Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Dulin markmið
Skoðun 16. febrúar 2015

Dulin markmið

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Það eru mörg baráttumálin hjá hagsmunasamtökum og pólitískum öflum á Íslandi. Nokkur þeirra virðast hafa það að höfuðmarkmiði að ganga af íslenskum landbúnaði dauðum. Þannig að hann sé ekki að þvælast fyrir kaupmönnum sem vilja óheft frelsi í innflutningi og álagningu á landbúnaðarvörur.
Í þessari baráttu skiptir engu máli hvaða rök íslenskir bændur bera fram né íslenskir og erlendir vísindamenn og virtir fræðimenn í þróun matvælaframleiðslu á heimsvísu. Hinn íslenski Mammon þarf aukið olnbogarými á markaðnum.

Fyrrverandi ritstjóri á Frétta­blaðinu og núverandi framkvæmda­stjóri Félags atvinnurekenda talaði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni 5. febrúar um nauðsyn á frelsi í innflutningi á kjötvörum og sagði m.a.:
„Okkar röksemdafærsla hjá Félagi atvinnurekenda hefur fyrst og fremst verið sú að neytendur eigi að geta valið. Það á að vera hægt að flytja inn kjöt á lágum eða helst engum tollum … og það þarf að vera umræða og upplýsing á meðal neytenda.“

Það er einmitt það. Er þá ekki rétt að ræða um aðvörunarorð lækna og tölur frá Evrópsku lyfjastofnuninni (EMA – European Medicine Agency) um lyfjanotkun í landbúnaði? Upplýst hefur verið að  megnið af innflutta kjötinu komi frá Þýskalandi sem er mesti lyfjanotandi í landbúnaði í Evrópu!
Framkvæmdastjórinn sagði frá því að erlendir birgjar íslenskra kjötinnflytjenda uppfylltu strangar kröfur um innra og ytra eftirlit með heilbrigði og hollustu, vottuð gæðakerfi og rekjanleika vörunnar niður á einstakar skepnur.

Einmitt það. Í sjónvarpsþætti á RÚV fyrir skömmu var heimildamynd um kjötflutninga á milli landa sem sýndi vel fáránleika upprunamerkinga sem ESB gefur út. Þar var m.a. greint frá grísum sem aldir voru upp í Litháen, Finnlandi og í Danmörku og fluttir lifandi til Póllands. Eftir stutt áframeldi í Póllandi fóru þeir í pólsk sláturhús og var pakkað samkvæmt reglum ESB. Og viti menn, þá var upprunaland grísanna Pólland. Svipuð tilvik hafa komið upp varðandi kjúklinga-, hrossa- og nautakjöt.  Menn vita lítið um raunverulegan uppruna.

Þessi skrípaleikur er farinn að ganga mjög nærri úrvinnsluiðnaði í Danmörku og finnskir bændur óttast að þegar búið verði að hrekja þá af heimamarkaði muni innflutt kjöt stórhækka í verði. − Getur verið að það sé líka undirliggjandi markmið með óheftum innflutningi á kjöti til Íslands? 

Náttúrulegir óvinir meindýra – Hetjur skógarins?
Skoðun 3. október 2025

Náttúrulegir óvinir meindýra – Hetjur skógarins?

Náttúrulegir óvinir meindýra eru hópur lífvera sem eiga það sameiginlegt að næra...

 Kregðubólusetningar - val eða vitleysa
Skoðun 3. október 2025

Kregðubólusetningar - val eða vitleysa

Kregða þýðir sá sem étur lítið.  Kregðusýkillinn telst til s.k. berfryminga (Myc...

Ósýnilegi burðarásinn í öryggismálum þjóðarinnar
Skoðun 3. október 2025

Ósýnilegi burðarásinn í öryggismálum þjóðarinnar

Við hugsum oft um almannavarnir sem viðbragð við náttúruhamförum, farsóttum eða ...

Varðveisla erfðaauðlinda
Skoðun 2. október 2025

Varðveisla erfðaauðlinda

Búfé og plöntur hafa fylgt manninum í um 10.000 ár eða frá þeim tíma sem maðurin...

Sterkir innviðir — sterkt samfélag
Skoðun 2. október 2025

Sterkir innviðir — sterkt samfélag

Í nýliðnum ágúst átti ég milliliðalaust samtal við íbúa og sveitarstjórnarfólk á...

Hernaðurinn gegn Hamarsdal
Skoðun 2. október 2025

Hernaðurinn gegn Hamarsdal

Góðir lesendur. Heggur sá er hlífa skyldi.  Ég fordæmi ákvörðun umhverfisráðherr...

Íslensk skógrækt í alþjóðlegu samhengi
Skoðun 1. október 2025

Íslensk skógrækt í alþjóðlegu samhengi

Dagana 9.–11. september fóru tveir fulltrúar Skógardeildar Bændasamtaka Íslands ...

Gætum að geðheilsunni
Skoðun 29. september 2025

Gætum að geðheilsunni