Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Toyota bZ4X er fyrsta útspil Toyota á rafbílamarkaðnum, ef frá eru taldir sendibílar unnir í samstarfi við Peugeot og Citroën. Aksturseiginleikar eru með þeim bestu á rafknúnum fólksbílum. Útlitið er áhugavert og vel heppnað.
Toyota bZ4X er fyrsta útspil Toyota á rafbílamarkaðnum, ef frá eru taldir sendibílar unnir í samstarfi við Peugeot og Citroën. Aksturseiginleikar eru með þeim bestu á rafknúnum fólksbílum. Útlitið er áhugavert og vel heppnað.
Mynd / ÁL
Líf og starf 3. mars 2023

Gott grip á öllum vegum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Að þessu sinni var tekinn til kostanna rafmagnsbíllinn Toyota bZ4X VX, sem er fjórhjóladrifinn jepplingur með prýðilega veghæð.

Toyota hefur loksins hoppað á vagn rafknúinna bíla og er útkoman kostum gædd, enda afrakstur samstarfs Toyota og Subaru.

Síðarnefnda bílategundin framleiðir eineggja tvíbura bZ4X, sem ber nafnið Subaru Solterra. Þessar bifreiðar veita rafmagnsbílum eins og Hyundai Ioniq 5 og Skoda Enyaq iV harða samkeppni.

Frá öllum hliðum er bíllinn hinn fríðasti. Útlitinu má lýsa sem samruna milli Toyota Rav4 og Subaru Outback með smá skammti af dirfsku í hönnunareinkennum hér og þar. Þar má nefna plastklæðninguna á fremri hjólaskálunum sem teygir sig hálfa leið fram fyrir framljósin og vindskeiðið sem af einhverjum ástæðum er klofið í miðjunni. Það flippaðasta við bíl þennan er þó nafnið – bZ4X. BZ á að standa fyrir „beyond zero“ og 4X stendur fyrir fjórhjóladrif. Þrátt fyrir að útlitið ögri er heildarniðurstaðan góð.

Að innan er umhverfið nútímalegt, en á einhvern hátt mjög kunnuglegt ef maður hefur reynslu af öðrum Toyota eða Subaru bílum. Mælaborðið er með tauáklæði sem gefur innréttingunni fágaðan blæ. Hraðamælirinn er sérlega nýstárlegur þar sem hann er staðsettur í kverkinni þar sem framrúðan og innréttingin mætast og er horft yfir stýrið til að sjá hraðann – ekki í gegnum það. Þar sem hraðamælirinn er ofarlega og fjarlægur, er lítil áreynsla að líta á hann þar sem augun þurfa ekki að skipta eins mikið um fókus.

Afstaða hraðamælisins er þannig að ökumaður horfir yfir stýrishjólið. Fáir blindir punktar, þökk sé þunnum gluggapóstum og vel staðsettum hliðarspeglum.

Brotthvarf hanskahólfsins

Í innréttingunni er ekkert hefðbundið hanskahólf, en samkvæmt umboðinu var því fórnað til að gefa farþeganum aukið rými. Undir armhvílunni er lokuð hirsla sem vegur ekki upp á móti brotthvarfi hanskahólfsins. Undir miðjustokknum er einnig opin hilla þar sem hægt er að safna drasli.

Lágt og stutt húdd, þunnir gluggapóstar og hliðarspeglar sem eru ögn aftar en á mörgum bílum halda blindum punktum í lágmarki. Þetta er kærkominn eiginleiki þegar ekið er að hringtorgum, gatnamótum og gangbrautum. Glerþak gefur góða birtu inn í bílinn. Sætin eiga skilið sérstakt hrós, en vandað form og mjúkur svampur gerir þau þægilegari en í mörgum lúxusbílum. Hávaxnir komast vel fyrir í öll sætin, þó ekki megi tæpara standa.

Aftursætin rétt rúma farþega af stærstu gerð. Glerþakið hleypir inn mikilli birtu.

Eins og Subaru í akstri

Samstarfið við Subaru hefur skilað sér í bifreið með sérlega góðum aksturseiginleikum á vegum þar sem yfirborðið er ekki fullkomið, enda er það framleiðandi sem er þekktur fyrir fjórhjóladrifna bíla með lágan þyngdarpunkt. Á malarvegum eða hlykkjóttum þjóðvegum með snjóföl grípur bíllinn ótrúlega. Góð veghæð minnkar áhyggjur af því að aka yfir litla skafla eða grjót á veginum. Sportlegir aksturseiginleikar hafa ekki skilað sér í höstum bíl, því Toyota bZ4X fer býsna vel með ökumann og farþega.

Þessi bíll er með tvo mótora – einn fyrir hvorn öxul. Saman gefa þeir 218 hestöfl sem hljómar ekki mikið á bíl sem er rúm tvö tonn að þyngd. BZ4X er hins vegar

Toyota bZ4X er fyrsta útspil Toyota á rafbílamarkaðnum, ef frá eru taldir sendibílar unnir í samstarfi við Peugeot og Citroën. Aksturseiginleikar eru með ótrúlega kvikur í akstri og skýst upp í hámarkshraða á augnabliki. Stundum heyrast viðvörunarhljóð í akstri, eins og gengur og gerist í nýjum bílum.

