Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ekki steinn yfir steini
Skoðun 21. maí 2015

Ekki steinn yfir steini

Höfundur: Vilmundur Hansen

Trúin á mátt steina var almenn hér á landi fyrr á öldum og náttúrusteinar taldir til ýmissa hluta nytsamlegir og gæddir töframætti.

Sumum steinum átti að fylgja hamingja og gæfa, öðrum lækningamáttur eða peningar og enn aðrir voru til þess ætlaðir að vernda menn fyrir ásóknum drauga eða illra vætta.

Í Grágás segir að menn skuli eigi fara með steina, eða magna þá til að binda á menn eða á fé manna. Samkvæmt þessu hafa forfeður okkur haft það mikla trú á mætti steinanna að þeir hafa talið nauðsynlegt að setja sérstök lög til að koma í veg fyrir misnotkun á þeim.

Hjátrúin er söm við sig og enn í dag loðir talsvert af henni við steinaríkið eða hluti sem líkjast steinum. Fólk ber á sér happasteina sem lukkugripi.

Samkvæmt þjóðtrúnni er best að leita að máttarsteinum við sólarupprás því þá liggja þeir lausir á jörðinni. Þegar menn leita þeirra eiga þeir að bera á sér brjóstagras, surtarbrand, álún, gráurt og kertavax svo að álfarnir leiði þá ekki af réttri braut eða villi þeim sýn.

Vilji menn verða ósýnilegir og sjá það sem fer fram í kringum þá á að vefja hulinhjálmssteini í blað eða hárlokk svo að hvergi sjáist í hann. Sagt er að hulinhjálmssteinar séu dökklifrauðir á litinn og það eigi að geyma þá undir vinstra armi.

Lausnarsteinar voru vinsælir meðal yfirsetukvenna og ljósmæðra og sagt að þeir auðvelduðu fæðingar með því að leysa konur frá fóstri sínu. Áður fyrr voru steinarnir lagðir á kvið kvennanna, undir koddann eða við vinstra læri þeirra. Einnig þótti gott að láta þær kreista steininn í lófanum eða bíta í hann. Sumir sögðu að nóg væri að gefa konu í barnsnauð vatn eða vín að drekka sem lausnarsteinninn hafði legið í eða verið skafinn út í til að auðvelda fæðinguna.

Lífsteinar eru gæddir þeirri náttúru að lífga við dauða eða dauðvona menn og sagt er að hús sem lífsteinn er geymdur í geti ekki brunnið.

Óskasteinar eru miklir kjörgripir því þeir sem eiga slíka gripi fá allar óskir sínar uppfylltar. Sá sem finnur óskastein á að setja hann undir tungurótina og mæla fram óskir sínar.

Sögusteinar finnast í maríuerluhreiðri snemma í maí eða í hrafnshreiðri í páskavikunni. Sé sögusteinninn settur í blóðugan hálsklút og látinn á hægra eyrað segir hann eiganda sínum allt sem hann vill vita en sé hann settur undir tunguna skilja menn hrafnamál. Bindi menn steininn aftur á móti undir hægri handarkrikann dreymir þá allt sem þeir vilja vita.

Segulsteinar eru góðir til að koma upp um þjófa. Skrifa skal nöfn hinna grunuðu á blað og leggja steininn fyrir neðan nöfnin, segulsteinninn dregst að nafni þess seka. Svo eru líka til ólánssteinar sem valda mönnum ógæfu og óhamingju.

Nú á tímum njóta marglitir orkusteinar og kristallar talsverðra vinsælda. Kristallarnir eiga að auka næmi og virkja innsæið séu þeir lagðir við orkustöðvar líkamans. Þeir eiga líka að hreinsa óhreinindi af áruhjúpnum og deyfa óæskilega yang-orku frá sólarljósi. Það hefur ekkert breyst.

Skylt efni: Stekkur | steinar | grjót

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu
Skoðun 8. júní 2023

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu

Við lifum á óstöðugustu og hættulegustu tímum síðan síðari heimsstyrjöldinni lau...

Notkun sýklalyfja í landbúnaði
Skoðun 8. júní 2023

Notkun sýklalyfja í landbúnaði

Í nóvember 2022 kom út tólfta skýrsla Evrópsku eftirlitsstofnunarinnar um notkun...

Orkukreppan hófst strax á árinu 2019
Skoðun 16. janúar 2023

Orkukreppan hófst strax á árinu 2019

Árið 2022 var sögulegt, eftir tveggja ára baráttu við Covid-19 sjúkdóminn, sem e...

Biðin er ótæk
Skoðun 1. desember 2022

Biðin er ótæk

Nú liggur fyrir að þróun áburðarverðs á heimsmarkaðsverði hefur verið heldur á u...

Orkustefna ESB innleidd á Íslandi
Skoðun 24. nóvember 2022

Orkustefna ESB innleidd á Íslandi

Við undirritun EES-samningsins 1992 byggði samstarf ESB á ákveðnum sáttmálum.

Forvarnir og viðbrögð vegna gróðurelda
Skoðun 21. júní 2022

Forvarnir og viðbrögð vegna gróðurelda

Mikið er rætt um breytt veðurfar um þessar mundir og eru allar líkur á því að...

Traust og „chill“
Skoðun 20. júní 2022

Traust og „chill“

Það hlýtur að heyra til undantekninga að landbúnaðarmiðaður prentmiðill sé sa...