Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sara Jónsdóttir og Lovísa Vattnes Bryngeirsdóttir hófu rekstur á Kaffi Norðurfirði á síðasta ári í gömlu verbúðinni í Norðurfirði.
Sara Jónsdóttir og Lovísa Vattnes Bryngeirsdóttir hófu rekstur á Kaffi Norðurfirði á síðasta ári í gömlu verbúðinni í Norðurfirði.
Líf og starf 5. júlí 2016

Matsala, kaffihús og bar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vinkonurnar Sara Jónsdóttir og Lovísa Vattnes Bryngeirsdóttir hófu rekstur á Kaffi Norðurfirði á síðasta ári í gömlu verbúðinni í Norðurfirði. Að þeirra sögn gengur reksturinn vel og vinnan í kringum það fjölbreytt og skemmtileg.

„Veitingasalan er opin frá 1. júní til 31. ágúst en við erum að hugsa um að lengja tímabilið í báða enda og búin að gera þriggja ára samning um reksturinn,“ segir Sara.

Alls konar fólk

Lovísa segir að gestirnir sem komi séu ferðamenn og heimafólk í bland.
„Hingað koma oft gönguhópar sem eru að ganga Strandirnar, sjómenn sem gera út á strandveiðar héðan frá Norðurfirði, ættingjar fólksins sem býr í sveitinni og bara alls konar fólk.“

Sara og Lovísa segjast hafa heyrt utan að sér að það vantaði manneskju til að reka veitingasölu í Norðurfirði og ákveðið að sækja um og frétt 10. mars í fyrra að umsóknin þeirra hefði verið samþykkt.
„Við settum því allt á fullt og sjáum ekki eftir því.“

Lovísa hafði aldrei komið í Árneshrepp áður en Sara nokkrum sinnum þegar dóttir hennar dvaldist í Djúpavík og þekkti því lítillega til.

„Ég gersamlega heillaðist af sveitinni og langaði strax að vera hér enda sveitin ótrúlega falleg,“ segir Sara. Að sögn þeirra stalla er Kaffi Norðurfjörður fyrst og fremst matsölustaður en líka kaffihús og bar.

„Við erum með matseðil þar sem boðið er upp á fisk, lambakjöt, hamborgara og samlokur svo dæmi séu nefnd. Hér er líka boðið upp á flottar kökur sem bakaðar eru á staðnum með kaffinu og boltann á skjá og bjór með.“

Tónlistarkennari hlaut menningarverðlaun
Líf og starf 25. júlí 2024

Tónlistarkennari hlaut menningarverðlaun

Tónlistarkennarinn Marika Alavere hlaut menningarverðlaun Þingeyjarsveitar árið ...

Telur árangurinn á EM viðunandi
Líf og starf 23. júlí 2024

Telur árangurinn á EM viðunandi

Evrópumótinu í bridds lauk í síðustu viku í Herning í Danmörku. Ísland sendi út ...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 22. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Kóngurinn í Skagafirði
Líf og starf 22. júlí 2024

Kóngurinn í Skagafirði

Jón Arnljótsson, sauðfjárbóndi á Ytri- Mælifellsá í Skagafirði, hefur lengi veri...

Safnar saman þekkingu um alþýðulækningar
Líf og starf 18. júlí 2024

Safnar saman þekkingu um alþýðulækningar

Skoða á hefðir og notkun óhefðbundinna lækninga á Íslandi í norrænni rannsókn. A...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 18. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...