Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Að standa í lappirnar
Skoðun 15. mars 2019

Að standa í lappirnar

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Það hefur verið stöðugur næðingur um íslenskan landbúnað um árabil og ekki síst af mannavöldum. Nú stendur yfir enn ein atlagan sem snýst um að afnema lagalegan rétt Íslendinga til að halda uppi vörnum gegn innflutningi búfjársjúkdóma og ofursýkla. Allt á þetta svo rætur í aðild Íslands að við­skipta­samningi EES.
 
Því hefur verið haldið fram fullum fetum síðan mjög umdeildur EES-samningur var samþykktur á Alþingi 12. janúar 1993 og tók gildi 1. janúar 1994, að þar væri um hreinræktaðan viðskiptasamning að ræða. Hann snerist nær eingöngu um gagnkvæmt tollfrelsi milli aðildarríkja samningsins. Í samningsaðildinni fælist ekkert valdaframsal. Enn reyna menn svo að halda því fram að afnám íslenskra laga og reglugerða að kröfu Evrópusambandsins sem ætlað er að koma í veg fyrir innflutning búfjársjúkdóma sé ekki framsal á völdum Alþingis til að setja slík lög. – Hvað er það þá? 
 
Nákvæmlega sömu rökfræðinni hefur verið haldið á lofti varðandi innleiðingu á því sem kallað er „Orkupakki 3“. Þar er því einnig haldið fram að innleiðing á þeim reglum feli ekki í sér neitt valdaafsal. Þetta sé bara saklaus innleiðing sem sé framhald af fyrri kerfisbundnum innleiðingunum er varða orkumál. 
 
Nú er landbúnaðurinn undir. Það er fyrirhugað að framselja löggjafarvald sem hefur hingað til gert okkur kleift að setja eigin reglur til að koma í veg fyrir mögulegan innflutning á búfjársjúkdómum. Má þá búast við að sjávarútvegurinn verði næsta skotmark? Er nokkuð sem kemur í veg fyrir að sambærileg áfangaskipt kerfisbundin innleiðing á EES-regluverki verði þar tekin upp? Regluverki sem á endanum gæti leitt til þess að Íslendingar missi yfirráð yfir eigin fiskveiðilögsögu.
 
Íslenska þjóðin byggir sínar leikreglur á lýðræðislegri hefð. Í því felst að allur almenningur hefur rétt til að velja sér fulltrúa í kosningum til setu á Alþingi Íslendinga. Þar eru lög sett og engir aðrir en kjörnir fulltrúar hafa rétt til að setja þjóðinni lög og reglur. Stjórnarskrá landsins er síðan ætlað að vera handbók um grunnreglur samfélagsins sem þingmönnum og öðrum þegnum landsins ber að fara eftir. Hvernig má það þá vera að fulltrúar erlendra ríkja geti krafist þess að hér séu sett lög og reglur án þess að íslenska þjóðin eða réttkjörnir þingmenn hafi í raun neitt um það að segja?   
 
Undir innleiðingu EES-samningsins rituðu fulltrúar 28 aðildarríkja Evrópu­sambandsins og þriggja EFTA-ríkja, þ.e. Íslands, Noregs og Liechtenstein. Svisslendingar, sem líka voru í EFTA, töldu greinilega að EES-samningurinn myndi fela í sér svo óásættanlegt valdaframsal að þeir ákváðu að skrifa ekki undir. Allar götur síðan hafa Svisslendingar byggt sín milliríkjaviðskipti á tvíhliða samningum við ESB og ríki utan þess og enginn efast um að þeim hafi farnast það vel. Það fór ekki allt til andskotans í Sviss þótt þeir neituðu að skrifa undir EES-aðildina. Svisslendingum hefur þvert á móti farnast betur en flestum öðrum þjóðum heims. Það hefur þeim tekist án þess að innleiða sjálfvirkt á færibandi lög og reglur sem settar hafa verið af embættismönnum í Brussel. Það regluverk er sett af embættismönnun og lögfræðingastóði  sem hefur ekki neitt lýðræðislegt umboð til þeirra regluverkasmíða. Þetta er þvert á okkar lýðræðishefðir þar sem kjörnir fulltrúar almennings á Alþingi hafa einir heimild til að setja okkur lög og reglur. Er þetta ekki bara spurning um hvort að við sem þjóð þorum að standa í lappirnar? 
 
Náttúrulegir óvinir meindýra – Hetjur skógarins?
Skoðun 3. október 2025

Náttúrulegir óvinir meindýra – Hetjur skógarins?

Náttúrulegir óvinir meindýra eru hópur lífvera sem eiga það sameiginlegt að næra...

 Kregðubólusetningar - val eða vitleysa
Skoðun 3. október 2025

Kregðubólusetningar - val eða vitleysa

Kregða þýðir sá sem étur lítið.  Kregðusýkillinn telst til s.k. berfryminga (Myc...

Ósýnilegi burðarásinn í öryggismálum þjóðarinnar
Skoðun 3. október 2025

Ósýnilegi burðarásinn í öryggismálum þjóðarinnar

Við hugsum oft um almannavarnir sem viðbragð við náttúruhamförum, farsóttum eða ...

Varðveisla erfðaauðlinda
Skoðun 2. október 2025

Varðveisla erfðaauðlinda

Búfé og plöntur hafa fylgt manninum í um 10.000 ár eða frá þeim tíma sem maðurin...

Sterkir innviðir — sterkt samfélag
Skoðun 2. október 2025

Sterkir innviðir — sterkt samfélag

Í nýliðnum ágúst átti ég milliliðalaust samtal við íbúa og sveitarstjórnarfólk á...

Hernaðurinn gegn Hamarsdal
Skoðun 2. október 2025

Hernaðurinn gegn Hamarsdal

Góðir lesendur. Heggur sá er hlífa skyldi.  Ég fordæmi ákvörðun umhverfisráðherr...

Íslensk skógrækt í alþjóðlegu samhengi
Skoðun 1. október 2025

Íslensk skógrækt í alþjóðlegu samhengi

Dagana 9.–11. september fóru tveir fulltrúar Skógardeildar Bændasamtaka Íslands ...

Gætum að geðheilsunni
Skoðun 29. september 2025

Gætum að geðheilsunni