Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Dacia Jogger er mikill bíll fyrir lítinn pening. Þrátt fyrir að hagsýni ráði för við smíði bifreiðarinnar hefur það ekki komið niður á hönnun og nytsemi. Hér er á ferðinni ökutæki með karakter.
Dacia Jogger er mikill bíll fyrir lítinn pening. Þrátt fyrir að hagsýni ráði för við smíði bifreiðarinnar hefur það ekki komið niður á hönnun og nytsemi. Hér er á ferðinni ökutæki með karakter.
Mynd / ÁL
Líf og starf 31. mars 2023

Hagsýnni kaup vandfundin

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Tekinn var til kostanna nýr bíll frá rúmenska bílaframleiðandanum Dacia, sem er frægur fyrir að framleiða ódýra bíla. Þrátt fyrir að vera á mjög góðum kjörum hefur það ekki komið niður á hönnun og nytsemi.

Þessi bíll er með mikla sérstöðu, enda skilja nokkrar milljónir króna Jogger frá öðrum sjö sæta strumpastrætóum. Bifreiðin í þessum prufuakstri er af Expression útgáfu (dýrari týpan), sem kostar 5.090.000 krónur hjá BL.

Um leið og gengið er að bílnum sést að enginn afsláttur hefur verið gefinn á hönnun. Ytra útlit Jogger er allt hið smekklegasta og myndi sá sem ekki veit betur ei átta sig á að hér sé um billegan bíl að ræða. LED framljósin minna um margt á dýrari bíla, eins og Volvo eða Volkswagen. Grillið er með nýju og fersku merki Dacia.

Expression útgáfan kemur með álfelgum og skyggðum rúðum sem felur enn betur hversu hagstæður bíllinn er. Mosagrænt lakkið kemur vel út á bílnum sem Bændablaðið fékk til prufu.

Jogger er mikið til byggður á Dacia Sandero, sem aftur er byggður á Renault Clio. Báðir þeir bílar eru í sama stærðarflokki og Volkswagen Polo og Toyota Yaris og má því segja að þetta sé borgarbíll sem hefur verið teygður út að aftan og fengið auka sætaröð. Framhlutinn er nákvæmlega eins og á áðurnefndum Sandero og eru helstu breytingarnar að finna aftan við framdyrnar. Þessi skil sjást greinilega þegar horft er á hlið bílsins, en rúðan á afturhurðinni er nokkrum sentímetrum hærri en sú sem er fyrir framan hana. Þrátt fyrir að samskeytin séu vel greinileg, eru þau ekki fráhrindandi og vönduð hönnunarvinna að baki.

Fremri helmingurinn er sá sami og á Dacia Sandero. Aftan við framdyr hefur öllu verið breytt til að útbúa strumpastrætó úr smábílnum. Samskeytin eru greinileg, en vel útfærð.

Innrétting fríð en hörð

Þegar sest er í bílinn tekur á móti manni vel útfærð innrétting sem enn og aftur sýnir að hvergi hefur verið slakað á hönnunarkröfunum. Um leið og fingurnir leika um mælaborðið, finnst hins vegar að allt plastið er grjóthart og ódýrt. Hluti innréttingarinnar er klæddur gráum textíl sem gefur vott af íburði, þó auðvitað sé þar á ferðinni polyester sem hylur hart undirlag.

Framsætin sjálf eru mjúk og smekkleg í útliti, en engum dylst sem í þeim situr að þau eru af ódýrustu gerð. Þeir sem eru hávaxnir munu finna sérstaklega fyrir því að sætið færist ekki fyllilega langt aftur og hvíla því lærin illa á stuttri sessunni. Lítill stuðningur við mjóbak og undir lærin skilar sér í því að þreyta sækir að ökumönnum á löngum akstri.

Innréttingin fer vel í augu, en er hörð undir fingrum.

