Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Hann tekur sig vel út, ökumaður traktorsins í sumarblíðunni.
Hann tekur sig vel út, ökumaður traktorsins í sumarblíðunni.
Menning 18. september 2023

Sumarið á Minjasafninu á Bustarfelli

„Sumarið er tíminn“ segir í ljóðinu. Það á við um Minjasafnið á Bustarfelli sem einungis er opið yfir sumarmánuðina.

Starfsemi sumarsins sem er að líða var hefðbundin; opið alla daga vikunnar og boðið upp á leiðsögn um gamla bæinn.

Í byrjun júlí var „Bustarfellsdagurinn“ haldinn hátíðlegur í 31. sinn. Þá lifnar bærinn við þegar fólk gengur í gömlu störfin. Þessi viðburður var hápunktur sumarsins, sem leið hratt með góðu starfsfólki á öllum aldri.

Fastasýning safnsins tekur alltaf einhverjum smábreytingum frá ári til árs og öðrum sýningum er skipt út reglulega. Þjónustuhús Bustarfells heitir „Hjáleigan“. Þar er einnig lítið kaffihús sem býður upp á úrvals bakkelsi, gott kaffi og listaverk á veggjum. Í sumar sýndi listakonan Sigrún Lara Shanko verk sín er bera titilinn „Landslag í draumi“. Við hlið gamla bæjarins er lítið dýragerði þar sem gestir hafa gaman af því að staldra við og klappa dýrunum.

Að sögn gesta sem skrifa svo fallegar umsagnir í gestabókina er Minjasafnið á Bustarfelli „dásamlegt“, kaffihúsið „frábært“ og að „friðsæld ríki í fögrum dal“.

Velkomin í heimsókn næsta sumar!

Skylt efni: söfnin í landinu

Auðugri framtíðarsýn Dalabyggðar
Líf og starf 1. mars 2024

Auðugri framtíðarsýn Dalabyggðar

Eins og áður hefur verið kynnt hafa alls 14 byggðarlög hérlendis tekið þátt í ve...

Fagleg og fræðandi afmælissýning
Líf og starf 26. febrúar 2024

Fagleg og fræðandi afmælissýning

Hálfrar aldar afmæli Félags tamningamanna var haldið hátíðlegt þann 17. febrúar ...

Bændur ræddu málin í borginni
Líf og starf 26. febrúar 2024

Bændur ræddu málin í borginni

Hátt í tvö hundruð bændur voru saman komnir á Hilton Reykjavík Nordica þann 12. ...

Stjörnuspá 22. febrúar - 7. mars
Líf og starf 22. febrúar 2024

Stjörnuspá 22. febrúar - 7. mars

Vatnsberinn tekur nú fyrstu skref í því sem mun hafa afar mikil áhrif á líf hans...

Teista
Líf og starf 21. febrúar 2024

Teista

Teista er meðalstór svartfugl sem finnst víða meðfram ströndinni allt árið um kr...

Stjörnuspá 8. febrúar - 22. febrúar
Líf og starf 20. febrúar 2024

Stjörnuspá 8. febrúar - 22. febrúar

Vatnsberinn er óvenju bjartsýnn á komandi vikur og hefur í kollinum hugmyndir að...

Hvanneyrar-pistlar
Líf og starf 19. febrúar 2024

Hvanneyrar-pistlar

Hvanneyri í Borgarfirði er vel þekktur skólastaður. Að stofni til byggðarhverfi ...

Hrútspungar og heimagerð BBQ-sósa
Líf og starf 16. febrúar 2024

Hrútspungar og heimagerð BBQ-sósa

Einn af meginþáttum þorra er neysla hefðbundinna íslenskra matvæla sem kallast þ...