Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Frá Náttúrubarnaskólanum sem er safnfræðsla Sauðfjárseturs á Ströndum.
Frá Náttúrubarnaskólanum sem er safnfræðsla Sauðfjárseturs á Ströndum.
Mynd / Aðsend
Menning 4. mars 2024

Söfn fyrir öll

Höfundur: Dagný Ósk Jónsdóttir, verkefnisstjóri FÍSOS

Á Íslandi er að finna mikinn fjölda safna, setra og sýninga, og er óhætt að segja að viðfangsefni þeirra og nálganir séu svo ólíkar að öll geti fundið eitthvað sem vekur áhuga.

Þá eru þau einnig vel dreifð um landið og öruggt að fullyrða að fólk er sjaldan meira en klukkustund frá næsta safni og oft er raunar mun styttra. Í safnaflórunni á Íslandi má finna náttúruminja-, lista- og minjasöfn. Hlutverk safna er að safna munum, skrá þá og varðveita fyrir komandi kynslóðir, rannsaka og miðla til almennings alls. Stór hluti safnastarfs fer fram bak við tjöldin, en miðlunin er sýnilegi hluti starfsins.

Miðlunin felst meðal annars í sýningargerð og sýningahaldi, miðlun með sýningatextum, pistlum, greinum og bókum, safnfræðslu og fjölbreyttu viðburðahaldi. Söfn hafa þann eiginleika að hægt er að setja efniviðinn fram á fjölbreyttan, áhugaverðan og skapandi hátt og ná þannig til ólíkra hópa.

Í safnfræðslunni er sjónum sérstaklega beint að börnum og söfn víða um land taka á móti skólahópum. Það að heimsækja safn getur auðgað kennslu. Í dag er lögð aukin áhersla á skapandi starf, samþættingu námsgreina og að nemendur séu virkir í þekkingaröflun sinni.

Allt rímar þetta vel við það starf sem fram fer á söfnum. Það er auðvitað skemmtilegt uppbrot að heimsækja safn og skoða það sem þar er að finna og það getur gefið nemendum tækifæri til að sjá og upplifa það sem verið er að stúdera hverju sinni. Á landsbyggðinni er saga byggðarinnar oft sögð á söfnum, hvort sem það er listasaga, jarðfræði og náttúrusaga eða saga og þjóðfræði. Þegar krakkar heimsækja söfn læra þau því oft um leið um umhverfi sitt.

Á söfnum vinna oft sérfræðingar í safnkennslu, sem hafa útbúið fræðsluefni fyrir skólahópa, en það er þó líka hægt að heimsækja söfn á öðrum forsendum og nýta þau á annan hátt. Til dæmis er hægt að vinna áfram margvísleg þemaverkefni út frá safnaheimsóknum.

Við hvetjum kennara og skóla eindregið til að nýta sér safnið í sínu nágrenni!

Skylt efni: söfnin í landinu

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...