Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Laxnes í vetrarbúningi
Laxnes í vetrarbúningi
Mynd / Þórarinn Jónasson/BR
Líf og starf 31. júlí 2018

Hestaleigan Laxnesi 50 ára

Höfundur: Bjarni Rúnars
Um þessar mundir eru hvorki meira né minna en 50 ár síðan Hestaleigan í Laxnesi í Mosfellsdal hóf starfsemi sína. Hjónin Þórarinn Jónasson og Ragnheiður Bergsdóttir, eða Póri og Heiða eins og þau eru jafnan kölluð, hafa staðið vaktina á hestaleigunni allt frá 1967. 
Saga fyrirtækisins er um margt merkileg og áhugaverð, einkum í ljósi þess hversu stóran sess afþreyingargeirinn er farinn að skipa í atvinnulífinu. Hestaleigan í Laxnesi var ein fyrsta hestaleigan hér á landi með skipulagðar ferðir, og sú elsta sem enn er starfandi. Póri hafði frá ýmsu að segja þegar hann var sóttur heim á dögunum. Það leynir sér ekki að það er hamagangur í öskjunni á hlaðinu við að koma fólki í hnakk, gestir koma og fara, ýmist til að fá að komast í tæri við hesta eða til að heimsækja heimilisfólkið á bænum. Öllum er vel tekið og vinsemdin leynir sér ekki. 
 
Þótti framúrstefnulegt framtak
 
Þegar Póri og Heiða fluttu í Laxnes árið 1967 sáu þau strax fyrir sér möguleika og tækifæri til að nýta jörðina á nýjan hátt. Það skyldi verða komið upp sveitaklúbbi, eða country klúbbi, hestaleigu, golfvelli, útivistarsvæði og fleira. Þessar hugmyndir þóttu algjörlega út í hött, sérstaklega af því að Laxnes væri svo langt frá Reykjavík. Golfvöllurinn var útbúinn með 9 holum og var starfræktur í nokkur ár. Einnig var starfræktur hálfgerður næturklúbbur, því félagsmönnum golfklúbbsins var heimilt að hafa með sér eigið áfengi og geyma í golfskálanum. Þar hittist fólk gjarnan og skemmti sér.  Hestaleigan tók við af golfvellinum sem fljótlega var breytt í beitiland.
 
Póri stillir sér upp hjá hnakk sem honum áskotnaðist úr erlendum næturklúbbi. Þar var hann notaður sem barstóll. Hnakkurinn er um 200 ára gamall.
 
Hestaleigan hófst fyrir tilviljun
 
Í bókinni Hestaleigan Laxnesi sem gefin var út árið 2013 er sagt frá upphafi hestaleigunnar. Þar kemur fram að Póri hafi verið beðinn fyrir hópi ferðamanna hjá Loftleiðum (þar sem hann vann áður fyrr) og fara með þá í reiðtúr. Upp frá því hófst starfsemin með óformlegum hætti. Póri segist alltaf hafa gengið með þessa hugmynd í maganum.
„Ég hef alltaf haft gaman af dýrum og fólki. Það átti ekki við mig læknisfræðin og flugið, svo ég hætti því bara og fór í það sem mér líkaði best og vildi gera.“
 Í fyrstu voru aðeins sex hestar á leigunni og hún aðeins starfrækt yfir sumartímann. Meðfram hestaleigunni var starfrækt tamningastöð og hross voru sömuleiðis tekin í hagagöngu.  Fljótlega var fjósi og hlöðu sem voru á staðnum breytt í hesthús og stendur það fyllilega undir nafni enn í dag. Starfsemin færðist svo alfarið yfir í hestaleiguna í lok 8. áratugarins. Lengi vel voru farnar lengri ferðir (6 dagar) frá Laxnesi að Geysi og til baka. Hins vegar eru nú aðeins farnar styttri ferðir sem taka aðeins nokkra klukkutíma. Aðallega er riðið að Tröllafossi, sem er í Leirvogsá. Hestarnir á bænum eru um 120 og eru eins ólíkir og þeir eru margir. 
„Að eiga hestaleigu er svolítið eins og að eiga fataverslun, þú þarft að eiga allar mögulegar stærðir og gerðir. Hingað kemur fólk með mismikla reynslu, oft eru krakkar með, svo það þarf að eiga hesta sem henta öllum.“
Ýmsir annmarkar fylgdu því að reka ferðaþjónustu á þessum tíma. Til að mynda gerðist það nokkrum sinnum að fólk sem átti bókað í lengri ferðir mætti ekki þegar það var sótt á hótelið sitt. Þegar farið var að grennslast fyrir um það kom í ljós að það vildi ekki fara vegna þess að veðrið var ekki ákjósanlegt. Í þá daga þurfti ekki að greiða neitt staðfestingargjald eða greiða fyrirfram fyrir ferðina, eins og nú tíðkast.
 
Hér má sjá hvernig var umhorfs í Mosfellsdal á árum áður. Horft er í átt að Hraðastöðum af hlaðinu í Laxnesi.  Mynd fengin úr bókinni Hestaleigan Laxnesi. Birt með leyfi Bjarka Bjarnasonar og Þórarins Jónassonar.
 
