Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Geithafur.
Geithafur.
Mynd / ghp
Líf og starf 29. desember 2022

Hugsjón og fjölbreyttir möguleikar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Geitur á Íslandi eru tæplega 1.700 og hefur þeim fjölgað hægt og rólega undanfarin ár. Geitfjárrækt hér á landi er víða stunduð af hugsjón sem gefur ekki mikið í aðra hönd en möguleikar greinarinnar eru fjölbreytilegir.

Geitastofninn er talinn vera í útrýmingarhættu en í árslok 2016 taldi hann 1.188 vetrarfóðraðar geitur, um áramótin 2020 og 2021 voru þær 1.621 og í dag eru þær að nálgast 1.700. Anna María Flygenring, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands og bóndi í Hlíð, segir að hlutverk félagsins sé að stuðla að verndun íslenska geitastofnsins og að leita allra leiða til að bæta og auka verðmæti geitaafurða.

Anna María Flygenring, formaður deildar geitfjárræktar BÍ og Geitfjárræktarfélags Íslands, bóndi í Hlíð, með kiðling sem hún sótti að Háafelli síðastliðið haust. Mynd/Aðsendar
Hæg fjölgun

„Samkvæmt síðustu tölum hefur geitum fjölgað en ég hef ekki séð tölur um fjölda geita sem slátrað var í haust. Ég hef heyrt af einu búi sem var með yfir 50 vetrarfóðraðar geitur, þau hættu með flestar síðastliðið haust, aðallega vegna hækkandi áburðarverðs og minnkandi styrks frá ríkinu, en greiðslur hafa verið frá ríkinu samkvæmt búvörusamningi.
Það koma reyndar inn nýir aðilar af og til þannig að fjöldi geita á landinu hefur verið að aukast.“

Sala geitaafurða

Að sögn Önnu gengur vel að selja afurðirnar og margir eru að selja á matarmörkuðum og nú jólamörkuðum sem eru víða um land. Einnig er selt í gegnum REKO, sem margir þekkja. Stærri búðir og stórmarkaðir eru farnir að taka inn vörur frá geitabændum, sem Samtök smávöruframleiðenda hafa unnið ötullega að gera kleift.

„Stærsta geitabúið er Háafell í Borgarfirði og byggir fyrst og fremst á geitarækt og hefur lagt mikið til við að styrkja stofninn, samhliða ferðaþjónustu, og þar er einnig í boði fræðsla um geitur og geitaafurðir. Nokkur býli eru að framleiða gæðaosta, skyr og ísgerð eru að koma sterk inn. Fiðan, sem er ull geitanna, er mikils metin af handverks- og prjónafólki, gæði hennar eru á við kasmír-band, en lengra verður ekki komist í mýkt náttúrulegs bands. Magnið er ekki mikið og tímafrekt að kemba hverja geit. Félagið hélt námskeið í samvinnu við Landbúnaðarháskólann í vor í kembingu og nýtingu á fiðu og tókst vel til.

Fleiri námskeið eru á döfinni á næsta ári. Sútun á stökum eða skinnum lagðist því miður af nema fyrir hóp af handverksfólki. Eins og er þarf að senda stökur erlendis í sútun og því takmarkað magn í boði.

Rétt er að geta þess að enn sem komið er gefur geitaræktin ekki mikið af sér en vinsældir afurðanna fara vaxandi og á tímum umræðu um loftslagsbreytingar og kolefnisspor er rétt að gefa geitfjárrækt aukinn gaum.“

Jóhanna B. Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli, mjólkar geitur.
Gamlar hugmyndir og mýtan?

Anna segir að þeir sem halda geitur verði varir við nokkrar ranghugmyndir um geitur og að spurt sé gjarnan hvernig gangi að láta geiturnar tolla í girðingu og svo spurningin hvort þær fari ekki óhindrað út um allt og oft í neikvæðum tóni. „Mín reynsla er sú að vel gerð netgirðing eða rafmagnsgirðing haldi þeim.“

Geitaafurðir eru gæðaafurðir

„Ég er bjartsýn á að neytendur fari í auknum mæli að átta sig á að geitaafurðir eru gæðaafurðir. Kolefnisspor þeirra er lítið þar sem þær lifa nánast eingöngu á grasi og lítið um að þær fái innflutt kjarnfóður nema þá helst þar sem mjólkin er notuð til ostaframleiðslu.

Oftast eru geitaafurðir seldar beint frá bónda og kosturinn við það er að þá getur fólk fengið upplýsingar um hvernig á að meðhöndla og matreiða kjötið ef það er að prófa það í fyrsta sinn.Veitingahús eru í auknum mæli að bjóða geita- og kiðakjöt. Það má líka nefna að með auknum fjölda fólks erlendis frá fjölgar þeim sem virkilega kunna að meta kjötið.

Tjöldin dregin frá
Líf og starf 18. september 2024

Tjöldin dregin frá

Áhugaleikhúsin fara nú að hefja leikinn enda haustið að skella á. Mikið verður u...

Korkubikarinn féll í hlut nýliðans Kríu
Líf og starf 17. september 2024

Korkubikarinn féll í hlut nýliðans Kríu

Helgina 24.–25. ágúst sl. fór Landskeppni Smalahundafélags Íslands, SFÍ, fram að...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 16. september 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að taka sig taki og gæta þess að velta sér ekki um of upp úr ra...

Nýting hrats og hýðis
Líf og starf 16. september 2024

Nýting hrats og hýðis

Heilmikið fellur til árlega af ávaxta- og grænmetshýði og nú sérstaklega berjahr...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 13. september 2024

Gerum okkur dagamun

Nú eru síðustu hátíðir sumarsins, eða öllu heldur haustsins, að líta dagsins ljó...

Ullarvika á Suðurlandi
Líf og starf 11. september 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi er nú haldin í þriðja sinn. Að Ullarvikunni standa Feldfj...

Sandlóa
Líf og starf 11. september 2024

Sandlóa

Sandlóa er ein af tveimur lóutegundum sem verpa hér. Stóru frænku hennar, heiðló...

Berjaflóra Íslendinga
Líf og starf 10. september 2024

Berjaflóra Íslendinga

Ber eru nú í óðaönn að stinga upp kollinum og alltaf notalegt að fara eins og ei...

Leyfir ekki sandnám
18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Skýrsla um raunveruleikann
18. september 2024

Skýrsla um raunveruleikann

Subbu-Jobbi
18. september 2024

Subbu-Jobbi

Mikill áhugi fyrir samfélagsbanka á Íslandi
19. september 2018

Mikill áhugi fyrir samfélagsbanka á Íslandi

Refaveiði í Skaftárhreppi
19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi