Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Karrí-núðlusúpa og grilluð ferskja
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 23. ágúst 2018

Karrí-núðlusúpa og grilluð ferskja

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Curry Laksa (Curry Mee) er dýrindis sterk karrí-núðlusúpa með ýmsum bragðtegundum. 
 
Það eru ýmsar kenningar til um uppruna þessa réttar. Í Indónesíu er talið að hann hafi komið frá  kínverskum strandsvæðum og blöndu tveggja menningarheima; kínverskra kaupmanna og staðbundinna matreiðsluaðferða. 
 
Rétturinn er kunnur í Malasíu, Indónesíu og Singapúr og innheldur oftast Laksa-núðlur – eða hrísgrjóna vermicelli-núðlur – kókosmjólk og karrí.
 
Curry Laksa (Curry Mee) 
 • 1/3 bolli jurtaolía (80 ml)
 • 2 beinlausar kjúklingabringur (skinnið tekið af)
 • 120 g bauna pírur
 • 170g hrírgrjónanúðlur eða þurrkaðar gular núðlur (225g)
 • 225  hráar tígrisrækjur (hreinsaðar og skelflettar)
 • 1 dós kókosmjólk (400 ml)
 • 100 g tófu (má sleppa)
 • Salt eftir smekk.
 
Laksa kryddmauk (hægt að kaupa tilbúið í Asíubúðum)
 • 5 litlir laukar skrældir og skornir til helminga)
 • 3 rif hvítlaukur (skræld og skorin til helminga)
 • 3 þurrkaðir chili (með eða án fræja, þeir eru látnir liggja í bleyti í heitu vatni til að mýkjast)
 • 1 sítrónugras (lemmongras) (skorið í þunnar sneiðar eða hringi)
 • 1½ biti engifer (skrælt og skorið í þykkar sneiðar)
 • ½ bolli karríduft (50 g)
 
Skreyting fyrir framreiðslu
 • ½ agúrka (skorin í fína strimla)
 • 3 til 4 greinar myntulauf (stönglarnir fjarlægðir)
 • 1 lime (sem búið er að skera  í báta)
 • chili-mauk eftir smekk
Leiðbeiningar:
Blandið öllu kryddmaukshráefninu saman með ¼ bolla (60 ml) af vatni og sjóðið þar til hægt er að vinna það saman í mjúkt mauk. Hellið blöndunni í skál. Blandið með karrídufti til að mynda þykkt mauk.
 
Svo fyrir súpuna, setjið græn­metisolíu í potti yfir miðlungs hita. Steikið kryddið þangað til það er ilmandi – eða í um fimm mínútur. Bætið við kjúklingabringum í sneiðum og eldið þar til þær eru ekki lengur glærar í miðjunni, í um þrjár mínútur.
 
Hellið sex bollum (1,4 lítrum) af vatni saman við. Ef einhver á pandan-lauf úr asískum búðum má bæta því hér við, en það er ekki nauðsynlegt. Setjið lok á og látið súpuna sjóða. Lækkið hitann og látið malla í 20 mínútur.
 
Í öðrum potti undirbúið þið meðlætið.
 
Kryddið vatn með salti og snöggsjóðið baunaspírur í 20 sekúndur. Takið úr með sigti eða gataspaða.
 
Snöggsjóðið núðlur (eða þurrkuð vermicelli-hrísgrjón) í 2 mínútur. Takið úr með sigti eða gataspaða.
 
Takið kjúklingabringur úr súpunni með töng eða gataspaða. Þegar þær hafa aðeins kólnað, rífið kjötið niður í bita.
 
Setjið rækjurnar í súpuna, eldið í um þrjár til fjórar mínútur þar til rækjurnar krullast upp og verða bleikar. Fjarlægið úr súpunni og setjið til hliðar.
 
Hellið kókosmjólk í súpuna. Bætið tófu við og kryddið með salti. Bætið meðlætinu út í skálina, núðlum, baunaspírum, rifnum kjúklingi og rækjum. Hellið súpunni yfir núðlurnar. Skreytið með gúrku og myntulaufum.
 
Berið strax fram með steiktu chili-mauki og lime-bátum.
 
 
Grillað ferskju-melba með íslenskum hindberjum 
Peach Melba (franska: Pêche Melba, er frægur eftirréttur og samanstendur af grillaðri eða bakaðri ferskju með hindberjasósu og vanilluís. Diskurinn var fundinn upp árið 1892 af franska kokkinum Auguste Escoffier á Savoy-hótelinu í London til að heiðra sópransöngvarann Nellie Melba. 
 
Þessi eftirréttur – sem hægt er að gera á nokkrum mínútum – er fullkominn þau sumarkvöld þegar sólin lætur sjá sig.
 
Til að búa til hindberjasósuna skaltu setja hindber, sykur og sítrónusafa í skál eða matvinnsluvél. Þú getur líka marið þetta í skál með spaða. 
 
Setjið sigti yfir hreina skál og nuddið maukinu í gegnum sigtið svo að hindberjasteinarnir fari ekki með, en þeir eru ekki hættulegir þannig að það er allt í lagi þó þeir fari með. Smakkið til og bætið við meiri sykri ef þörf krefur. Geymið í kæli.
 
Fyrir ferskjurnar: Hitið grillið eins mikið og hægt er. Setjið álpappír yfir grillplötuna svo ferskjurnar festist ekki við. Skerið ferskjurnar í tvennt og fjarlægið steinana.
 
Raðið ferskjuhelmingunum á grillflötinn, opnu hliðina upp. Stráið sykri eða hunangi yfir ferskjuhelmingana.
 
Grillið þar til sykurinn er orðinn að karamellu.
 
Færið upp á disk, bætið við ís og miklu af hindberjamauki. Skreytið með fersku hindberjunum.
 
Hryggur um páskana
Matarkrókurinn 26. mars 2024

Hryggur um páskana

Það er nánast samofið páskunum að borða lambakjöt af einhverju tagi. Læri, hrygg...

Rasmus og Sven gera bollur
Matarkrókurinn 18. mars 2024

Rasmus og Sven gera bollur

Hakkréttir eru fín leið til að metta marga og vinsæll valkostur á heimilum lands...

Tvistað við ofurstann
Matarkrókurinn 4. mars 2024

Tvistað við ofurstann

Djúpsteiktur kjúklingur, sem flestir þekkja í gegnum ofursta nokkurn frá Kentuck...

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur
Matarkrókurinn 19. febrúar 2024

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur

Hvernig passar blaðlaukur, reykt ýsa og kartöflur saman? Jú barasta prýðilega, t...

Boli & brokkólí
Matarkrókurinn 31. janúar 2024

Boli & brokkólí

Nautakjöt og brokkólí er klassískur asísk-amerískur réttur sem á sennilega ættir...

Mátulega hátíðlegur ís
Matarkrókurinn 21. desember 2023

Mátulega hátíðlegur ís

Það er nær ómögulegt að fá alvöru rjómaís út úr búð á Íslandi og hvað þá úti í í...

Reykt ýsa
Matarkrókurinn 13. desember 2023

Reykt ýsa

Skammdegið með sínum kulda og myrkri kallar á ögn þyngri mat en annar tími ársin...

Buff í brúnni
Matarkrókurinn 23. nóvember 2023

Buff í brúnni

Kíló fyrir kíló og krónu fyrir krónu er nautahakkið sennilega fjölbreyttasta pró...