Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Keppendur SS í fagkeppninni. Frá vinstri: Jónas Pálmar Björnsson verkstjóri, Benedikt Benediktsson framleiðslustjóri, Oddur Árnason fagmálastjóri, Bjarki Sigurjónsson verkstjóri, Björgvin Bjarnason, gæðastjóri Reykjagarðs, Steinar Þórarinsson verkstjóri.
Keppendur SS í fagkeppninni. Frá vinstri: Jónas Pálmar Björnsson verkstjóri, Benedikt Benediktsson framleiðslustjóri, Oddur Árnason fagmálastjóri, Bjarki Sigurjónsson verkstjóri, Björgvin Bjarnason, gæðastjóri Reykjagarðs, Steinar Þórarinsson verkstjóri.
Mynd / Björk Guðbrandsdóttir
Líf og starf 3. apríl 2018

Sigursælir kjötiðnaðarmenn hjá SS

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Kjötiðnaðarmenn SS sýndu frábæra frammistöðu í fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna og besta skinka Íslands 2018 sem fór nýlega fram. 
 
Oddur Árnason, fagmálastjóri SS, varð kjötmeistari Íslands árið 2018. Hann fékk auk þess verðlaun fyrir bestu vöruna úr nautakjöti, einnig fyrir reykgrafið Landnámsnaut, auk þess að fá Lambaorðuna fyrir Tindfjallahangikjet og verðlaun fyrir athyglisverðustu nýjungina fyrir Sveitakonfekt. Jónas Pálmar Björnsson, verkstjóri hjá SS, fékk verðlaun fyrir bestu vöruna úr hrossa/folaldakjöti fyrir grafið lakkrísfolald.
 
Fagmenn SS sendu inn 31 vöru í keppnina og hlutu 30 vörur verðlaun, þar af 19 gullverðlaun. Þess má geta að Göngubiti og Lukkubiti, sem eru nýjar þurrverkaðar snakkpylsur á markaði, fengu báðar gullverðlaun. Auk þess var Hunangsskinkan frá SS kosin besta skinkan 2018. Forkeppnin fór fram á haustdögum þar sem dómnefnd Meistarafélags kjötiðnaðarmanna valdi þrjár bestu skinkurnar úr fjölda innsendra vara, þar átti SS tvær af þremur bestu skinkunum. Aðalkeppnin fór fram í febrúar í Kringlunni þar sem almenningur dæmdi á milli og bar Hunangsskinkan sigur úr býtum. 
Lífsins þráður
Líf og starf 17. febrúar 2025

Lífsins þráður

Að snúa í band svo úr verði tvinni eða garn er meðal elsta handverks sem menn ha...

Reykjavík Open er stærsta mót ársins
Líf og starf 17. febrúar 2025

Reykjavík Open er stærsta mót ársins

Ég skrifaði um daginn að janúarmánuður væri mikill skákmánuður á Íslandi.

Máttur hindrunarsagna
Líf og starf 14. febrúar 2025

Máttur hindrunarsagna

Átta pör náðu 7 gröndum í spili þáttarins sem kom upp í tvímenningnum á fjölsótt...

Hoppar þú um berrassaður?
Líf og starf 12. febrúar 2025

Hoppar þú um berrassaður?

Þorrablót, sólarkaffi, bónda- og konudagar eru sitthvað sem landinn hefur glatt ...

Unglingaafgangahrísgrjónasteikarhræra
Líf og starf 12. febrúar 2025

Unglingaafgangahrísgrjónasteikarhræra

Hvað á að gera við alla litlu afgangana? Þessa sem duga varla upp í nös á ketti ...

Eru neyðarbirgðir á þínu heimili?
Líf og starf 10. febrúar 2025

Eru neyðarbirgðir á þínu heimili?

Stjórnvöld hafa tilkynnt að gefnar verði út leiðbeiningar innan tíðar um hvaða n...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. febrúar 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að hafa eitt í huga ofar öllu og það er að vera skýr í hugsun. ...

Kraftur í nýnorrænni matargerð
Líf og starf 5. febrúar 2025

Kraftur í nýnorrænni matargerð

Blásið hefur verið nýju lífi í nýnorræna matargerðarhreyfingu í takt við nýja tí...