Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Söðulsholt
Bóndinn 21. júní 2018

Söðulsholt

Í Söðulsholti býr Einar Ólafsson hrossaræktandi og rekur þar ferðaþjónustu og tamningastöð. 
 
Býli:  Söðulsholt.
 
Staðsett í sveit:  Eyja- og Mikla­holtshreppi á Snæfellsnesi.
 
Ábúandi: Einar Ólafsson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Einar Ólafsson. 
 
Stærð jarðar?  1.108 hektarar.
 
Gerð bús? Hrossarækt, ferðaþjónusta og tamningastöð.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Um 70 hross (þarf að fara telja).
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hefðbundinn vinnudagur er frá 08.00–18.00 og er sambland af tamningum, þjálfun, vélavinnu og hestaleigu. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegustu bústörfin eru hestamennskan og að ríða út. Leiðilegustu eru sennilega þrif og að moka skít.
 
Hvernig sérðu búskapinn fyrir þér á jörðinni eftir fimm ár? Svipað og undanfarið.
 
Hvaða skoðun hefur þú á félagsmálum bænda? Enga skoðun.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Hrossarækt verður áfram með svipuðu sniði.
 
Hvar telurðu að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Skyr, lambakjöt og lífdýr.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, skyr, beikon og ostur.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Nautasteik.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar Mýrabruninn var sem mestur 2006 og ég kveikti óvart í allt of mikilli sinu hér heima við. Fékk tiltal frá slökkviliðsstjóranum fyrir vikið.

4 myndir:

Hrossin eiga hug þeirra allan
Bóndinn 30. júní 2025

Hrossin eiga hug þeirra allan

Nú kynnast lesendur þeim Þorsteini Birni Einarssyni og Sigrúnu Rós Helgadóttur e...

Miklir framtíðarmöguleikar
Bóndinn 18. júní 2025

Miklir framtíðarmöguleikar

Í Brekkuhlíð stendur Garðyrkjustöðin Reykás þar sem þau Oddrún Ýr Sigurðardóttir...

Enginn dagur eins
Bóndinn 3. júní 2025

Enginn dagur eins

Nú kynnast lesendur búskapnum á Berustöðum í Ásahreppi en þar er fjölbreyttur bú...

Gaman að mæta í vinnuna
Bóndinn 16. maí 2025

Gaman að mæta í vinnuna

Nú kynnast lesendur búskapnum á Syðra-Skörðugili þar sem stunduð er hrossarækt á...

Fjölbreytt og gefandi starf
Bóndinn 2. maí 2025

Fjölbreytt og gefandi starf

Nú kynnast lesendur búskapnum á Norðurgarði en þar fer m.a. fram mjólkurframleið...

Best í heimi að búa í sveit
Bóndinn 11. apríl 2025

Best í heimi að búa í sveit

Nú kynnast lesendur búskapnum á Lynghóli í Skriðdal en þar er fjölbreytnin í fyr...

Nýfædd folöld toppurinn
Bóndinn 21. mars 2025

Nýfædd folöld toppurinn

Hrossin eiga hug og hjarta fjölskyldunnar á Nautabúi í Hjaltadal. Geta lesendur ...

Hagræðing í stækkun
Bóndinn 7. mars 2025

Hagræðing í stækkun

Í Köldukinn stendur stór- og glæsibýlið Kvíaból en það var útnefnt fyrirmyndarbú...