Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þær  Júlía Sjöfn Sigurjónsdóttir, Hólmfríður Hreinsdóttir, Hjördís Bjarkadóttir, Elísabet Skarphéðinsdóttir og Alda Skarphéðinsdóttir voru í forystusveit kvennadeildar á sínum tíma. Þær voru sæmdar silfurmerki. Með þeim á myndinni er Björn Jónsson, formað
Þær Júlía Sjöfn Sigurjónsdóttir, Hólmfríður Hreinsdóttir, Hjördís Bjarkadóttir, Elísabet Skarphéðinsdóttir og Alda Skarphéðinsdóttir voru í forystusveit kvennadeildar á sínum tíma. Þær voru sæmdar silfurmerki. Með þeim á myndinni er Björn Jónsson, formað
Líf og starf 16. nóvember 2018

Glæsileg 90 ára afmælishátíð

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Afmælishátíðin var glæsileg í alla staði og óhætt að segja að afmælisbarninu farnist vel. Það leggur nú til móts við tíunda áratuginn fullt af bjartsýni og um leið stolt af fortíðinni,“ segir Sigfús Ólafur Helgason, framkvæmdastjóri Hestamannafélagsins Léttis á Akureyri, sem fagnaði 90 ára afmæli sínu með glæsibrag í byrjun mánaðar.
 
Afmælishátíðin hófst með mikilli sýningu á gömlum munum og hestamyndum í eigu félagsmanna. Vegleg verðlaunasöfn valinkunnra Léttisfélaga voru einnig til sýnis og alla afmælishelgina rúllaði kvikmynd sem tekin var í tilefni þess að félagsmenn fóru fræga ferð í Grímsey árið 1996 og efndi til kappreiða á flugbrautinni í eynni. Myndin þykir merkileg heimild og segir Sigfús gaman ef hægt væri að koma henni fyrir almenningssjónir einn góðan veðurdag.
 
Gestum var boðið upp á gómsætar veitingar en borð í reiðhöll félagsins svignuðu undan kræsingum
Uppskeruhátíð fyrir börn og unglinga
 
Mikil gleði ríkti á afmælis- og uppskeruhátíð sem efnt var til fyrir börn og unglinga. Þar voru valdir knapar í þeim aldursflokkum en afreksknapi unglinga þriðja árið í röð var valinn Egill Már Þórsson og í barnaflokki varð hlutskarpastur annað árið í röð Steindór Óli Tobíasson. Þá var stór stund þegar undirrituð var viljayfirlýsing nokkurra fyrirtækja um stuðning við mótahald æskunnar hjá Létti árið 2019.
 
Mikill hátíðleiki var yfir og allt um kring þegar Léttisfélagar mættu í sínu fínasta pússi í reiðhöllina og troðfylltu Skeifuna, sal á efri hæð hallarinnar. Þar var stórfín dagskrá allt kvöldið, m.a. kom fram Drengjakór Léttis þar sem meðalaldurinn var 55 ár og þandi kórinn raddböndin svo allt ætlaði að ærast. Söngdívurnar í Jódísi heilluðu viðstadda einnig með góðum söng. Hinn kunni Skagfirðingur Óskar Pétursson, sem Eyfirðingar reyna af fremsta megni að eigna sér ofurlítinn hlut í, stjórnaði hátíðinni af alkunnri snilld og kitlaði hláturtaugar Léttismanna.
 
Fjölmargir heiðraðir fyrir störf sín í þágu félagsins
 
Í tilefni afmælisins voru nokkrir félagar heiðraðir. Arna Hrafnsdóttir, Ingólfur Sigþórsson, Þórir Tryggvason, Haukur Sigfússon og Matthías Jónsson hlutu silfurmerki Léttis fyrir störf sín í þágu félagsins, auk þess sem þær Alda Skarphéðinsdóttir, Elísabet Skarphéðinsdóttir, Hólmfríður Hreinsdóttir, Júlía Sjöfn Sigurjónsdóttir og Hjördís Bjarkadóttir hlutu einnig silfurmerki en þær höfðu verið í forystusveit kvennadeildar Léttis á sínum tíma.
 
Fimm voru sæmdir gullmerki Léttis, þau Áslaug Kristjánsdóttir, hjónin Haraldur Höskuldsson og Sigrún Aðalsteinsdóttir, Páll Alfreðsson og Örn Viðar Birgisson. 

10 myndir:

Siggi Dan gegn Sævari
Líf og starf 4. október 2024

Siggi Dan gegn Sævari

Í þessum skákpistli hefur áður verið birt skák sem Sigurður heitinn Daníelsson t...

Sýn féhirðis á sauðkindina:
Líf og starf 2. október 2024

Sýn féhirðis á sauðkindina:

Að bera fé: Afklæða kind. Aflafé: Kindur sem stunda veiðiskap. Áhættufé: Fífld...

Ávaxtakarfan í Hveragerði
Líf og starf 2. október 2024

Ávaxtakarfan í Hveragerði

Eins og vani er á haustin eru áhugaleikhúsin komin á fullt og eitt þeirra, Leikf...

Mannlífið í réttum
Líf og starf 1. október 2024

Mannlífið í réttum

Réttir eru mannfögnuður og annáluð lopapeysupartí. Magnús Hlynur Hreiðarsson, fa...

Ljósið sigrar myrkrið
Líf og starf 1. október 2024

Ljósið sigrar myrkrið

Seint í september, um svipað leyti og heyskaparlok, fjárleitir og upphaf sláturt...

Blítt og létt í Ölfusrétt
Líf og starf 30. september 2024

Blítt og létt í Ölfusrétt

Sólin skein á gangnamenn og gesti Ölfusréttar sunnudaginn 15. september síðastli...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 30. september 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að vera opinn fyrir nýjungum í takt við þau skref sem hann hefu...

Tjaldur
Líf og starf 25. september 2024

Tjaldur

Tjaldur er stór og auðþekkjanlegur vaðfugl sem finnst um allt land. Tjaldar eru ...