Kúabændur slógu í gegn á samfélagsmiðlun
Alþjóðlegi mjólkurdagurinn var haldinn hátíðlegur í 21. skipti um víða veröld þann 1. júní síðastliðinn.

Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) stóð að stofnun dagsins og var tilgangur framtaksins að vekja athygli á og viðurkenna mikilvægi mjólkur, næringarlegan, félagslegan og efnahagslegan ávinning mjólkur og mjólkurafurða í heiminum, en mjólkurframleiðsla styður við lífsafkomu eins milljarðs manna um veröld alla.
Ákveðið þema er tekið fyrir hverju sinni og í ár var dagurinn tileinkaður þeim fjölmörgu verkefnum sem eru í gangi í mjólkurframleiðslunni til að hraða loftslagsaðgerðum og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Í tilefni af deginum hvöttu Bændasamtökin íslenska kúabændur til að leyfa landsmönnum að skyggnast inn í dagleg störf þeirra með því að vera virkir á samfélagsmiðlum ásamt því að segja frá þeim aðgerðum sem bændur hafa stigið í átt að loftslagsvænni landbúnaði. Á Instagramsíðu Bændasamtakanna (@baendasamtokin) var, og er enn, hægt að skoða myndirnar og hlusta á myndskeiðin sem þangað rötuðu í tilefni af deginum.
Uppátækið var afar vel heppnað, bændur tóku þátt og landsmenn höfðu gaman af því að fylgjast með kúabændum landsins.

Svandísar, sýndi áhorfendum hvernig farið er að við slíka merkingu. Mynd / HMG