Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Draugar í Hollywood
Skoðun 19. júní 2015

Draugar í Hollywood

Höfundur: Vilmundur Hansen

Draugar og draugagangur hafa verið viðfangsefni bíómynda frá upphafi kvikmyndagerðar. Myndirnar fjalla hver á sinn hátt um reimleika, sumar eru byggðar á frægum draugasögum, aðrar á sönnum atburðum.

Í Hollywood er einnig að finna alvöru drauga, frægar kvikmyndastjörnur sem ganga aftur á heimilum sínum, hótelum og í kvikmyndaverum.

Á Roosevelt-hótelinu ganga til dæmis Montgomery Clift og Marilyn Monroe aftur. Gestir og starfsmenn hótelsins segjast verða varir við stjörnurnar og þeir sem vinna á skiptiborði hótelsins fá innanhússhringingar og pantanir á kampavíni og kavíar frá látnum stórstjörnum og gestir kvarta vegna partíóláta í mannlausum herbergjum.

Sagt er að Monty ráfi um í herbergi sem hann bjó í í þrjá mánuði á meðan hann lék í myndinni From Here to Eternity. Þeir sem hafa séð til hans segja að hann gangi um spilandi á trompet eða þylji upp rullur úr gömlum myndum.

Starfsfólk og gestir hafa oft haldið því fram að það hafi fundið fyrir óþægilegum kulda og séð spegilmynd Marilyn í svítu númer 1200. Svo rammt kvað að þessu að mannhæðarhár spegillinn var fluttur út á gang og virðist þokkagyðjan hafa fylgt honum því hún hefur nokkrum sinum sést þar.

Fleiri afturgengnar kvik­mynda­­stjörnur hafa sést ráfa um ganga hótelsins, Errol Flynn, Betty Grable, Gybsy Lee Rose og Humphrey Bogart. Þar mun einnig vera lítil afturgengin stúlka sem annaðhvort sést grátandi eða að leika sér.

George Reeves, sem lék Superman í samnefndum sjónvarpsþáttum, fannst látinn á heimili, hann hafði verið skotinn. Andi Reeves er ósáttur við dauðann og honum bregður stundum fyrir í gervi Supermans  í húsinu og nágrenni þess.

Leikkonan Thelma Todd, sem varð fræg fyrir leik sinn með Marx-bræðrum, fannst látin í bíl og sagt er að hún gangi aftur á kaffihúsi sem hún rak. Þeir sem verða hennar varir segjast finna lykt af ilmvatninu sem hún notaði.

Handan við Walk of Fame, þar sem stjörnurnar hafa lafa lagt hönd sína í blautt sement og merkt sinn stað í sögu kvikmyndanna, eigrar sál Viktors Kilian í endalausri leit að morðingja sínum.

Á svipuðum slóðum sést til Lon Chaney þar sem hann endurtekur í sífellu atriði úr kvikmynd þar sem hann bíður eftir strætisvagni. Því er reyndar haldið fram að Chaney gangi aftur í ljósum logum í kvikmyndaveri Universal-samsteypunnar þar sem hann lék aðalhlutverkið í Phantom of the Opera á þriðja áratug tuttugustu aldarinnar.

Kvikmyndastjörnur ganga  aftur eins og fólk. Hér skal ósagt látið hvort draugar eru algengari í þeirra hópi en almennt gerist, frægð þeirra gerir það aftur á móti að verkum að margir þekkja til þeirra og geta því nafngreint afturgönguna sem þeir sjá.

Í íslenskri þjóðtrú er sagt að afturgöngur séu menn sem hafi notið mikilsheimsláns í jarðlífinu og eigi erfitt með að segja skilið við lífið vegna þess. Hugsanlegt er að stjörnurnar séu í svipaðri stöðu og vilji njóta athygli eins lengi og hægt er.

Skylt efni: Draugar | Hollywood | Stekkur

Náttúrulegir óvinir meindýra – Hetjur skógarins?
Skoðun 3. október 2025

Náttúrulegir óvinir meindýra – Hetjur skógarins?

Náttúrulegir óvinir meindýra eru hópur lífvera sem eiga það sameiginlegt að næra...

 Kregðubólusetningar - val eða vitleysa
Skoðun 3. október 2025

Kregðubólusetningar - val eða vitleysa

Kregða þýðir sá sem étur lítið.  Kregðusýkillinn telst til s.k. berfryminga (Myc...

Ósýnilegi burðarásinn í öryggismálum þjóðarinnar
Skoðun 3. október 2025

Ósýnilegi burðarásinn í öryggismálum þjóðarinnar

Við hugsum oft um almannavarnir sem viðbragð við náttúruhamförum, farsóttum eða ...

Varðveisla erfðaauðlinda
Skoðun 2. október 2025

Varðveisla erfðaauðlinda

Búfé og plöntur hafa fylgt manninum í um 10.000 ár eða frá þeim tíma sem maðurin...

Sterkir innviðir — sterkt samfélag
Skoðun 2. október 2025

Sterkir innviðir — sterkt samfélag

Í nýliðnum ágúst átti ég milliliðalaust samtal við íbúa og sveitarstjórnarfólk á...

Hernaðurinn gegn Hamarsdal
Skoðun 2. október 2025

Hernaðurinn gegn Hamarsdal

Góðir lesendur. Heggur sá er hlífa skyldi.  Ég fordæmi ákvörðun umhverfisráðherr...

Íslensk skógrækt í alþjóðlegu samhengi
Skoðun 1. október 2025

Íslensk skógrækt í alþjóðlegu samhengi

Dagana 9.–11. september fóru tveir fulltrúar Skógardeildar Bændasamtaka Íslands ...

Gætum að geðheilsunni
Skoðun 29. september 2025

Gætum að geðheilsunni