Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Norðurhagi í Húnabyggð
Bóndinn 5. júní 2023

Norðurhagi í Húnabyggð

Ragnhildur er fædd og uppalin í Norðurhaga og hefur stundað búskap þar með foreldrum sínum síðan hún man eftir sér. Dagur kemur svo inn í búið 2019 en þau kaupa jörðina af foreldrum Ragnhildar í ársbyrjun 2023.

Býli? Norðurhagi í Húnabyggð. Staðsett í sveit? Austur-Húnavatnssýsla.

Ábúendur? Ragnhildur Ásta Ragnarsdóttir og Dagur Freyr Jónasson, ásamt foreldrum Ragnhildar, Ragnar Bjarnason og Þorbjörg Pálsdóttir

Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Við parið, hundarnir Moli og Garpur og kötturinn Pétur.

Stærð jarðar? 250 hektarar og um 70 hektarar af ræktuðu landi.

Gerð bús? Sauðfjárbú.

Fjöldi búfjár? Rúmlega 500 kindur og nokkur hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Morgun- og kvöldgjafir ásamt ýmsum verkum yfir daginn.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Flest allt skemmtilegt en það sem stendur upp úr er sauðburður, smalamennskur og réttir, en svo er alltaf gaman að fóðra gripina og heyja í góðu húnversku veðri. Leiðinlegast er þegar skepnurnar veikjast, gera við ónýtar girðingar og hreinsa skít af grindum.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Enn þá fleiri kindur og meiri kynbætur.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk og ostur.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt í hinum ýmsum formum er yfirleitt á boðstólum og slatti af meðlæti með því.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Eftirminnilegast er líklegast þegar við tókum við búinu núna í ársbyrjun en annars eru öll markmið sem hafa náðst og allir litlu sigrarnir eftirminnilegir líka.

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...

Endalaus verkefnalisti
Bóndinn 16. ágúst 2024

Endalaus verkefnalisti

Ofaldar hryðjuverkahænur, rótargrænmeti, ferðamenn og kindur þrífast vel á Þurra...

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...

Góð samvinna
Bóndinn 28. júní 2024

Góð samvinna

Þau Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Guðbjört Lóa Þorgríms- dóttir tóku við búinu Ásg...

Reksturinn í góðum höndum
Bóndinn 14. júní 2024

Reksturinn í góðum höndum

Bústjóri og fjósameistari Flateyjar á Mýrum taka nú við keflinu en lesendur geta...