Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hann tekur sig vel út, ökumaður traktorsins í sumarblíðunni.
Hann tekur sig vel út, ökumaður traktorsins í sumarblíðunni.
Menning 18. september 2023

Sumarið á Minjasafninu á Bustarfelli

„Sumarið er tíminn“ segir í ljóðinu. Það á við um Minjasafnið á Bustarfelli sem einungis er opið yfir sumarmánuðina.

Starfsemi sumarsins sem er að líða var hefðbundin; opið alla daga vikunnar og boðið upp á leiðsögn um gamla bæinn.

Í byrjun júlí var „Bustarfellsdagurinn“ haldinn hátíðlegur í 31. sinn. Þá lifnar bærinn við þegar fólk gengur í gömlu störfin. Þessi viðburður var hápunktur sumarsins, sem leið hratt með góðu starfsfólki á öllum aldri.

Fastasýning safnsins tekur alltaf einhverjum smábreytingum frá ári til árs og öðrum sýningum er skipt út reglulega. Þjónustuhús Bustarfells heitir „Hjáleigan“. Þar er einnig lítið kaffihús sem býður upp á úrvals bakkelsi, gott kaffi og listaverk á veggjum. Í sumar sýndi listakonan Sigrún Lara Shanko verk sín er bera titilinn „Landslag í draumi“. Við hlið gamla bæjarins er lítið dýragerði þar sem gestir hafa gaman af því að staldra við og klappa dýrunum.

Að sögn gesta sem skrifa svo fallegar umsagnir í gestabókina er Minjasafnið á Bustarfelli „dásamlegt“, kaffihúsið „frábært“ og að „friðsæld ríki í fögrum dal“.

Velkomin í heimsókn næsta sumar!

Skylt efni: söfnin í landinu

Búverk og breyttir tímar
Líf og starf 19. september 2024

Búverk og breyttir tímar

Búverk og breyttir tímar er ný bók eftir Bjarna Guðmundsson, áður prófessor við ...

Tjöldin dregin frá
Líf og starf 18. september 2024

Tjöldin dregin frá

Áhugaleikhúsin fara nú að hefja leikinn enda haustið að skella á. Mikið verður u...

Korkubikarinn féll í hlut nýliðans Kríu
Líf og starf 17. september 2024

Korkubikarinn féll í hlut nýliðans Kríu

Helgina 24.–25. ágúst sl. fór Landskeppni Smalahundafélags Íslands, SFÍ, fram að...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 16. september 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að taka sig taki og gæta þess að velta sér ekki um of upp úr ra...

Nýting hrats og hýðis
Líf og starf 16. september 2024

Nýting hrats og hýðis

Heilmikið fellur til árlega af ávaxta- og grænmetshýði og nú sérstaklega berjahr...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 13. september 2024

Gerum okkur dagamun

Nú eru síðustu hátíðir sumarsins, eða öllu heldur haustsins, að líta dagsins ljó...

Ullarvika á Suðurlandi
Líf og starf 11. september 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi er nú haldin í þriðja sinn. Að Ullarvikunni standa Feldfj...

Sandlóa
Líf og starf 11. september 2024

Sandlóa

Sandlóa er ein af tveimur lóutegundum sem verpa hér. Stóru frænku hennar, heiðló...