Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ekkert hálfkák og sút
Líf og starf 15. nóvember 2022

Ekkert hálfkák og sút

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hermann Jóhannesson hagyrðingur hélt uppá áttræðisafmæli sitt fyrir skömmu með því að senda frá sér bók með kvæðum sínum og lausavísum.

Í bókinni, sem heitir Ekkert hálfkák og sút, er að finna vel á annað hundrað vísur og nokkur kvæði.

Í kynningu um bókina segir að þegar margir héldu að hin forna list lausavísunnar hefði lotið í lægra haldi fyrir nútímanum, varð undur og hún gekk í endurnýjun lífdaga, öllum að óvörum.

Þar segir að kannski hafi það verið miðlunartækni nútímans, internetið, sem blés lífi í hefðbundna vísnagerð. Daglega fljúga lausavísur, ferskeytlur og limrur manna á milli á netinu.

Höfundurinn er fæddur að Kleifum í Gilsfirði árið 1942 og fagnar því áttatíu ára afmæli á árinu. Hermann var lengi þingfréttaritari og í bókinni er að finna ýmsar vísur um ráðherra og alþingismenn.

Bókin er tekin saman af Ragnari Inga Aðalsteinssyni auk þess sem hann annaðist útgáfuna og ritaði inngang og skýringar.

Bókaútgáfan Sæmundur sá um útgáfuna.

Skylt efni: Bækur | bókaútgáfa

Tónlistarkennari hlaut menningarverðlaun
Líf og starf 25. júlí 2024

Tónlistarkennari hlaut menningarverðlaun

Tónlistarkennarinn Marika Alavere hlaut menningarverðlaun Þingeyjarsveitar árið ...

Telur árangurinn á EM viðunandi
Líf og starf 23. júlí 2024

Telur árangurinn á EM viðunandi

Evrópumótinu í bridds lauk í síðustu viku í Herning í Danmörku. Ísland sendi út ...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 22. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Kóngurinn í Skagafirði
Líf og starf 22. júlí 2024

Kóngurinn í Skagafirði

Jón Arnljótsson, sauðfjárbóndi á Ytri- Mælifellsá í Skagafirði, hefur lengi veri...

Safnar saman þekkingu um alþýðulækningar
Líf og starf 18. júlí 2024

Safnar saman þekkingu um alþýðulækningar

Skoða á hefðir og notkun óhefðbundinna lækninga á Íslandi í norrænni rannsókn. A...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 18. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...