Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Á faglegum nótum 28. janúar 2019
Höfundur: Jón Baldur Lorange.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði fjórar reglugerðir í landbúnaði 20. desember sl. sem tóku gildi frá og með 1. janúar 2019.
Um er að ræða regluverk í tengslum við framkvæmd á búvörusamningum milli ríkis og bænda. Reglugerðirnar eru að mestu óbreyttar á milli ára, en þetta eru reglugerðir um almennan stuðning við landbúnað nr. 1260/2018, um stuðning við nautgriparækt nr. 1261/2018, um stuðning við sauðfjárrækt nr. 1262/2018 og um stuðning við garðyrkju nr. 1263/2018. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vann að endurskoðun reglugerðanna í samstarfi við búnaðarstofu Matvælastofnunar og Bændasamtök Íslands.
Þó að ekki hafi verið gerðar grundvallarbreytingar á regluverkinu, þá þurfti að gera ákveðnar breytingar í ljósi reynslunnar og skal gerð grein fyrir helstu breytingum í þessari grein.
Þak sett á tilboð um kaup á greiðslumarki í mjólk
Í reglugerð um stuðning við nautgriparækt er sett þak á það magn sem framleiðandi getur óskað eftir kaupum á. Þakið er 100.000 lítrar á búsnúmer sem framleiðandi getur óskað eftir á hverjum innlausnardegi. Þessi breyting er gerð þar sem tilboð um kaup á greiðslumarki var komið upp úr öllu valdi, og t.a.m. óskaði einn framleiðenda á síðasta ári eftir kaupum á 145 milljónir lítra, það er allt heildargreiðslumark mjólkur í landinu. Úthlutun greiðslumarks sem er í boði hverju sinni er skipt hlutfallslega í samræmi við þann lítrafjölda sem framleiðandi óskaði eftir.
Þá var innlausnardögum fækkað úr fjórum í þrjá. Innlausnardagar eru þá 1. mars, 1. maí og 1. nóvember.
Á síðasta ári var tekið fyrir tilfærslu greiðslumarks milli lögbýla í eigu sama aðila, sem var undanþága frá meginreglu laga um að aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur eru óheimil.
Heildargreiðslumark mjólkur á framleiðsluárinu 2019 verður óbreytt, eða 145 milljónir lítra, og framleiðsluskylda verður áfram 95%.
Í reglugerðinni um stuðning við nautgriparækt eru skilgreiningar á mjólkurkúm og holdakúm gerðar ítarlegri í tengslum við gripagreiðslurnar. Þýðingarmikið er að bændur yfirfari skráningar á stofni og framleiðsluformi í HUPPU, skýrsluhaldskerfinu í nautgriparækt.
Í fjárfestingarstuðningi í nautgriparækt og sauðfjárrækt er tæknibúnaður, sem ekki getur talist fylgifé fasteignar lögum skv., ekki styrkhæfur. Það hefur skapað ákveðna óvissu með hvaða tæknibúnaður er styrkhæfur, og hver ekki, en nú er þetta skýrt í reglugerðinni.
Stuðningsgreiðslum í sauðfjárrækt flýtt
Ráðherra ákvað með setningu nýrrar reglugerðar að fyrsta greiðsla stuðningsgreiðslna yrði um miðjan janúar í stað febrúar áður. Búnaðarstofa mun greiða mánaðargreiðslur fyrir janúar og febrúar, og næsta greiðsla, sem verður einnig tvöföld (mars og nóvember mánaðargreiðsla), verður þá fyrsta virkan dag í marsmánuði. Greiðslan í janúar byggir á bráðabirgðaársáætlun búnaðarstofu, sem verður endurskoðuð fyrir greiðslu í mars. Ársuppgjör stuðningsgreiðslna í sauðfjárrækt fyrir árið 2018 verður síðan að venju í febrúar.