Ókosturinn í þessum bíl er þó sá að ökumaðurinn hefur oft ekki minnstu hugmynd af hverju ökutækið er að gefa hljóðmerki – sem er einungis til að valda grunlausum bílstjóra ama. Þegar sett er í bakkgír heyrist stanslaust píp inni í bílnum sem er algjörlega óþarft – hver þarf stöðuga áminningu á að viðkomandi sé að bakka?

Stór afturhlerinn gefur aðgang að 452 lítra stóru skotti. Öflugur hleðslukapall fylgir.

Afbragðs akstursaðstoð

Þessi bíll er búinn akstursaðstoð, eins og fjarlægðatengdum hraðastilli og akreinastýringu, sem minnka álagið á ökumanninn. Mjög fljótlegt er að kveikja á þessum kerfum og heldur bíllinn sig örugglega í miðju akreinarinnar ef vegmerkingar eru í lagi. Ólíkt mörgum bifreiðum, er bZ4X umburðarlyndur gagnvart því að ökumaðurinn haldi varla í stýrið á meðan sjálfstýringin er í gangi.

Fremst á bílnum er myndavél sem varpar skýrri mynd á margmiðlunarskjáinn í miðju mælaborðsins. Um leið og ekið er hægar en tíu kílómetra hraða kviknar sjálfkrafa á myndavélinni sem getur hjálpað óöruggum ökumönnum að keyra í miklum þrengslum. Ókostur er þó að drulla festist mjög hratt á myndavélinni og er eina leiðin til að þrífa hana að stíga út og strjúka af með puttanum. Þarna hefði mátt vera stútur fyrir rúðupiss.

Drægni heldur lítil

Toyota gefur upp að fjórhjóladrifna útgáfan af bZ4X sé með allt að 460 kílómetra drægni við bestu aðstæður.

Blaðamaður tók við bílnum með nánast fullri rafhlöðu og eftir hundrað kílómetra (glannalegan) akstur við óhagstæð veðurskilyrði, var rafhlaðan hálfnuð.

Þó að við almenna notkun megi reikna með að drægnin verði umtalsvert betri benda prufanir erlendra blaðamanna til að þetta atriði sé einn veikasti punktur bílsins.

Toyota bZ4X og Subaru Solterra eru eineggja tvíburar sem eru afrakstur samstarfs milli þessa tveggja japönsku bílaframleiðenda.

Tölur

Helstu mál eru: Lengd 4.690 mm; breidd 1.860 mm; hæð 1.600 mm. Eigin þyngd er 2.105 kg, en heildar þyngd er 2.275 kg. Stærð rafhlöðu er 71,4 kWst. Verðið á Toyota bZ4X í VX útfærslu og með fjórhjóladrifi er 9.350.000 krónum m. vsk. Ódýrasta útgáfan, sem einungis er með drifi að framan og minna af staðalbúnaði, fæst á 7.350.000 krónur m. vsk.

Í stuttu máli

Toyota bZ4X er vel útbúinn og vandaður bíll með afbragðs aksturseiginleika.

Fjórhjóladrif og mikil veghæð ættu að gera þetta að vænlegri bifreið til notkunar á vondum vegum og í ófærð.

Sakir stuttrar akstursdrægni er þó ekki hægt að mæla með bifreiðinni ef fyrirhugað er að aka mikið í dreifbýli.

Skylt efni: vélabásinn | prufuakstur

Siggi Dan gegn Sævari
Líf og starf 4. október 2024

Siggi Dan gegn Sævari

Í þessum skákpistli hefur áður verið birt skák sem Sigurður heitinn Daníelsson t...

Sýn féhirðis á sauðkindina:
Líf og starf 2. október 2024

Sýn féhirðis á sauðkindina:

Að bera fé: Afklæða kind. Aflafé: Kindur sem stunda veiðiskap. Áhættufé: Fífld...

Ávaxtakarfan í Hveragerði
Líf og starf 2. október 2024

Ávaxtakarfan í Hveragerði

Eins og vani er á haustin eru áhugaleikhúsin komin á fullt og eitt þeirra, Leikf...

Mannlífið í réttum
Líf og starf 1. október 2024

Mannlífið í réttum

Réttir eru mannfögnuður og annáluð lopapeysupartí. Magnús Hlynur Hreiðarsson, fa...

Ljósið sigrar myrkrið
Líf og starf 1. október 2024

Ljósið sigrar myrkrið

Seint í september, um svipað leyti og heyskaparlok, fjárleitir og upphaf sláturt...

Blítt og létt í Ölfusrétt
Líf og starf 30. september 2024

Blítt og létt í Ölfusrétt

Sólin skein á gangnamenn og gesti Ölfusréttar sunnudaginn 15. september síðastli...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 30. september 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að vera opinn fyrir nýjungum í takt við þau skref sem hann hefu...

Tjaldur
Líf og starf 25. september 2024

Tjaldur

Tjaldur er stór og auðþekkjanlegur vaðfugl sem finnst um allt land. Tjaldar eru ...