Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hafa 62% á móti
Mynd / BBL
Skoðun 17. maí 2019

Hafa 62% á móti

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Stór hluti Íslendinga er upptekinn af söngvakeppni Eurovision þessa dagana og herma heimildir að fólk sé þegar farið að koma sér fyrir á bílastæðinu við Egilshöllina í Reykjavík til að tryggja sér aðgang þegar keppnin verður haldin á Íslandi vorið 2020. Það er þó annað mál  sem er mun stærra og alvarlegra þar sem stjórnvöldum er að takast að kljúfa þjóðina í tvennt, í stað þess að sameina hana eins og Hatarar eru nú að gera.
 
Þetta mál stjórnvalda er orkupakki þrjú. Pakki sem ríkisstjórn Íslands hyggst innleiða hér á landi með stuðningi Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar, þrátt fyrir vitneskju um meirihlutaandstöðu þjóðarinnar gegn þeim áformum, þar á meðal frá Alþýðusambandi Íslands og nokkrum sveitarfélögum. 
 
Það er dapurlegt að horfa þar upp á hversu lágt ríkisstjórnarflokkarnir eru tilbúnir að leggjast til að þjóna erlendum hagsmunum og þröngum hagsmunum fjárfesta og persónulegra vina í þessu máli. 
 
Í könnun MMR sem gerð var dagana 30. apríl til 3. maí kom berlega í ljós andstaðan við þessi áform ríkisstjórnarinnar um valdaafsal í orkumálum. Þar voru 50% svarenda mjög eða frekar andvígir, 30% voru frekar eða mjög fylgjandi og 19% tóku ekki afstöðu. Í kosningum eru það hins vegar einungis þeir sem afstöðu taka sem hafa áhrif á endanlega niðurstöðu. Af þeim 81 prósenti sem tók afstöðu í könnun MMR voru 61,7% andvígir og 26,6% fylgjandi. Athygli vekur að í hópi þeirra sem afstöðu taka eru 41% harðir í andstöðu sinni en einungis 16% harðir stuðningsmenn orkupakka 3. Það er því afar sorglegt að horfa upp á meirihluta þingmanna á Alþingi Íslendinga ætla að valta með ofstæki yfir meirihlutavilja Íslendinga og innleiða jafn afdrifaríkt regluverk hér á landi og þessi orkupakki 3 er fyrir orkumálin í landinu. 
 
Hvar eru nú allar ræðurnar um að lýðræðislegur vilji þjóðarinnar eigi að ráða för, einnig að þjóðin eigi að njóta vafans þegar svo ber undir? Er sú orðræða bara sýndarmennska og upp á punt þegar það hentar að vera töff og rífa kjaft í ræðustól Alþingis? 
 
Það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir sem samþykkja innleiðingu á þessum orkupakka munu rökstyðja lagningu þess sæstrengs sem er þegar á stefnuskrá Landsvirkjunar og þeir hafa reynt að telja þjóðinni trú um að sé alls ekki hugmyndin að leggja. Sæstreng sem krefst byggingar virkjana á Íslandi sem samsvara rúmlega tvöföldu afli Kárahnjúkavirkjunar. Þar hafa menn líka reynt að beita þeim blekkingum að þetta sé bara til að nýta ónýtt launafl í kerfinu. 
 
Ríkisstjórnin stærir sig líka af því sem kallað hefur verið „Græn framtíð“ og felur m.a. í sér orkuskipti  í samgöngum á Íslandi. Þau áform útheimta mikla orkuþörf. Samkvæmt raforkuspá er gert ráð fyrir að raforkunotkunin á Íslandi muni meira en tvöfaldast fram til 2050. Þar er sæstrengur til útlanda ekki inni í myndinni. Raforkuvinnsla á árinu 2018 var 19.830 GWh og jókst um 591 GWh, eða um 3,1%, frá 2017. Aukningin er álíka mikil og öll raforkunotkun á Suðurlandi. 
 
Augljóst er að að sala raforku um sæstreng, þegar af verður eftir innleiðingu á orkupakka 3,  verður í beinni samkeppni við orkuþörf Íslendinga sjálfra fyrir innlenda starfsemi. Eftirspurnin verður þá miklu meiri en framboðið. Hvað verður þá um grænu framtíðaráformin, gagnaverin, rafbílana, fiskimjölsverksmiðjurnar, garðyrkjuna og fleira? – Er ekki rétt skilið að samkvæmt öllum gildandi hagfræðikenningum þá leiðir umframeftirspurn nær undantekingalaust til stórhækkunar á verði? 

Skylt efni: Orkupakki 3

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...