Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gleðigangan í Reykjavík, gengið niður Skólavörðustíginn.
Gleðigangan í Reykjavík, gengið niður Skólavörðustíginn.
Mynd / Ragnar Th / Höfuðborgarstofa
Menning 12. júní 2023

Sól í hjarta, sól í sinni

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nú þegar dagarnir hafa einkennst aðeins of lengi af gráma og rigningu gefur hver sólarglæta von um heitt og sólríkt sumar. Með það í huga er gott að rýna í dagskrá sumarsins og hlakka til betri tíðar.

Að venju eru sólstöðuhátíðir víðs vegar um landið og einhverjir velta sér í dögginni um Jónsmessuna. Bíladagar á Akureyri kitla aðra, þrjátíu ára afmæli Humarhátíðarinnar á Höfn ætti að verða lengi í manna minnum, Color Run hlaupið gleður marga – a.m.k. ef ekki rignir – og svo auðvitað hátíðir verslunar- mannahelgarinnar í bland við allar þær tónlistarhátíðir, Danska eða Franska daga, vökur og þess háttar sem fyrirfinnast.

Eitthvað er um réttindagöngur á borð við Druslugönguna í Reykjavík sem verður í ár haldin þann 23. júlí nk. Stendur Druslugangan fyrir því að færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum yfir á gerendur.

Gleðigangan er önnur vel þekkt og vel sótt réttinda- ganga hinsegin fólks, kröfuganga sem kallar eftir jafnrétti, vitundarvakningu og útrýmingu mismununar, en einnig til að fagna því sem hefur unnist í baráttunni. Er hún haldin í borgum víðs vegar um heim, þó ekki alltaf á sama tíma.

Á Íslandi hefur hún verið gengin í Reykjavík í ágústmánuði frá árinu 2000 sem hluti af Hinsegin dögum sem haldnir eru á sama tíma. Gleðigangan er að jafnaði gengin fyrsta laugardag eftir frídag verslunarmanna og upplagt að taka þátt í henni.

HÉR er svo örlítið yfirlit þess sem helst er á döfinni í júnímánuði hérlendis. Júlí og ágúst verða eðlilega næstir á dagskrá er líða tekur á sumarið og reynum við að fjalla um það helsta sem er á döfinni þá mánuði.

Þeir sem hafa upplýsingar um skemmtanir eða hátíðarhöld sem þeir vilja deila með öðrum mega hafa samband á netfangið sigrunpeturs@bondi.is.

Skylt efni: Hátíðir sumarsins

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...