Hvað varðar svæðisbundinn stuðning í sauðfjárrækt þá er bráðabirgðaákvæði um 250 ær fallið úr gildi. Rétthafar stuðnings er þá þeir framleiðendur sem eiga 300 vetrarfóðraðar kindur eða fleiri samkvæmt haustskýrslu 2018. Framleiðendur í Árneshreppi þurfa þó aðeins að eiga 100 vetrarfóðraðar kindur eða fleiri.
Umsóknarfrestur jarðræktarstyrkja og landgreiðslna verður 1. október
Umsóknarfrestur jarðræktarstyrkja og landgreiðslna er færður fram um 3 vikur, eða frá 20. október til 1. október. Þetta er gert til að lengri tími vinnist til úttektarvinnu, sem búnaðarsambönd annast í umboði Matvælastofnunar. Á móti kemur að bændur þurfa að ganga frá umsóknum fyrr.
Ef veðurfar var slæmt undir lok ársins gat reynst erfitt fyrir úttektarfólk að fara í vettvangsheimsóknir á tímabilinu 20. október til 15. nóvember. Heimilt er að vettvangsúttekt fari einungis fram með tilviljunarkenndu úrtaki, óháð umfangi ræktunar. Ef til staðar eru fullnægjandi gervihnattamyndir af umsóttum spildum, sem nægja til úttektar á umsókn, telst það fullgild vettvangsúttekt.
Framkvæmdanefnd búvörusamninga ákvað fyrir áramót að bæta tjón vegna ágangs álfta og gæsa á árinu 2019. Það er í fyrsta skipti sem slíkt verður gert. Fjármunir verða teknir af potti fyrir jarðræktarstyrki. Umhverfisstofnun er hinn faglegi aðili sem leggur mat á úttektarvinnu í tengslum við bæturnar í samvinnu við búnaðarstofu Matvælastofnunar. Ráðherra styrkti reglugerð um almennan stuðning við landbúnað hvað varðar þennan stuðning. Bændur skuli skila inn rafrænni tjónaskýrslu um leið og tjóns verður vart í umsóknarkerfi Matvælastofnunar, þó eigi síðar en 20. október á því ári sem tjón verður. Bætt verður hlutfallslegt tjón á uppskeru vegna ágangs álfta og gæsa.
Þá er rétt að vekja athygli á að nýting kornhálms til uppræktunar jarðvegs í útiræktun grænmetis telst styrkhæf og að ræktun vetraryrkja sem sáð er um mitt sumar og endurræktun túna er tekin út á ræktunarári en ekki uppskeruári eins og áður.
Umsóknarfrestur nýliðunarstuðnings í landbúnaði breytist, færist til 1. september og skal búnaðarstofa svara umsóknum fyrir 1. desember.
Bændur eru hvattir til að kynna sér vel allar reglugerðirnar til að kynna sér alla umsóknarfresti og reglur í tengslum við stuðningsgreiðslurnar. Reglugerðirnar má finna á heimasíðu Matvælastofnunar undir Lög og reglur.
Jón Baldur Lorange,
framkvæmdastjóri búnaðarstofu Matvælastofnunar.
Á faglegum nótum 9. janúar 2023
„Spjallað“ við kýr
Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...
Á faglegum nótum 5. janúar 2023
Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...
Á faglegum nótum 5. janúar 2023
Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...
Á faglegum nótum 3. janúar 2023
Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...
Á faglegum nótum 2. janúar 2023
Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherranefndin heldur utan ...
Á faglegum nótum 30. desember 2022
Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...
Á faglegum nótum 28. desember 2022
Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...
Á faglegum nótum 27. desember 2022
Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...
13. desember 2024
Skilaboð að handan um bein Agnesar og Friðriks
13. desember 2024
Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk
13. desember 2024
Nýtt og glæsilegt fjós í Hólabæ
10. desember 2024
Stórgripaslátrun í níu sláturhúsum
12. desember 2024