Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Frá 1996 hefur framleiðslugeta hverrar kindar aukist um 21,3%
Mynd / BBL
Á faglegum nótum 20. febrúar 2018

Frá 1996 hefur framleiðslugeta hverrar kindar aukist um 21,3%

Höfundur: Eyjólfur Ingvi Bjarnason ráðunautur í sauðfjárrækt
Uppgjöri á skýrslum fjárræktar­félaganna fyrir árið 2017 er að mestu lokið en þetta er fyrr en verið hefur og munar þar helst um að skýrsluhald er forsenda allra greiðslna hjá þeim sem njóta stuðnings á grunni búvörusamninga. Þegar þetta er ritað í byrjun febrúar er þó enn eftir að ganga frá uppgjöri fyrir um 3.500 ær sem hafa skráða burðarfærslu vorið 2017. 
 
 
Reiknaðar afurðir eru 0,6 kg minni á hverja kind en árið 2016. Munar þar eflaust mest um að gróður féll snemma og haustbeitin því ekki eins kraftmikil og árið á undan.
 
Alls skiluðu 1.785 aðilar skýrslum um 357.576 ær (347.268 – 2016). Veturgamlar ær í skýrsluhaldinu voru 73.380 (74.799 – 2016). Fjöldi kinda í skýrsluhaldi milli ára eykst því um tæpar 9.000 ær. Til viðbótar þessum tölum eru svo tæplega 1.500 forystuær skráðar í Fjárvís en þær eru undanskildar formlegu afurðauppgjöri. Séu þessar tölur bornar saman við upplýsingar úr forðagæsluskýrslum eru um 95% fjár á landinu skráð í afurðaskýrsluhald. 
 
 
 
 
Afurðir árið 2017
 
Frjósemi var svipuð og undangengin ár, 1,83 fædd lömb á hverja kind. Þetta er lítilsháttar aukning sem liggur í auknu hlutfalli fleirlembna en 7,7% áa áttu fleiri en 3 fædd lömb síðasta vor. Flest fædd lömb eru í Þingeyjarsýslum eða 1,90 fædd lömb að meðaltali en hæst hlutfall fleirlembdra kinda er í Vestur-Húnavatnssýslu (10,5%). Sífellt fleiri stærri bú ná nú frjósemi uppá 1,90 fædd lömb eða fleiri, vorið 2017 voru ríflega 129.000 ær á búum sem höfðu þessa meðalfrjósemi en voru 112.000, vorið 2016 og 100.000, vorið 2015. Fjöldi lamba til nytja er 1,66 lömb á hverja kind og er sami fjöldi og árið 2016, hefur sú tala verið svipuð síðustu ár, heldur lægri 2015 vegna árferðis þá um vorið.
 
Afurðir eftir fullorðnar ær voru 27,7 kíló eftir hverja kind árið 2017 sem er 0,6 kílóum minna árið á undan sem var metár (28,3 kg – 2016) en heldur meira en meðalafurðir síðustu fimm ára sem reiknast 27,5 kíló. Á 1. mynd má sjá afurðir síðustu tveggja ára (2017 rauð súla, 2016 græn súla) sýndar eftir sýslum ásamt meðaltali áranna 2013-2017 (blá súla) í viðkomandi héraði. 
 
Mestu afurðir í einu héraði árið 2017 voru í Strandasýslu en þær reiknast 30,5 kíló sem er heldur hærra en meðaltal síðustu fimm ára. Næstir Strandamönnum koma Vestur-Húnvetningar með 29,8 kíló eftir hverja kind. Sé horft á meðalafurðir síðustu fimm ára eru aðeins fjórar sýslur sem ná meiri en 29 kílóum eftir hverja kind en auk Strandamanna og Vestur-Húnvetninga eru það Eyfirðingar og S-Þingeyingar sem skipa sér í þann flokk. 
 
Afurðahæstu búin
 
Afurðahæsta bú landsins árið 2017 er bú Eiríks Jónssonar í Gýgjarhólskoti, Biskupstungum með 48,1 kíló eftir hverja kind þar sem fleiri en 100 ær eru á skýrslum. Þær afurðir munu vera Íslandsmet í afurðum frá upphafi skýrsluhalds. Næst á listanum er bú Jóns og Hrefnu á Hóli í Sæmundarhlíð með 40,4 kg eftir hverja kind. Munurinn á þessu búum liggur fyrst og fremst í framleiðslukerfinu. Fædd lömb á hverja kind eru heldur fleiri hjá Eiríki en lömbunum slátrað að jafnaði 169 daga gömlum við 25 kílóa fallþunga. Hjá Jóni og Hrefnu er lömbunum slátrað að jafnaði 135 daga gömlum við 20,2 kílóa fallþunga. Vaxtarhraði lambanna er ívið meiri á Hóli og afurðamunurinn liggur fyrst og fremst í aldri lambanna.
 
Í 1. töflu er listi yfir öll þau bú sem hafa 36 kg eða meira eftir hverja kind árið 2017 og fleiri en 100 ær í skýrsluhaldi.
 
Úrvalsbú
 
Á heimasíðu RML má finna lista yfir Úrvalsbú en þau eiga það sammerkt að ná góðum árangri fyrir nokkra skýrsluhaldsþætti. Skilyrði fyrir þeim lista eru: Bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær þar sem fædd lömb eftir fullorðnar ær eru fleiri en 1,9, fædd lömb eftir veturgamlar ær eru fleiri en 0,9, reiknað dilkakjöt eftir fullorðna kind er landsmeðaltal eða meira, gerðarmat sláturlamba er yfir 9,2, fitumat sláturlamba á bilinu 5,4-7,6, hlutfall gerðar og fitu yfir 1,3.
 
