Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tvímennt í hverju rúmi
Líf og starf 8. desember 2022

Tvímennt í hverju rúmi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Guðni Ágústsson ólst upp í Flóanum upp úr miðri síðustu öld í sextán systkina hópi og með annan fótinn í fornum tíma. Í bókinni Guðni – Flói bernsku minnar sest hann upp í bíl og býður lesandanum í ferð á vit æskustöðvanna í fortíð og nútíð.

Guðni segir að í bókinni sé að finna sögu sveitanna og sögu sveitarinnar þar sem hann ólst upp í sjötíu ár og saga fólksins. „Í bókinni segi ég frá því merkilega fólki sem gerði Ísland að því sem það er í dag. Þarna er að finna karaktera sem eru fram úr hófi merkilegir og kunnu að svara fyrir sig. Sögur af mörgum litríkum persónum og atburðum.“

Guðjón Ragnar Jónsson skrásetur sögurnar eftir Guðna, sem segir að sér sé tamt að tala og segja sögur.

Saga fólksins í sveitinni

„Það koma margar persónur fram í bókinni og þar á meðal Bobby Fischer sem ég tel orðið sveitunga minn, enda liggur hann í kirkjugarði sveitarinnar. Sjálfur lít ég á bókina sem bók sveitamanna og tel að hver sá sem les sögurnar muni þekkja marga karakterana úr sinni sveit.
Fólkið sem sagt er frá var hvorki menntað né langskólagengið og í mesta lagi fengið kennslu í farskóla og barnaskóla en þrátt fyrir það gríðarlega öflugir einstaklingar sem til eru skemmtilegar sögur af.“

Huldukonan á Brúnastöðum

Bókin segir einnig frá lífinu á Brúnastöðum, æskuheimili Guðna. „Ég segi mikið frá móður minni sem var kölluð huldukonan en það hefur ekki verið gert áður.

Faðir minn var þingmaður og áberandi en móðir mín lítið fyrir sviðsljósið og það fór lítið fyrir henni á mannamótum. Hún átti sextán börn á tuttugu og einu ári og mikill skörungur á sinn hægláta hátt.

Í bókinni er að finna teikningu Sigmund, sem teiknaði lengi skopmyndir fyrir Morgunblaðið, af æskuheimili mínu, 70 fermetra, þar sem tvímennt er í hverju rúmi.“

Lifandi lýsingar

Í frásögnum Guðna má greina einlægni og jafnvel söknuð eftir veröld sem var, þegar hugur var í mönnum og sveitirnar að styrkjast en á sama tíma er glettnin aldrei langt undan. Í bókinni, sem er bæði fróðleg og skemmtileg lesning, er að finna sögur af föngum af Litla-Hrauni sem sluppu út, af skemmtilegum atburðum og mönnum eins og Kristni í Halakoti og Sigga á Neistastöðum.

Skylt efni: Bækur | bókaútgáfa

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...