlí 2020

Hvað er mjólk og hvað er kjöt?

Höfundur: Guðrún Vaka Steingrímsdóttir
Undanfarin ár hafa jurtaafurðir og önnur matvæli sem líkja eftir eiginleikum hefðbundinna mjólkur- og kjötafurða notið aukinna vinsælda. Þessar vörur hafa verið markaðssettar undir ýmsum heitum og deilt hefur verið um réttmæti þess að nota heiti dýraafurða á merkingar þeirra. 
 
Neytendastofa fjallaði um kvörtun frá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) árið 2018 sem laut að hillumerkingum jurtavara. SAM taldi óheimilt að markaðssetja vörur úr jurtaafurðum hér á landi með heitum mjólkur og mjólkurafurða. Bent var á að auglýsingar og hillumerkingar væru villandi þannig að vörur væru markaðsfærðar með vörulýsingum sem vísuðu beint eða óbeint til mjólkur og mjólkurvöru. Matvælastofnun skilaði áliti sínu í málinu og taldi að afurðaheitin mjólk, ostur, jógúrt o.s.frv. vektu þau hughrif hjá hinum almenna neytanda að um dýraafurð væri að ræða, nánar tiltekið vöru unna úr kúamjólk, og tók Neytendastofa undir það sjónarmið. Matvælastofnun tók einnig fram í áliti sínu að löggjöf, sem varðar matvæli og er í gildi hér á landi, komi ekki í veg fyrir að heiti sem venjulega séu tengd kúamjólk og afurðum hennar séu notuð sem hluti af lengri heitum á jurtaafurðum svo lengi sem upplýsingarnar og framsetning varanna geti ekki talist villandi. Sumar íslenskar verslanir kjósi hins vegar, við hillumerkingar, að nota slík heiti yfir vörurnar, t.d. jurtamjólk, á meðan framleiðandi markaðssetur vöruna sem jurtadrykk. Slíkt geti mögulega talist villandi eða misvísandi og þ.a.l. brot á lögum. Í stuttu máli var niðurstaða Neytendastofu sú að framsetning og markaðssetning vara í þessu tiltekna máli teldist ekki villandi eða misvísandi fyrir neytendur.
 
Vilji til að vernda afurðaheiti
 
Aðrar reglur gilda innan ESB en Evrópudómstóllinn sló því föstu árið 2017 að samkvæmt Evrópureglugerð um sameiginlegt markaðskerfi fyrir landbúnaðarafurðir megi einungis nota afurðarheitið mjólk fyrir dýramjólk og að tiltekin heiti afurða úr mjólk, þ.e. rjómi, jógúrt, ostur o.fl. séu frátekin fyrir afurðir úr dýramjólk. Frá þeirri meginreglu séu þó undantekningar í hverju aðildarríki um sig en þær eru allar taldar upp í viðauka við reglugerðina. Svo dæmi sé tekið er heimilt að nota heitin „kakaosmør“ og „mandelsmør“ í Danmörku. Hluti sömu reglugerðar sem snýr að víni var tekinn upp í EES-samninginn og gildir því hér á landi. Matvælastofnun benti í áðurnefndu áliti á að ólíklegt væri að umrædd ákvæði, sem snúa að mjólkurafurðum, taki gildi hér á landi. 
 
Frakkar taka af skarið
 
Þrátt fyrir ofangreint er því ekkert til fyrirstöðu að slíkt bann eða frátekt þessara heita fyrir mjólk- og mjólkurafurðir verði leitt í lög með sambærilegum reglum. Innan ESB virðist vera vilji til að ganga enn lengra til að vernda afurðaheiti hefðbundinna dýraafurða. Landbúnaðarnefnd Evrópuþingsins samþykkti með meirihluta þann 1. apríl 2019 tillögu um bann á notkun heita sem þegar eru notuð á hvort tveggja kjöt- og mjólkurafurðir fyrir vörur sem líkja eftir eiginleikum þess samkvæmt reglugerð um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda. Tillagan felur í sér umfangsmikið bann en á eftir að fara fyrir þingið til samþykktar. Þess má geta að Frakkland hefur samþykkt breytingu á löggjöf sinni sem felur í sér bann við að vörur sem eru að meginuppistöðu úr afurðum sem eru ekki úr dýraríkinu, séu merktar á sama hátt og hefðbundnar kjötafurðir. 
 
Guðrún Vaka Steingrímsdóttir
Höfundur er lögfræðingur Bændasamtaka Íslands
 
 

 

Náttúrulegir óvinir meindýra – Hetjur skógarins?
Skoðun 3. október 2025

Náttúrulegir óvinir meindýra – Hetjur skógarins?

Náttúrulegir óvinir meindýra eru hópur lífvera sem eiga það sameiginlegt að næra...

 Kregðubólusetningar - val eða vitleysa
Skoðun 3. október 2025

Kregðubólusetningar - val eða vitleysa

Kregða þýðir sá sem étur lítið.  Kregðusýkillinn telst til s.k. berfryminga (Myc...

Ósýnilegi burðarásinn í öryggismálum þjóðarinnar
Skoðun 3. október 2025

Ósýnilegi burðarásinn í öryggismálum þjóðarinnar

Við hugsum oft um almannavarnir sem viðbragð við náttúruhamförum, farsóttum eða ...

Varðveisla erfðaauðlinda
Skoðun 2. október 2025

Varðveisla erfðaauðlinda

Búfé og plöntur hafa fylgt manninum í um 10.000 ár eða frá þeim tíma sem maðurin...

Sterkir innviðir — sterkt samfélag
Skoðun 2. október 2025

Sterkir innviðir — sterkt samfélag

Í nýliðnum ágúst átti ég milliliðalaust samtal við íbúa og sveitarstjórnarfólk á...

Hernaðurinn gegn Hamarsdal
Skoðun 2. október 2025

Hernaðurinn gegn Hamarsdal

Góðir lesendur. Heggur sá er hlífa skyldi.  Ég fordæmi ákvörðun umhverfisráðherr...

Íslensk skógrækt í alþjóðlegu samhengi
Skoðun 1. október 2025

Íslensk skógrækt í alþjóðlegu samhengi

Dagana 9.–11. september fóru tveir fulltrúar Skógardeildar Bændasamtaka Íslands ...

Gætum að geðheilsunni
Skoðun 29. september 2025

Gætum að geðheilsunni