Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hnúfubakur í Faxaflóa.
Hnúfubakur í Faxaflóa.
Mynd / Special Tours
Á faglegum nótum 3. ágúst 2021

Víðförlir hnúfubakar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrir skömmu sást til hnúfubaks í Faxaflóa. Vegna alþjóðlegs samstarf um skráningu hnúfubaka var hægt að sjá að sami hvalur hafði verið myndaður við Grænhöfðaeyjar, aðeins þremur mánuðum áður en hann var myndaður í Faxaflóa.

Greining hnúfubaksins sýnir svo ekki verður um villst hversu nauðsynlegt samstarf er þegar far dýra er rannsakað og sýnir að hnúfubakar ferðast langar vegalengdir enda eru 5.400 kílómetrar á milli staðanna þar sem myndirnar voru teknar.

Staðsetning Grænhöfðaeyja.

Í tilkynningu á vef Haf- rannsóknastofnunar segir að Hnúfubakar í Atlantshafi eyði yfirleitt sumrum sínum á fæðuslóð í norðri, til dæmis við strendur Íslands og Noregs, en að á veturna haldi þeir sig við miðbaug, frá Karíbahafi til Grænhöfðaeyja. Áður hefur Hafrannsóknastofnun fjallað um hnúfubak sem sást í Cape Samana við Dóminíska lýðveldið í Karíbahafi í janúar 2020 en hafði áður verið ljósmyndaður og skráðurvið Ísland. Íslenska hnúfubakaskráin ISMN (IS Megaptera Novaeangliae Catalog), sem er að finna á Hafrannsóknastofnun, geymir skráningar á yfir 1.500 hnúfubökum frá 1980 til dagsins í dag. Þeim hefur verið safnað í leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar og af ýmsum samstarfsaðilum sem sent hafa inn myndir af hnúfubökum ásamt upplýsingum um staðsetningu.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...