Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Íslenskur landbúnaður – grunnstoð í íslensku samfélagi
Á faglegum nótum 7. febrúar 2025

Íslenskur landbúnaður – grunnstoð í íslensku samfélagi

Höfundur: Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra.

Kæru bændur. Ég tók við sem ráðherra atvinnuvega og þar með talið landbúnaðarins undir lok síðasta árs. Það er mér bæði heiður og ánægja að sinna þessum mikilvæga málaflokki og vinna með ykkur að því að tryggja framtíð íslensks landbúnaðar.

Hanna Katrín Friðriksdóttir

Landbúnaður er ekki aðeins grunnstoð samfélagsins heldur líka lykilþáttur í menningu okkar, atvinnuþróun, byggðafestu, sjálfbærni og auðvitað fæðuöryggi. Atvinnugreinin er þannig með traustar rætur í sögunni en teygir líka laufin til framtíðar með nýsköpun og framþróun að leiðarljósi. Ferðaþjónustan hefur verið mikill vaxtarbroddur víða um land og hvatt þannig til endurmats á því hvað það er að vera bóndi. 

Mörg ljón í veginum

Nýleg viðhorfskönnun á meðal bænda sem unnin var fyrir matvælaráðuneytið sýnir að einungis 32% bænda eru bjartsýn gagnvart búrekstri sínum og ekki nema 30% bænda telja að núverandi stuðningskerfi þjóni hagsmunum þeirra vel. Þessar niðurstöður gefa skýrt til kynna að við þurfum að bregðast við núverandi ástandi.

Áskoranir sem bændur standa frammi fyrir eru margþættar. Það hamlar nýliðun hvað kynslóðaskipti hafa reynst mörgum fjölskyldum erfið. Raforkukostnaður hefur aukist mikið og háir vextir lenda sérstaklega þungt á ungum bændum og þeim sem hafa nýverið fjárfest í rekstri sínum.

Nú þegar aðfangakeðjur eru undir meira álagi en þær hafa verið í marga áratugi þurfum við einnig að gefa fæðuöryggi landsins gaum. Við sáum í heimsfaraldri mikilvægi öflugra viðskiptasambanda við að tryggja aðgang að mikilvægum lyfjum. Stríðið í Úkraínu hefur truflað útflutning á korni með tilheyrandi verðhækkunum víða um heim.

Nýlegar fréttir af tollastríði Bandaríkjanna gegn lykilviðskiptalöndum þeirra eru váleg tíðindi fyrir þjóðir eins og Ísland sem treysta á gott aðgengi að mörkuðum með útflutning sinn. Það er því miður útlit fyrir að þessar áskoranir séu ekki tímabundnar heldur hluti af nýjum veruleika. Sem viðbragð við breyttri heimsmynd vinnur matvælaráðuneytið ásamt samstarfsaðilum að mótun aðgerða um neyðarbirgðahald á matvælum og nauðsynlegum aðföngum.

En það er vísir að viði

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar er kveðið á um nokkur forgangsverkefni á sviði landbúnaðar sem eru að auðvelda nýliðun og kynslóðaskipti og breyta jarðalögum til að vinna gegn samþjöppun og stuðla að nýtingu á ræktarlandi til búrekstrar. Auk þessa munum við sérstaklega huga að stöðu ungra bænda. Það þarf að vera raunhæft og eftirsóknarvert fyrir ungt fólk að koma undir sig fótunum í búskap.

Ræðum málin

Ráðuneytið og Bændasamtökin skipuleggja nú í sameiningu hringferð um landið þar sem við ætlum að eiga milliliðalaust samtal við bændur. Við viljum heyra beint frá þeim hvernig þeir meta ástand greinarinnar, hvaða breytingar þeir telja nauðsynlegar, hvernig hægt sé að auka nýliðun og hvernig stuðningskerfið geti betur gagnast bændum.

Til að tryggja landsmönnum hollan og góðan mat þurfum við öfluga innlenda framleiðslu sem rekin er með sjálfbærni að leiðarljósi. Ég hlakka til að vinna með ykkur að því að efla íslenskan landbúnað um land allt á komandi árum. Með opnu samtali, öflugu samstarfi og sameiginlegri stefnu getum við byggt upp sterka framtíð fyrir íslenskan landbúnað.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...