Tæplega 200 bú ná þessum skilyrðum fyrir árið 2017 og hafa aldrei verið fleiri en þetta er fimmta árið sem þessi listi er útbúinn.
 
Gæðamatið
 
Í skýrsluhaldinu eru upplýsingar um tæplega 542.000 sláturlömb haustið 2017. Meðalfallþungi þeirra var 16,8 kíló litlu minni en árið á undan (17,0 kíló - 2016) og meðaltal síðustu fimm ára er 16,5 kíló. Meðaltal einkunnar fyrir holdfyllingu er 9,07 árið 2017 (9,05 - 2016), fimm ára meðaltal 8,86 og meðaltal einkunnar fyrir fitumat er 6,44 árið 2017 (6,71 - 2016), fimm ára meðaltal 6,52. Oft er þetta skoðað sem hlutfallstala holdfyllingar og fitu, sú tala var 1,41 haustið 2017. Hagstæðasta hlutfallið má finna í Suður-Þingeyjarsýslu (1,50). Af búum sem höfðu holdfyllingarmat yfir 9,5 árið 2017 er þetta hlutfall hagstæðast hjá Eyþóri Péturssyni, Baldursheimi 3, Mývatnssveit með hlutfallstölu 2,00. Í 2. töflu má finna öll þau bú sem höfðu gerðarmat 11,0 eða hærra árið 2017 og fleiri en 100 sláturlömb.
 
Erfiðara er að bera saman árangur í fitumati vegna þess sambands sem er á milli fallþunga og fitumats. Stundum er þessi samanburður gerður sem hlutfall milli fallþunga og fitumats, það hlutfall er 2,60 árið 2017 og hefur sú tala hækkað á undanförnum árum. Af búum sem höfðu holdfyllingarmat yfir 9,5 árið 2017 hafa tvö bú hlutfallstöluna 3 eða hærra. Það er bú LbhÍ að Hesti og bú Bergs Sigfússonar að Austurhlíð í Skaftártungu.
 
 
Sláturaldur, kjötprósenta og bötun
 
Ytri aðstæður til sauðfjárræktar hafa sjaldan verið verri en árið 2017 við þá miklu lækkun afurðaverðs sem þá varð. Kynbótastarfið í sauðfjárrækt hefur undanfarin ár skilað okkur þeim árangri að framleiðni hvers grips hefur aukist umtalsvert. Ef skoðuð eru gögn frá 1996 og 2016 um fjölda sauðfjár í landinu og heildarframleiðslu kindakjöts hefur framleiðslumagn á hvern grip aukist um 21,3%, þar af 13,5% á árunum 2006-2016.
 
 
Meðalaldur sláturlamba er 138 dagar fyrir árið 2017. Á 2. mynd má sjá tengsl sláturaldurs og fallþunga lamba. Sambærilegar myndir fyrir síðustu ár sýna sama mynstur, þ.e. fram að 135 daga aldri eru lömbin stöðugt að þyngjast en síðan virðist fallþungi lambanna falla og ekki aukast að ráði fyrr en þau eru orðin 160 daga gömul. Þetta atriði þurfa bændur að skoða mjög vel. Vitað er að ekki kemst allt fé til slátrunar á sama tíma en ef menn gera ekki ráðstafanir varðandi beit eru menn að tapa á því að geyma lömbin of lengi. Áborin há er hentugasta beitin fyrir lömb sem þarf að geyma í 2-4 vikur en grænfóður getur borgað sig fyrir minnstu lömbin sem geyma á, í mánuð eða lengur – ávinning kálbeitar þarf þó alltaf að horfa á með gagnrýnum augum og ekki er hægt að mæla með bötun lamba nema eftirspurn sé eftir slíku.
 
Þessu tengt þurfa menn að hafa í huga hvernig kjötprósenta lamba breytist eftir því sem lömbin verða eldri. Í skýrsluhaldinu voru ríflega 190.000 lömb árið 2017 sem hafa upplýsingar um kjötprósentu þar sem líða 15 dagar eða minna frá vigtunardegi lífþunga að sláturdegi. Í 3. töflu má sjá hvernig kjötprósentan breytist eftir sláturvikum yfir haustið. Í ágústslátrun er kjötprósentan 43,3% en lækkar svo niður í 41% þegar komið er fram í október. Þannig er lamb sem vigtar 38 kg 20. ágúst að vigta 16,5 kíló væri því slátrað þá, en lamb með sama lífþunga í byrjun október myndi vigta 15,6 kíló. Munur upp á 900 grömm. Þetta er atriði sem bændur þurfa almennt að gefa betri gaum og vera duglegri við að vigta lömb og velja sláturlömb á þeim grunni. 
 
Að lokum
 
Listar með öllum helstu niðurstöðum skýrsluhaldsins árið 2017 er hægt að finna á heimasíðu RML. Þar má einnig finna niðurstöður skýrsluhaldsins undanfarin ár.
 
Grunnforsenda allrar upplýsinga­öflunar er vel fært skýrsluhald og flest þau bú sem eru að ná góðum árangri eru að nýta sér kosti skýrsluhaldsins til fullnustu.
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...

Bænder
12. júlí 2024

Bænder

Skammur aðdragandi að sölunni
11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Svín og korn
12. júlí 2024

Svín og korn

Magnað Landsmót 2024
12. júlí 2024

Magnað Landsmót 2024

Gerum okkur dagamun
12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun