Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Yfirlitsmyndin frá gamla vitanum yfir safnasvæðið.
Yfirlitsmyndin frá gamla vitanum yfir safnasvæðið.
Mynd / Hilmar Bragi Bárðarson
Menning 10. maí 2023

Falin perla á Garðskaga

Höfundur: Margrét I. Ásgeirsdóttir, forstöðukona safna í Suðurnesjabæ.

Byggðasafnið á Garðskaga er staðsett á fallegu safnasvæði við Garðskagavita í Suðurnesjabæ, þar sem víðsýni er til allra átta, fjölbreytt fuglalíf, hafið í sinni síbreytilegu mynd og gönguleiðir með sjónum.

Byggðasafnið varðveitir og segir sögu atvinnu- og mannlífs á Suðurnesjum. Safnið er til húsa í fyrrum hlöðu og fjósi vitavarðar á Garðskaga en viðbygging er frá 2005. Menningarminjar er víða að finna í Suðurnesjabæ, m.a. Skagagarðurinn frá 10. öld, á Rosmhvalanesi, sem er gamalt nafn yfir þetta svæði. Vélbáturinn Hólmsteinn GK20, 43 tonna trébátur, stendur við safnið. Vélasafn Guðna Ingimundarsonar og GMC trukkurinn hans hafa mikið aðdráttarafl. Vélasafnið er einstakt og samanstendur af 60 vélum, m.a. gufuvél, sem notaðar voru til sjós og lands, uppgerðum af Guðna og flestar gangfærar.

Við hátíðleg tækifæri eru sumar vélarnar gangsettar t.d. 1948 Red Wing Thorobred KK. Trébáturinn Fram, súðbyrtur sexæringur með Engeyjarlagi, smíðaður 1887, er varðveittur á safninu. Súðbyrðingar komust á skrá UNESCO í desember 2021, yfir óáþreifanlegan menningararf. Tveir traktorar eru á safninu, Ferguson árg. 1951 og Farmall Cub árg. 1953. Nýlega var opnuð safnverzlun og móttaka með innréttingum úr Verzlun Þorláks Benediktssonar sem rak verslun að Akurhúsum í Garði frá 1921-1972. Í sama rými er ,,Verzlun barnanna“ þar sem börn geta leikið kaupmenn. Fjósakötturinn skaust á sínum tíma yfir blauta steypu á hlöðugólfinu og sjást greinileg loppuspor, sem við teljum nú gestum trú um að séu eftir hinn séríslenska jólakött.

Á safninu eru varðveitt líkön af 14 gömlum húsum úr Sandgerði frá því fyrir 1940 sem Sigurður H. Guðjónsson byggingameistari, Siggi í Báru, smíðaði svo listilega. Örsýningar um ýmis efni eru settar upp reglulega. Munir í varðveislu safnsins eru skráðir í Sarp. is, menningarsögulegt gagnasafn, sem opið er almenningi og einnig ljósmyndasafn sem fer stækkandi.

Fimm vitar eru í Suðurnesjabæ og tveir af þeim eru yst á Garðskaga. Annars vegar er það gamli vitinn, byggður 1897, og hins vegar er það „lýðveldisvitinn“, hæsti viti Íslands, sem var vígður 1944 og stendur á flötinni gegnt byggðasafninu.

Kort af Reykjanesi er við innganginn á safnið þar sem ferðamenn geta kynnt sér þá fjölmörgu staði sem forvitnilegt er að heimsækja í Suðurnesjabæ og á Reykjanesi.

Opið er alla daga kl. 10-17 frá maí til september. Hægt er að panta heimsóknir frá okt. til apríl.

Facebook-síða safnsins er mjög virk og hægt að fylgjast þar með viðburðum og fréttum.

Frítt er fyrir alla gesti inn á Byggðasafnið á Garðskaga.

Skylt efni: söfnin í landinu

Femínískur krosssaumur
Líf og starf 20. júní 2024

Femínískur krosssaumur

Bjargey Anna Guðbrandsdóttir hefur vakið athygli með litlum útsaumsverkum þar se...

Grilluð lambaspjót
Líf og starf 20. júní 2024

Grilluð lambaspjót

Smellum í einfaldan lambarétt sem hentar vel á grillið hvort sem er heima eða í ...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 18. júní 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur verið óvanalega ánægður með sjálfan sig undanfarið og öruggur ...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 14. júní 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Nýr listrænn stjórnandi
Líf og starf 11. júní 2024

Nýr listrænn stjórnandi

Celia Harrison er nýr listrænn stjórnandi Skaftfells, listamið-stöðvar Austurlan...

Hrossagaukur
Líf og starf 11. júní 2024

Hrossagaukur

Hrossagaukur er meðalstór og nokkuð algengur vaðfugl. Það er áætlað að hér séu y...

Geitur til gleði og nytja
Líf og starf 10. júní 2024

Geitur til gleði og nytja

Á Lynghóli í Skriðdal er myndarbýli með um 350 fjár, 80 geitum og 60 nautum. Þeg...

Þörungar, þang og þari
Líf og starf 10. júní 2024

Þörungar, þang og þari

Aukin vakning hefur verið undanfarin ár í vinnslu heilsuafurða úr þörungum, þar ...