Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hjólað niður í Arnarfjörð af gömlu leiðinni yfir Hrafnseyrarheiði. Bíldudalur í fjarska.
Hjólað niður í Arnarfjörð af gömlu leiðinni yfir Hrafnseyrarheiði. Bíldudalur í fjarska.
Líf og starf 30. nóvember 2021

Besti áfangastaður í heimi 2022

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 í árlegu vali ferðabókaútgefandans Lonely Planet yfir lönd, svæði og borgir til að heimsækja árið 2022, eða svokallaða Best in Travel viðurkenningu, sem birt var nýlega.

Val Lonely Planet mun beina kastljósi heimsbyggðarinnar að Vestfjörðum sem mun reynast mikil lyftistöng fyrir ferða­þjónustuna á svæðinu og á Íslandi almennt.

„Fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu á Vestfjörðum fæst ekki jafn glæsileg viðurkenning og Best in Travel hjá Lonely Planet er. Ég hef oft sagt að Vestfirðir eigi mikið inni þegar kemur að ferðaþjónustu og þarna sjáum við það alveg svart á hvítu að þetta einstaka svæði sker sig úr í samkeppni við alla rómuðustu áfangastaði heimsins,“ segir Díana Jóhannsdóttir hjá Áfangastaðastofu Vestfjarða.

Ferðaþjónusta hefur átt undir högg að sækja vegna Covid-19 síðastliðin tvö ár, en sjá mátti viðsnúning í sumar þegar erlendir ferðamenn ferðuðust í auknum mæli aftur til Íslands og til Vestfjarða þegar létti á ferðatakmörkunum. „Eftir áföll síðustu ára vegna heimsfaraldurs er svona viðurkenning mikið tækifæri fyrir ferðaþjónustu á Vestfjörðum og liður í því að greinin taki næsta stóra skref fram á við. Ferðaþjónustan á Vestfjörðum er að koma sterk til baka eftir heimsfaraldurinn og stefnir hratt upp á við. Samhliða uppbyggingu ferðaþjónustusegla, eins og á Bolafjalli, mun þessi viðurkenning skipta sköpum fyrir vöxt og viðgang ferðaþjónustu á Vestfjörðum,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar. 

„... ég heyrði fnasað og krafsað í hálfrökkrinu ...“
Líf og starf 5. mars 2024

„... ég heyrði fnasað og krafsað í hálfrökkrinu ...“

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Svövu Jakobsdóttur.

Auðugri framtíðarsýn Dalabyggðar
Líf og starf 1. mars 2024

Auðugri framtíðarsýn Dalabyggðar

Eins og áður hefur verið kynnt hafa alls 14 byggðarlög hérlendis tekið þátt í ve...

Fagleg og fræðandi afmælissýning
Líf og starf 26. febrúar 2024

Fagleg og fræðandi afmælissýning

Hálfrar aldar afmæli Félags tamningamanna var haldið hátíðlegt þann 17. febrúar ...

Bændur ræddu málin í borginni
Líf og starf 26. febrúar 2024

Bændur ræddu málin í borginni

Hátt í tvö hundruð bændur voru saman komnir á Hilton Reykjavík Nordica þann 12. ...

Stjörnuspá 22. febrúar - 7. mars
Líf og starf 22. febrúar 2024

Stjörnuspá 22. febrúar - 7. mars

Vatnsberinn tekur nú fyrstu skref í því sem mun hafa afar mikil áhrif á líf hans...

Teista
Líf og starf 21. febrúar 2024

Teista

Teista er meðalstór svartfugl sem finnst víða meðfram ströndinni allt árið um kr...

Stjörnuspá 8. febrúar - 22. febrúar
Líf og starf 20. febrúar 2024

Stjörnuspá 8. febrúar - 22. febrúar

Vatnsberinn er óvenju bjartsýnn á komandi vikur og hefur í kollinum hugmyndir að...

Hvanneyrar-pistlar
Líf og starf 19. febrúar 2024

Hvanneyrar-pistlar

Hvanneyri í Borgarfirði er vel þekktur skólastaður. Að stofni til byggðarhverfi ...