Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Bætum samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar
Skoðun 27. október 2020

Bætum samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar

Höfundur: Herdís Magna Gunnarsdóttir,  bóndi á Egilsstöðum og varaformaður LK

Í síðasta blaði ritaði ég um tollaumhverfi í nautakjötsmálum og hvaða áhrif breytingar á tollaumhverfinu undanfarin ár hefur haft á samkeppnisstöðu íslenskrar framleiðslu. Tollasamningurinn við ESB hefur einnig haft mikil áhrif á markað með mjólkurvörur en samið var um tollkvóta á ostum sem samsvarar um 10% af heildarmarkaðnum hérlendis. Það samsvarar framleiðslu á um 6 milljónum lítra mjólkur eða meðalársframleiðslu 22 kúabúa. 

Talsverð umræða hefur komist af stað um þessi mál, margir tekið undir þá skoðun bænda að endurskoðun tollasamningsins við ESB sé nauðsynleg þar sem forsendur fyrir honum séu brostnar og einhverjir þora jafnvel að tala um að samningnum ætti að segja upp. Loksins hafa stjórnmálamenn hlustað, opnað augun og séð það sem við höfum bent á frá upphafi. Dæmið gengur ekki upp og þarf að laga.

Innflutt á kostnað innlendrar framleiðslu

Eins og gera mátti ráð fyrir mótmæltu fulltrúar innflutningsaðila og hafa haldið fram að slíkt myndi færa þjóðina aftur um marga áratugi, hér hverfi allt það góða vöruúrval sem við þekkjum og að verð á matvöru fari hiklaust uppá við. Við vitum það svosem að helst vilja raddir úr þeirra ranni ekki hafa neina tolla yfir höfuð og bera fyrir sig að það muni skila sér í betra verði til neytenda. Samt er það svo að þrátt fyrir lækkandi kostnaðarverð á innfluttu nautakjöti undanfarin ár þá hefur það ekki skilað sér til neytenda. Eina sem það hefur gert er að lækka verð til bænda og vinna okkar í nautakjötsframleiðslu nær orðin sjálfboðavinna. Hvert fer mismunurinn? 

Þá er ágætt að taka fram að matvælaframleiðsla er hugsuð sem atvinna, ekki lífsstíll.

Fjölbreytt vöruúrval á góðu verði er gott og gilt. En með áframhaldandi ástandi gætum við hins vegar séð að úrval íslenskrar matvöru gæti farið þverrandi. Bændur fá hreinlega ekki greitt fyrir vöruna raunvirði hennar þar sem verðþrýstingur frá innfluttum afurðum, sem framleiddar eru við ódýrari aðstæður, riður þeim úr vegi. Ef fer fram sem horfir geta stórkaupmenn erfiðlega haldið áfram að lofa neytendum fjölbreyttu vöruúrvali, nema þá í formi innfluttra matvæla. Og það virðist ekki vera áhugi hjá neytendum fyrir því en skemmst er að minnast þess að fyrr á árinu fundust fullir ruslagámar af erlendum ostum sem ekki höfðu selst. Framboðið af innfluttu hefur verið talsvert meira en eftirspurnin. Þá þurfum við að spurja okkur hvort við viljum. Viljum við minna úrval af erlendri vöru eða innlendri?

Hæsta hlutfall tollskrárnúmera án tolla

Stundum ber umræðan hér á landi þess merki að við teljum íslenska framleiðslu ofurverndaða með tollum. En það er alls ekki raunin.  Ef við horfum á tollaumhverfi ESB, Noregs og Sviss/Liechtenstein má sjá að Ísland er með hæsta hlutfall tollskrárnúmera sem bera engan toll sem og lægstu meðaltollana. Það er nú öll tollverndin.

Eftirlit í molum?

Að frátöldum milliríkjasamningunum sjálfum virðist mikill vandi liggja í öðrum hliðum tollaumhverfisins. Svo virðist sem að stórkostlegir vankantar séu á tollaframkvæmd og -eftirliti svo ekki sé meira sagt. Við höfum heyrt fréttir af því að umstalsvert magn landbúnaðarvara komi inn til landsins á röngum tollskrárnúmerum og þegar menn hafa kannað málið frekar kemur í ljós að talsverður munur er á útflutningstölum ESB til landsins og innflutningstölum Hagstofu Íslands. Frægt er svokallað jurtaostamál þar sem gríðarlegt magn af mozzarellaosti úr kúamjólk hefur verið flutt inn í landið, ranglega undir tollnúmerum jurtaosts sem er án tolla, þrátt fyrir að vera skráð sem venjulegur ostur út frá ESB. Þetta mál virðist hins vegar bara vera toppurinn á ísjakanum.

Þó að ekki séu allir sammála um tollasamningana sjálfa hljótum við að geta sammælst um að misræming í tollskráningu og tollasvindl sé eitthvað sem verði að koma í veg fyrir.

Hvað er til ráða?

Þó að við Íslendingar lítum stundum á okkur sem „stórustu“ þjóð í heimi er mikilvægt að átta okkur á hvað við erum lítil í samanburði við önnur lönd. Ársframleiðsla íslensks nautgripakjöts er t.d. á pari við mánaðarframleiðslu í einu dönsku sláturhúsi. Það gefur auga leið að það þarf að veita sláturleyfishöfum meira svigrúm til samvinnu svo íslensk framleiðsla sé samkeppnishæfari í verðum. 

Gera þarf miklar úrbætur á eftirliti með innflutningi til að koma í veg fyrir áðurnefnt misræmi. Þar liggur mikið undir fyrir bændur, neytendur, ríkið og þá innflutningsaðila sem sannanlega fara eftir settum reglum. Það þarf vart að útskýra hvernig þetta skekkir samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar en einnig má benda á að þetta hefur áhrif á hagtölur þannig að hagskýrslur verða rangar og geta þannig haft áhrif á stöðu Íslands við gerð tollasamninga.

Endurskoða þarf tollasamninginn við ESB enda allar forsendur fyrir honum brostnar. Að semja um kíló á móti kílói líkt og var gert er fráleitt. Sem dæmi má nefna að á meðan ESB fær innflutningskvóta sem nemur 10% af ostamarkaðnum hérlendis fær Ísland aðgang að 0,009% af ostamarkaði ESB.

Ég trúi ekki öðru en að þessi mál nái eyrum manna og gerð verði bragarbót á.

Herdís Magna Gunnarsdóttir, 

bóndi á Egilsstöðum og varaformaður LK

Skylt efni: tollar | tollamál

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Leyfir ekki sandnám
18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Skýrsla um raunveruleikann
18. september 2024

Skýrsla um raunveruleikann

Subbu-Jobbi
18. september 2024

Subbu-Jobbi

Mikill áhugi fyrir samfélagsbanka á Íslandi
19. september 2018

Mikill áhugi fyrir samfélagsbanka á Íslandi

Refaveiði í Skaftárhreppi
19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi