Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Grilluð harissa-kjúklingalæri
Matarkrókurinn 4. júlí 2023

Grilluð harissa-kjúklingalæri

Höfundur: Hafliði Halldórsson

Öllum þykir grillmatur góður, eða svona næstum því, og svo sannarlega grilla Íslendingar allt mögulegt, hvort sem sólin skín eða hitastigið nær langþráðri tveggja stafa tölu.

Erum eflaust að rúlla upp gömlu góðu höfðatölukeppninni í grilldeildinni. Núna smellum við kjúklingalærum á grillið, kjúklingalæri eru safarík og góð og best finnst mér að elda þau á beininu, og að sjálfsögðu vel ég íslenskan kjúkling og les vandlega smáa letrið á umbúðunum til að kaupa ekki köttinn í sekknum. Sem því miður er allt of auðvelt.

Lærin eru krydduð með blöndu af harissa og fleiri kryddum sem flestir tengja við norður-afríska og Mið-Austurlandamatargerð. Íslenskt perlubygg og brakandi ferskt grænmeti og kryddjurtir eiga síðan afskaplega vel við með vel krydduðum kjúklingnum og ferskri jógúrtsósu.

Sannarlega sumarlegur réttur sem nýtur sín vel á sólríkum júnídegi, bestur borðaður á pallinum í góðum félagsskap.

Algengasta spurningin sem ég fæ um eldunartíma á grilli er hvort eigi að grilla tiltekinn bita eða hráefni svo eða svo lengi á hvorri hlið? Í sannleika sagt þá er ekki til svar við spurningunni.

Því það er svo mörgu ósvarað um aðstæður á nákvæmlega ykkar grilli, stað og stund. Til dæmis hitastigi grillsins, útihitastigi, hvort vindkæling hafi sín áhrif, svo ekki sé minnst á þykkt og þyngd hráefna.

Þess vegna er lykilatriði við eldun að notast við kjöthitamæli. Með því að fylgjast með hitastiginu vinnst þrennt. Fyrst að útkoman verði í samræmi við væntingar og maturinn verði safaríkur og bragðgóður. Í öðru lagi er hreinn sparnaður í því að nota kjöthitamæli og passa að gott og dýrt hráefni skemmist ekki, ofeldist og þorni. Í þriðja lagi er öryggi í því að tryggja að viðkvæm hráefni séu nægjanlega elduð, en það vill enginn borða hráan kjúkling svo dæmi sé tekið. Og minnst á öryggið, það er gríðarlega mikilvægt að passa hreinlætið og grillið sjálft á að vera jafn hreint og þið viljið hafa eldhúsið ykkar og þau áhöld sem þar eru notuð.

Uppskriftin er einföld og aðgengileg, meðlætið og sósuna má t.d. undirbúa einum eða tveimur dögum áður og eiga tilbúið í ísskápnum. Til viðbótar má svo auðvitað bæta við fersku salati, eða grilluðu flatbrauði.

Grilluð harissa-kjúklingalæri

4 heil kjúklingalæri
1 tsk. mulið Harissa chili (má nota venjulegt chiliduft) 2 tsk. mulið sumac
2 tsk. mulið broddkúmen
2 tsk. paprikuduft

1 tsk. salt
1 tsk. nýmulinn svartur pipar

Blandið Harissa, sumac, broddkúmen, paprikudufti og svörtum pipar vel og nuddið á kjúklinginn 1–2 klst. áður en þið byrjið að grilla. Ekki verra að gefa enn lengri tíma, til dæmis að geyma yfir nótt í kæli. Skvettið ögn af olíu á lærin, saltið og grillið á meðalheitu grilli þar til kjúklingurinn nær 70°C kjarnhita.

Perlubyggsalat með fennel og grilluðum kúrbít.

150 g perlubygg frá Móður Jörð í Vallanesi
1 laukur
3-4 hvítlauksrif
2-3 stilkar garðablóðberg
1⁄2 fennel
1/2 kúrbítur
3 msk. ólífuolía
1-2 msk. saxað kóríander
1 msk. söxuð steinselja
3-4 döðlur, rifnar í bita salt

Setjið bygg í pott með 1-2 hvítlauksrifjum og garðablóðbergi. Bætið við vatni, saltið og sjóðið í um 10 mínútur, eða þar til byggið er gegnsoðið. Sigtið og setjið í skál og til hliðar. Skrælið og saxið lauk í grófa teninga, merjið hvítlaukinn og saxið fínt. Saxið fennel gróft. Hitið pönnu á meðalhita og svitið lauk, hvítlauk og fennel í olíunni þar til verður mjúkt. Blandið í byggið ásamt kryddjurtum og döðlum.

Skerið kúrbítinn í þunnar sneiðar, saltið og penslið með olíu og grillið vandlega á báðum hliðum, bætið í salatið og smakkið til með salti og ögn af eplaediki eða sítrónusafa.

Salatið geymist vel í kæli í nokkra daga í loftþéttu íláti.

Reykt svín og remúlaði
Matarkrókurinn 6. júní 2024

Reykt svín og remúlaði

Munurinn á heitreyktum og kaldreyktum mat er heilmikill.

Eitthvað ofan á brauð
Matarkrókurinn 10. maí 2024

Eitthvað ofan á brauð

Ef smjör er ekki eitt af sjö undrum veraldar þá hlýtur það að vera númer átta. N...

Hryggur um páskana
Matarkrókurinn 26. mars 2024

Hryggur um páskana

Það er nánast samofið páskunum að borða lambakjöt af einhverju tagi. Læri, hrygg...

Rasmus og Sven gera bollur
Matarkrókurinn 18. mars 2024

Rasmus og Sven gera bollur

Hakkréttir eru fín leið til að metta marga og vinsæll valkostur á heimilum lands...

Tvistað við ofurstann
Matarkrókurinn 4. mars 2024

Tvistað við ofurstann

Djúpsteiktur kjúklingur, sem flestir þekkja í gegnum ofursta nokkurn frá Kentuck...

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur
Matarkrókurinn 19. febrúar 2024

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur

Hvernig passar blaðlaukur, reykt ýsa og kartöflur saman? Jú barasta prýðilega, t...

Boli & brokkólí
Matarkrókurinn 31. janúar 2024

Boli & brokkólí

Nautakjöt og brokkólí er klassískur asísk-amerískur réttur sem á sennilega ættir...

Mátulega hátíðlegur ís
Matarkrókurinn 21. desember 2023

Mátulega hátíðlegur ís

Það er nær ómögulegt að fá alvöru rjómaís út úr búð á Íslandi og hvað þá úti í í...