Útflutningur á hestum var mikið torf
 
Póri rifjar upp útflutning á hestum á árum Sambandsins sem stóðu í vegi fyrir útflutningi hans á 110 hestum til Ameríku. 
„Þá komst ég í samband við konu frá Staten Island rétt fyrir utan New York. Ég fór með blaðamanni frá Morgunblaðinu á fund úti, og allt var klappað og klárt. Sýningin átti að vera í Madison Squere Garden. Þá stígur Sambandið inn í, segist vera með einkaleyfi á útflutningi á hestum og að öll viðskipti verði að fara í gegnum þá. Konan sagði þá við mig að hún vissi ekki að það væri starfandi mafía á Íslandi og hætti við allt saman. Svona var þetta, allt erfitt og þröngt.“
Útflutningur utan Sambandsins hófst svo smátt og smátt í kringum 1990 þegar menn stofnuðu fyrirtæki utan um útflutninginn. Þá gat Sambandið ekki staðið í vegi fyrir viðskiptunum. Í kjölfarið voru settar upp sýningar hér og þar.
 
Hestarnir voru frelsinu fegnir þegar þeim var hleypt út í grænan hagann.
 
Uppátækin fjölmörg í gegnum tíðina
 
Í bókinni um sögu Laxnes hestaleigunnar er frásögn af Landsmóti sem haldið var á Skógarhólum 1978. Póri rifjar þá sögu upp: 
„Það var þannig að ég reið með þá fáu hesta sem ég átti á Skógarhóla og hugmyndin var að ríða niður að Valhöll fyrir hádegi og fólk gæti stoppað þar og fengið sér hádegisverð og farið svo aftur upp á keppnissvæði. Þá mæta þar einir 12 lögreglumenn og stöðva mig. Ég var rekinn út úr þjóðgarðinum á þeim rökum að það mætti ekkert leigja innan þjóðgarðsins. Samt var bátaleiga þar. En mér var sagt að fara út með alla mína hesta. Ég hafði svo gaman af því þegar ég kom út og lögreglan spurði mig hvar hestarnir mínir væru. Þá benti ég á næsta hest og sagðist eiga þennan, og þennan. Lögreglan rak fólkið af baki sem brást illa við og barði lögregluna með svipum, enda átti ég ekkert í þessum hestum. Þetta sýnir vel þessa öfundsýki í Íslendingum. Að einhver skyldi leyfa sér að fara með hestaleigu fyrir framan Landsmót, no way!“
 
Miklar framfarir í ræktun íslenska hestsins
 
Ræktun á íslenska hestinum hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum og áherslum verið breytt. Póri segist hafa séð miklar framfarir og sé ánægður með það starf sem unnið er í ræktuninni.
„Það er rosalega gaman af þessu unga fólki, ungu krakkarnir og Háskólinn á Hólum. Þar er unnið mikið og gott starf. Þetta er tvennt ólíkt, fagmennskan við ræktun. Ég hef alveg ofboðslega gaman að því.“ 
Þol og þrek hesta er lykilatriði í þeirri hestamennsku sem stunduð er í Laxnesi og mikið lagt upp úr þeim eiginleikum hestsins. Stefnan hafi alltaf verið að njóta útiveru og samveru hesta og manna.
 
Það vantar ekki fagmennskuna hjá járningamanninum, enda nokkrir hófar sem þarf að járna reglulega.
 
Lítið gefinn fyrir öfundsýki
 
Þegar tal okkar berst að samkeppninni á markaðnum þá segir Póri frá dæmisögu.
„Ég var einu sinni með vídeóleigu niðri í gamla kaupfélagshúsi. Þá átti ég ekki mikinn pening og keyrði um á gamalli Lödu. Svo var vinur minn að kaupa sér nýjan Jaguar og spurði mig hvort ég vildi ekki bara taka gamla Benz bílinn hans og ég myndi svo bara borga honum með hestum eða einhvern tíma seinna. Ég þáði það en viku seinna voru komnar tvær vídeóleigur í viðbót.“
Póri segir að oft sé settur upp rekstur sem ekki sé hugsaður til enda. Það sé vaðið í að taka lán til að byggja upp en ekki hugsað fyrir afborgunum og langtímarekstri.

 

6 myndir:

Skylt efni: ferðaþjónsta | Hestamenn | Hestar

Femínískur krosssaumur
Líf og starf 20. júní 2024

Femínískur krosssaumur

Bjargey Anna Guðbrandsdóttir hefur vakið athygli með litlum útsaumsverkum þar se...

Grilluð lambaspjót
Líf og starf 20. júní 2024

Grilluð lambaspjót

Smellum í einfaldan lambarétt sem hentar vel á grillið hvort sem er heima eða í ...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 18. júní 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur verið óvanalega ánægður með sjálfan sig undanfarið og öruggur ...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 14. júní 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Nýr listrænn stjórnandi
Líf og starf 11. júní 2024

Nýr listrænn stjórnandi

Celia Harrison er nýr listrænn stjórnandi Skaftfells, listamið-stöðvar Austurlan...

Hrossagaukur
Líf og starf 11. júní 2024

Hrossagaukur

Hrossagaukur er meðalstór og nokkuð algengur vaðfugl. Það er áætlað að hér séu y...

Geitur til gleði og nytja
Líf og starf 10. júní 2024

Geitur til gleði og nytja

Á Lynghóli í Skriðdal er myndarbýli með um 350 fjár, 80 geitum og 60 nautum. Þeg...

Þörungar, þang og þari
Líf og starf 10. júní 2024

Þörungar, þang og þari

Aukin vakning hefur verið undanfarin ár í vinnslu heilsuafurða úr þörungum, þar ...