Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Miðnætursólin í Ásbyrgi í allri sinni dýrð.
Miðnætursólin í Ásbyrgi í allri sinni dýrð.
Mynd / Markaðsstofa Norðurlands
Menning 14. júní 2023

Hátíð töfra og sumarsólar

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Miðsumarshátíð norrænna manna, Jónsmessan, fagnar sumarsólstöðum, birtu og yl. Sumarsólstaðir, eða lengsti sólargangur ársins, er þó 21. júní en Jónsmessan haldin þann 24. júní, sex mánuðum fyrir aðfangadag vegna tengingar hennar við kristni.

Er nafn Jónsmessunnar dregið af nafni Jóhannesar skírara og þýðir í raun messa Jóhannesar, en eins og við tengjum við hana í dag fyllt náttúrutöfrum og kyrrð, hátíð sumars, sólar og birtu. Hún hefur ætíð haft á sér ævintýralegan blæ, en aðfaranótt Jónsmessunætur er þekkt sem ein fjögurra nátta ársins sem magnaðastar þykja hvað varðar töfra á einhvern hátt.

Hinar eru jóla-, nýárs- og þrettándanótt. Þær eiga það sameiginlegt að vera í nánd við sólhvörf, sumars eða vetrar og á þeim flestum rætast draumar, dýr tala og allir yfirskilvitlegir hæfileikar og máttar koma í ljós, fólki til gleði eða ama auk þess sem óskasteinar, lausnarsteinar, draumagras, lásagras og huliðssteinar tala til hjörtu trúaðra á Jónsmessunni.

Það er að minnsta kosti víst að þessa messutöfra ættu menn að njóta til fulls, að minnsta kosti innra með sér.

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...