Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Arfleifð íslenska þjóðbúningsins er haldið á lofti í Glaumbæ.
Arfleifð íslenska þjóðbúningsins er haldið á lofti í Glaumbæ.
Líf og starf 15. ágúst 2022

Nýjar og gamlar sýningar í Glaumbæ

Félag íslenskra safna og safnamanna (FÍSOS) og Bændablaðið munu í samstarfi birta umfjallanir um söfn landsins í næstu blöðum. Aðstandendur Glaumbæjar ríða á vaðið.

Torfbærinn í Glaumbæ er samstæða þrettán húsa en bærinn er sérstæður meðal íslenskra torfbæja að því leyti að mjög lítið grjót er notað í hleðslurnar og er því torfríkasti bær landsins. Búið var í Glaumbæ til ársins 1947 en þá tók Þjóðminjasafn Íslands við bænum. Byggðasafn Skagfirðinga sem stofnað var 29. maí 1948 fékk afnot af bænum og opnaði sýningu í honum 15. júní 1952, og fagnaði sýningin „Mannlíf í torfbæjum á 19. öld“ því 70 ára afmæli á dögunum.

Á sýningunni í bænum má sjá yfir 800 gripi, í 16 mismunandi rýmum, og er áhersla lögð á aðbúnað fólks við matargerð og daglegt líf. Sýningin hefur vissulega tekið ýmsum breytingum í gegnum árin, einna helst þegar miklar endurbætur fóru fram árið 1998 af tilefni 50 ára afmælis safnsins. Sýningin og falleg sýningarumgjörð Glaumbæjar hefur dregið að sér hundruð þúsunda manna og virðist ekkert lát á áhuganum á sýningunni.

Tvö gömul timburhús hafa verið flutt á safnlóðina í Glaumbæ. Í Áshúsi eru kaffistofa og sýningar. Hjónin Sigurlaug Gunnarsdóttir og Ólafur Sigurðsson byggðu húsið 1883-1886 í Ási í Hegranesi. Þau héldu skagfirska kvennaskólann á heimili sínu 1877, fyrsta árið sem hann starfaði. Skautbúningnum, sem Sigurlaug saumaði á sig, hefur verið komið fyrir í nýjum glerskáp í Áshúsi. Í honum má einnig skoða glæsilegan kyrtil Ólafar Guðmundsdóttur, sem var barnabarn Sigurlaugar. Hann var færður safninu til varðveislu á síðasta ári og nú standa þjóðbúningar langmæðgnanna hlið við hlið í skápnum og hægt að dást að þeim saman. Til sýnis er jafnframt glæsilegur 20. aldar upphlutur Guðrúnar Ingólfsdóttur sem hún lánaði safninu fyrir þessa sýningu, og fagran stúlknabúning Maríu Guðmundsdóttur. Loks má skoða glæstan skautbúning Bjargar Sigríðar Önnu Eiríksdóttur sem færður var safninu árið 2006. Það er vel við hæfi halda arfleifð íslenska þjóðbúningsins á lofti í þessu húsi.

Safnið gerði það jafnframt með opnun sýningarinnar „Íslenskir þjóðbúningar og Pilsaþytur“ á efri hæð Áshúss þann 19. júní sl., í samstarfi við Pilsaþyt, öflugan félagsskap kvenna í Skagafirði. Pilsaþytskonur hafa meðal annars heimsótt safnið í Glaumbæ einmitt á þessum degi, 19. júní og glatt safngesti svo um munar með því að skrýðast íslenskum þjóðbúningum. Nýjasta framtak þeirra var að sauma stórglæsilegan kyrtil fyrir fjallkonu sveitarfélagsins til að nota á þjóðhátíðardaginn og er hann til sýnis í Áshúsi.

Sýningin „Torfbærinn: Heimili og vinnustaður“ er í Gilsstofu og var opnuð í samstarfi við Skottu kvikmyndafjelag. 

Þar er skyggnst aftur í tímann með aðstoð 360° sýndarveruleikagleraugna og hægt að sjá fólk við hina ýmsa iðju sem þótti hversdagsleg í gamla daga en er okkur framandi í dag. Þar sjáum við einmitt hvernig hægt er að nota nútíma tækni til að varðveita menningararfinn og færa til komandi kynslóða. Áhorfandinn upplifir sjálfan sig sem hluta af aðstæðum horfinna tíma og fær dýpri upplifun af safnaheimsókninni, bæði til að læra og njóta.

Áhugasamir eru hvattir til að líta við í Glaumbæ í sumar. Sýningin „Torfbærinn: Heimili og vinnustaður“ stendur út ágúst og „Íslenskir þjóðbúningar og Pilsaþytur“ stendur til 20. október.

Skylt efni: söfnin í landinu

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 13. september 2024

Gerum okkur dagamun

Nú eru síðustu hátíðir sumarsins, eða öllu heldur haustsins, að líta dagsins ljó...

Ullarvika á Suðurlandi
Líf og starf 11. september 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi er nú haldin í þriðja sinn. Að Ullarvikunni standa Feldfj...

Sandlóa
Líf og starf 11. september 2024

Sandlóa

Sandlóa er ein af tveimur lóutegundum sem verpa hér. Stóru frænku hennar, heiðló...

Berjaflóra Íslendinga
Líf og starf 10. september 2024

Berjaflóra Íslendinga

Ber eru nú í óðaönn að stinga upp kollinum og alltaf notalegt að fara eins og ei...

Brögðóttur Aðalsteinn
Líf og starf 10. september 2024

Brögðóttur Aðalsteinn

Briddssveitir Infocapital og Hótel Norðurljósa tókust á í höfuðstöðvum Bridgesam...

Sveppir fyrir húð, hár og heilsu
Líf og starf 9. september 2024

Sveppir fyrir húð, hár og heilsu

Nú þykir einhverjum fyrirsögnin sérkennileg, enda ef við hugsum okkur húð- eða h...

Að brúka bekki
Líf og starf 9. september 2024

Að brúka bekki

Nýverið kortlagði Vestmannaeyjabær tvær gönguleiðir þar sem tryggt er að ekki sé...

„Við vorum ekki Akureyringar“
Líf og starf 6. september 2024

„Við vorum ekki Akureyringar“

Rit Sögufélags Eyfirðinga, Súlur, er komið út og færir fjölbreytt efni að venju ...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Bændur selja Búsæld
13. september 2024

Bændur selja Búsæld