Lítil en öflug vél

Létt kúpling og stýri ásamt þýðum gírkassa gera Jogger prýðilegan í innanbæjarsnatt og styttri ferðir. 999 rúmsentímetra þriggja strokka bensínvél dregur bílinn áfram og skilar hún 110 hestöflum, sem er býsna vel gert miðað við svona lítinn mótor. Vélin nær nokkuð góðu togi á lágum snúningum, en er fljót að missa afl þegar hún er þanin. Uppgefin eyðsla er 5,7 lítrar á hundrað kílómetra, en sú tala var nær átta lítrum í höndum blaðamanns. Taka skal fram að frost var mikið og bensínfóturinn stundum þungur. Í lausagangi berst greinilegur titringur frá vélinni til farþeganna. Hljóðeinangrun frá vél og umhverfi er til fyrirmyndar miðað við svona ódýran bíl.

Jogger Expression kemur með snertiskjá í mælaborðinu þar sem útvarpi og tónlist í gegnum Bluetooth er stjórnað. Skjárinn sýnir einnig vel nothæfa mynd frá bakkmyndavélinni, sem í bland við nálægðarskynjara að framan og aftan gera bílastæðalagnir að leik einum. Enn fremur er boðið upp á GPS leiðsagnarbúnað sem er sérlega erfiður í notkun.

Rétt er að nefna sérstaklega lyklalaust aðgengið sem er alveg snertilaust og virkar án allra hnökra. Bíllinn skynjar nálægð lyklanna og fer sjálfkrafa úr eða í lás og ökumaðurinn þarf ekki að ýta á neinn takka.

Besti staður bílsins er miðjusætaröðin. Hátt er til lofts og rétt nóg pláss fyrir langa leggi.

Öll sæti nothæf

Öll sjö sæti bílsins rúma fullorðið fólk, þó þau öftustu séu ólíkleg til að vera eftirsótt í lengstu ferðirnar. Miðjusætaröðin er líklega sú besta í bílnum, en þrátt fyrir að ökumannssætið sé í öftustu stöðu er auðvelt að komast inn.

Hátt loftið skilar sér í góðu höfuðplássi í fremri tveimur sætaröðunum, en aftast þrengist að höfði þeirra hæstu. Séu farþegarnir fimm er hægt að leggja öftustu sætaröðina niður og velta fram.

Tveir fullorðnir komast í öftustu sætin. Óljóst er hvar geyma skuli skottyfirbreiðsluna.

Þá er Jogger kominn með risastórt skott sem auðvelt er að fylla með farangri. Sé þörf á rými sendibíls er ýmist hægt að leggja öll sætin niður eða fjarlægja.

Þó þetta sé fólksbíll er Jogger með nokkuð mikla veghæð. Því er lítið mál að taka stutta túra út fyrir malbikið, að því gefnu að bifreiðin sé ólestuð. Þegar ökumaðurinn er einn á ferð gerir Jogger lítið úr hraðahindrunum. Ef fjórum farþegum og þeirra farangri er bætt við finnst að bíllinn lækkar nokkuð og misfellur í veginum krefjast meiri varúðar.

Með öftustu sætin samanbrotin er mikið pláss í skottinu.

Í stuttu máli

Dacia Jogger er ódýr, en vandaður bíll. Framleiðendur bifreiðarinnar hafa lagt mikinn metnað í alla hönnunarvinnu. Lágt verðið finnst hvergi hvað varðar útlit eða nytsemi, heldur hafa ódýrari efni og eldri tækni verið notuð þar sem hægt er. Sjö sæta bíll á lægra verði sem er nýr úr kassanum er vandfundinn.

Skylt efni: prufuakstur

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Líf&Starf 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Líf&Starf 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...

Hann á það skilið? Á hann það skilið?
Líf&Starf 2. febrúar 2022

Hann á það skilið? Á hann það skilið?

Í kaflanum „Misseristalið og tildrög þess“ eftir Þorkel Þorkelsson, í 1. tbl. Sk...