Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Munir úr hauskúpum og beini
Líf&Starf 6. maí 2015

Munir úr hauskúpum og beini

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hauskúpur og bein vekja áhuga hjá flestum og varla til sá einstaklingur sem ekki stoppar við slíkt rekist hann á það í náttúrunni. Natural Bones Design hefur hafið framleiðslu á list- og nytjahlutum úr hauskúpum og beinum.

Óskar Sigurbjörnsson á Þorgríms­stöðum hefur haft áhuga á beinum og hauskúpum frá því hann var barn og átti gamaldags bú með leggjum og kjálkum þegar hann var krakki. Í dag rekur hann lítið en vaxandi fyrirtæki sem kallast Natural Bones Design og framleiðir list- og nytjamuni úr beinum og hauskúpum íslenskra hús- og villidýra.

Soðið og sótthreinsað

„Vinnslan felst í því að sjóða allt hold utan og innan úr beinunum, sótthreinsa og búa síðan til alls kyns muni úr þeim. Bein og hauskúpur voru í eina tíð vinsælir skrautmunir en hafa horfið í skuggann síðustu áratugina fyrir plasti og alls kyns glingri að mínu mati.

Persónulega finnst mér bein falleg og ég veit að það finnst fleirum. Ég fór því að prófa mig áfram og vinna með beinin og hauskúpurnar og búa til hluti og skreyta.“

Hefur alltaf safnað hausum

Að sögn Óskars skiptir hreinlæti gríðarlega miklu þegar beinin og kúpurnar eru hreinsaðar. „Ég fæ hausa og bein í sláturhúsi og vinnslan er háð ströngum leyfum. Mest eru þetta hausar af sauðfé og bein úr stórgripum eins og nautgripum og hestum en þar sem ég hef stundað refa- og fuglaveiðar í mörg ár hef ég einnig unnið með bein úr þeim og á talsvert safn.

Síðastliðið sumar leituðu tveir einstaklingar til mín og óskuðu eftir að ég hreinsaði fyrir þá hauskúpur. Viðskiptavinunum hefur fjölgað jafnt og þétt síðan og starfsemin verið að vinda upp á sig.“

Auk þess að vinna muni sjálfur er Óskar í samstarfi við Ljósberann í Reykjanesbæ um framleiðslu á lömpum úr beinum og hann hefur fengið ýmsa listamenn til liðs við sig til að skreyta hauskúpur. Þrír hausar hafa endað í leikhúsi sem leikmunir. „Ég hélt í fyrstu að mínar hugmyndir um hvernig nota má þetta hráefni væru fjölbreytilegar en það er hellingur af fólki með mun frumlegri og ævintýralegri útfærslur en ég.“

Þeir sem hafa áhuga á að skoða myndir af mununum er bent á síðu Natural Bones Design á Facebook.

Skylt efni: Sauðfé | listmunir

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Líf&Starf 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...