Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Sveit Infocapital varð Íslandsmeistari í sveitakeppni í bridds eftir harða úrslitakeppni. Í öðru sæti varð sveit Karls Sigurhjartarsonar. 
„Íslandsmótið var óvenjuspennandi í þetta skiptið og í raun var hörkuspenna hvaða sveit næði gullinu allt fram á síðustu spil,“ segir Matthías Imsland
Sveit Infocapital varð Íslandsmeistari í sveitakeppni í bridds eftir harða úrslitakeppni. Í öðru sæti varð sveit Karls Sigurhjartarsonar. „Íslandsmótið var óvenjuspennandi í þetta skiptið og í raun var hörkuspenna hvaða sveit næði gullinu allt fram á síðustu spil,“ segir Matthías Imsland
Mynd / Björn Þorláksson
Líf og starf 20. maí 2025

Að landa vonlausum samningi

Höfundur: Björn Þorláksson

Hafi maður nokkru sinni séð vonlausan samning skríða heim var það í fyrstu umferð úrslita Íslandsmótsins í sveitakeppni þegar Sævar Þorbjörnsson í sveit Karls Sigurhjartar kom þremur gröndum heim gegn Vigni Haukssyni og Gunnlaugi Sævarssyni í sveit Hótels Norðurljósa. Austur gefur – allir á hættu.

Sævar spilaði samninginn í norður. Vestur hafði hindrað í hjarta og út kom hjartakóngur hjá austri og meira hjarta. Vignir Hauksson sat í vestur, hann drap með ásnum og spilaði tígli í þriðja slag. Sagnhafi hélt áfram með tígulinn í fjórða slag. Vörnin er nú komin með tvo tígulslagi, sagnhafi einn tígulslag en annar til reiðu í holu. Nú eru fyrir sagnhafa í augsýn þrír laufslagir, einn hjartaslagur, tveir á spaða og tveir á tígul. Sem er ekki nóg. Enn vantar einn slag.

Sævar sá að möguleiki væri á að hægt yrði að skvísa austur í svörtu litunum ef skipting spilanna væri þannig. Hann tók rauðu slagina tvo og spilaði svo öllum svörtu háspilunum, slag eftir slag. Gunnlaugur í austur varð um síðir að kasta frá sér valdinu. 9. slagurinn í húsi – þrátt fyrir óleguna í laufi í sögulegu spili. Vörnin gat gert betur en mjög vel spilað hjá Sævari og kennir okkur að gefast aldrei upp.

Skylt efni: bridds

Önundur bíldur og minnið sem mótar landið
Líf og starf 20. júní 2025

Önundur bíldur og minnið sem mótar landið

Í ágústmánuði árið 1880 kom Sigurður Vigfússon, gullsmiður og umsjónarmaður forn...

Gæðamatur er dýr í framleiðslu
Líf og starf 19. júní 2025

Gæðamatur er dýr í framleiðslu

Edward Carr, forseti írsku samvinnuhreyfingarinnar (ICOS) segir að gæðamatvara s...

Skákfélag Vestfjarða stofnað
Líf og starf 18. júní 2025

Skákfélag Vestfjarða stofnað

Þann 30. maí síðastliðinn var Skákfélag Vestfjarða formlega stofnað. Áður hafði ...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 16. júní 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að vera varkár þegar kemur að óvæntum útgjöldum. Nú er tími til...

Flaggar ólíkum fánum daglega
Líf og starf 10. júní 2025

Flaggar ólíkum fánum daglega

Ólafur Sverrisson fánasafnari á 214 ólíka fána, bæði þjóðfána ásamt fánum sem ti...

Landsmótið 2025 og Bændablaðsleikurinn
Líf og starf 10. júní 2025

Landsmótið 2025 og Bændablaðsleikurinn

Landsmótið í skólaskák fór fram helgina 3.–4. maí. Mótið á um 50 ára sögu og er ...

Brot af glötuðum heimi og kennimörk fasismans
Líf og starf 6. júní 2025

Brot af glötuðum heimi og kennimörk fasismans

Þórhildur Ólafsdóttir sendi fyrr á árinu frá sér bókina Með minnið á heilanum se...

Óheppni spilarinn
Líf og starf 5. júní 2025

Óheppni spilarinn

Í undankeppni Íslandsmótsins í sveitakeppni sem fram fór 11.–13. apríl hitti ég ...