Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Embla Líf Hallsdóttir.
Embla Líf Hallsdóttir.
Mynd / UMFÍ
Líf og starf 2. febrúar 2022

Vettvangur fyrir raddir ungs fólks

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ungmennaráð ungmenna­fél­ag­anna um allt land eru samansett af ungu fólki á aldrinum 16 til 25 ára. Auk ráðanna er starfandi Ungmennaráð UMFÍ. Embla Líf Hallsdóttir verður líklega næsti formaður Ungmennaráðs Ungmennafélags Íslands.

Embla er á tuttugasta og fyrsta ári og búsett í Mosfellsbæ en leggur stund á viðskiptafræði með áherslu á verkefnastjórnun við Háskólann á Bifröst.

Embla Líf í pontu á ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði.

Ótrúlega skemmtilegt starf

„Ég var 17 ára þegar ég fór á fyrstu ráðstefnuna hjá UMFÍ fyrir hönd ungmennaráðs Mosfellsbæjar. Það var ótrúlega gaman á ráðstefnunni og þar kynntist ég mörgu góðu fólki og þar á meðal bestu vinkonu minni og ég hef starfað innan félagsins síðan þá.

Fljótlega eftir ráðstefnuna sá ég auglýst eftir fólki í ungmennaráð UMFÍ og ég bauð mig strax fram.“

Ekkert um okkur án okkar

Stærsti viðburðurinn sem ung­mennaráð UMFÍ stendur fyrir er ráðstefna sem kallast Ungt fólk og lýðræði og er haldin einu sinni á ári. „Ráðstefnan er stór og hefur oft staðið í þrjá daga og á hana mætir ungt fólk alls staðar að af á landinu til að ræða ákveðið málefni sem er á döfinni á þeim tíma. Við höfum oft fengið til okkar stjórnmálamenn á ráðstefnuna til að ræða við og svara spurningum okkar.

Markmiðið með ráðstefnunum er að vera vettvangur fyrir raddir ungs fólks, að fá fólk almennt til að átta sig á að um ungt fólk gildir hugmyndin; ekkert um okkur án okkar.

Á síðustu ráðstefnu tókum við fyrir Lýðræðisleg áhrif – Hvar, hvenær og hvernig getur ungt fólk haft áhrif?“

Stefnt á ráðstefnu í haust

Embla segist hafa boðið sig fram sem næsti formaður ungmennaráðs UMFÍ og vonast til að fá kosningu.
„Við stefnum að því að vera með ráðstefnu næsta haust ef aðstæður leyfa og án þess að nokkuð hafi verið ákveðið eru komnar nokkrar hugmyndir sem verið er að skoða.“

Þegar Embla er spurnð hvernig henni finnist samfélagið hlusta á hugmyndir og raddir ungs fólks segir hún slíkt hafa aukist. „Oft hefur það verið þannig að ungt fólk hefur verið notað sem glansmynd við hliðina á stjórnmálamönnum á tyllidögum svo þeir geti sagt að þeir hafi talað við okkur en síðan ekkert gerst í framhaldinu. Svo betur fer tel ég að þetta sé að skána því raddir unga fólksins eru alltaf að verða meira áberandi.“

Góður vettvangur til að kynnast

Embla segir að starf innan UMFÍ sé bæði góður og skemmtilegur vettvangur til að kynnast fólki sem er á sömu línu og það sjálft. „Liðsheildin innan UMFÍ er sterk og allir að vinna að sama markmiði og andrúmsloftið mjög gott.

Auk stóru ráðstefnunnar hafa ungmennaráðin staðið fyrir viðburðum eins og Skemmti­sólarhring þar sem við höfum komið saman og farið eitthvert út á land og gist eina nótt og gert eitthvað skemmtilegt en því miður hefur Covid sett þar strik í reikninginn. Annað sem einnig er mjög skemmtilegt og kallast Samtal ungmennaráða felst í því að ungmennaráðin koma saman og deila hugmyndum um starfið í framtíðinni.“

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 13. september 2024

Gerum okkur dagamun

Nú eru síðustu hátíðir sumarsins, eða öllu heldur haustsins, að líta dagsins ljó...

Ullarvika á Suðurlandi
Líf og starf 11. september 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi er nú haldin í þriðja sinn. Að Ullarvikunni standa Feldfj...

Sandlóa
Líf og starf 11. september 2024

Sandlóa

Sandlóa er ein af tveimur lóutegundum sem verpa hér. Stóru frænku hennar, heiðló...

Berjaflóra Íslendinga
Líf og starf 10. september 2024

Berjaflóra Íslendinga

Ber eru nú í óðaönn að stinga upp kollinum og alltaf notalegt að fara eins og ei...

Brögðóttur Aðalsteinn
Líf og starf 10. september 2024

Brögðóttur Aðalsteinn

Briddssveitir Infocapital og Hótel Norðurljósa tókust á í höfuðstöðvum Bridgesam...

Sveppir fyrir húð, hár og heilsu
Líf og starf 9. september 2024

Sveppir fyrir húð, hár og heilsu

Nú þykir einhverjum fyrirsögnin sérkennileg, enda ef við hugsum okkur húð- eða h...

Að brúka bekki
Líf og starf 9. september 2024

Að brúka bekki

Nýverið kortlagði Vestmannaeyjabær tvær gönguleiðir þar sem tryggt er að ekki sé...

„Við vorum ekki Akureyringar“
Líf og starf 6. september 2024

„Við vorum ekki Akureyringar“

Rit Sögufélags Eyfirðinga, Súlur, er komið út og færir fjölbreytt efni að venju ...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Bændur selja Búsæld
13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun