Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mikil eftirspurn er eftir lóðum í Varmahlíð í Skagafirði. Margir sóttu um þrjár lausar lóðir fyrir skemmstu og þurfti að draga á milli umsækjenda. Deiliskipulagi verður hraðað sem kostur er svo hægt verði að bjóða nýjar lóðir með haustinu.
Mikil eftirspurn er eftir lóðum í Varmahlíð í Skagafirði. Margir sóttu um þrjár lausar lóðir fyrir skemmstu og þurfti að draga á milli umsækjenda. Deiliskipulagi verður hraðað sem kostur er svo hægt verði að bjóða nýjar lóðir með haustinu.
Líf og starf 21. júlí 2021

Hraða gerð deiliskipulags vegna nýrra lóða í haust

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Mikil eftirspurn er eftir lóðum í Varmahlíð í Skagafirði. Þrjár lóðir voru auglýstar lausar þar fyrir skemmstu og sóttu nokkuð margir um hverja lóð þannig að gripið var til þess að draga úr umsóknum. Í ljósi þessa áhuga er nú lögð áhersla á að hraða deiliskipulagi og hönnun fleiri lóða eins og kostur er. Stefnt er að því að hægt verði að úthluta nokkrum lóðum þegar á komandi hausti.

Skagafjörður eitt atvinnusvæði

Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í Sveitarfélaginu Skagafirði, segir ánægjulegt hversu mikinn áhuga fólk sýni því að búa í Varmahlíð. Raunar megi segja það sama um flesta þéttbýlisstaði í Skagafirði, íbúum hafi fjölgað á Sauðárkróki, Hofsósi, Hólum og Varmahlíð undanfarin ár. Þá sé einnig nokkuð um að fólk eignist skika á bújörðum og byggi hús hér og hvar í dreifbýlinu.
„Skagafjörður er eitt atvinnu­svæði, samgöngur eru góðar á milli þétt­býlisstaða og fólk býr þar sem það helst vill og ekur í sína vinnu ef hún er á öðru svæði en heimilið,“ segir Sigfús Ingi. Hann segir að mestu skipti að innviðir séu í lagi, s.s. hitaveita, ljósleiðari, raforku­tengingar og góðar samgöngur, þá geti fólk byggt hús þar sem það vill búa. Hann segir áhuga fyrir því að byggja íbúðarhús í Varmahlíð til þess að gera nýlegan, fyrir fáum árum var byggt þar eitt hús en síðan hafi verið fremur rólegt í nokkur ár. Framkvæmdir við tvö önnur hús eru þó komnar af stað þar og væntanlega hafist handa við íbúðabyggingar á þeim þremur lóðum sem úthlutað var nýlega, þannig að fimm hús séu í byggingu.

30 nýjar lóðir við Birkimel

Sigfús Ingi segir að unnið sé að deiliskipulagi við Birkimel í Varmahlíð, en þar stendur til að bjóða upp á um 30 nýjar lóðir. Gerir hann ráð fyrir að um tveir þriðju lóðanna verði undir einbýlishús og síðan verði það sem eftir stendur ætlað undir par- og raðhús. „Deiliskipulagsvinna stendur yfir og ef allt gengur að óskum er stefnan sú að bjóða fyrstu lóðirnar út síðla hausts eða snemma vetrar þannig að fólk geti hafist handa við undirbúning framkvæmda sem fyrst,“ segir Sigfús Ingi.
Í Varmahlíð eru grunnskóli og tónlistarskóli undir sama þaki en leikskóli í öðru húsnæði. Að sögn Sigfúsar Inga stendur til að ráðast í gagngerar endurbætur á núverandi húsnæði grunn- og tónlistarskóla til að auka notagildi þess og aðlaga að breyttum kennsluháttum. Stefnt er að því að leikskólinn fari undir sama þak en jafnframt er horft til þess að aðstaðan bjóði upp á talsvert mikla fjölgun nemenda í skólunum þremur.

Skylt efni: Varmahlíð | Deiliskipulag

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...