Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Norður-Hvoll
Bóndinn 19. júní 2020

Norður-Hvoll

Ábúendurnir á Norður-Hvoli fluttu þangað árið 1984. Þar hafði þá ekki verið stundaður búskapur í nokkurn tíma. Áður höfðu afi og amma Einars, Kristín Friðriksdóttir og Kristján Bjarnason, búið á jörðinni um margra áratuga skeið.
 
 
Býli:  Norður-Hvoll.
 
Staðsett í sveit:  Mýrdalshreppi, Vestur-Skaft.
 
Ábúendur: Einar Magnússon og Birna Viðarsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum einn son, Hauk. Hann býr í Reykjavík ásamt sambýliskonu sinni, Önnu Kristínu Guðnadóttur, og tveggja ára syni þeirra, Baltasar Þór. Og svo eigum við tíkina Pílu.
 
Stærð jarðar?  400 hektarar.
 
Gerð bús? Við erum aðallega í gulrófnarækt, en einnig sauðfjár- og hrossabúskap.
Fjöldi búfjár og tegundir? 150 vetrarfóðraðar kindur og  20 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Mjög mismunandi, enginn dagur eins. Mest að gera vor og haust. Sauðburður á vorin, undirbúa garðland, sá rófufræjum og setja netdúka yfir. Á haustin er það rófuupptaka og sláturtíð. Veturnir fara í að vinna við rófusendingar og gefa skepnunum. Á sumrin er helst „frí“, þarf reyndar að heyja.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Ætli heyskapurinn sé ekki skemmtilegastur, sauðburður reyndar líka þegar vel gengur. Fátt leiðinlegt ef allt gengur vel.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonandi svipaðan.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Í aukinni grænmetisframleiðslu.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, súrmjólk, ostur, egg og rabarbarasulta.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambahryggur.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við mættum óvænt nýköstuðu folaldi í snjóskafli á nýársdag.
 
Anna Kristín, Baltasar Þór og Haukur.
 
Píla.
Hrossin eiga hug þeirra allan
Bóndinn 30. júní 2025

Hrossin eiga hug þeirra allan

Nú kynnast lesendur þeim Þorsteini Birni Einarssyni og Sigrúnu Rós Helgadóttur e...

Miklir framtíðarmöguleikar
Bóndinn 18. júní 2025

Miklir framtíðarmöguleikar

Í Brekkuhlíð stendur Garðyrkjustöðin Reykás þar sem þau Oddrún Ýr Sigurðardóttir...

Enginn dagur eins
Bóndinn 3. júní 2025

Enginn dagur eins

Nú kynnast lesendur búskapnum á Berustöðum í Ásahreppi en þar er fjölbreyttur bú...

Gaman að mæta í vinnuna
Bóndinn 16. maí 2025

Gaman að mæta í vinnuna

Nú kynnast lesendur búskapnum á Syðra-Skörðugili þar sem stunduð er hrossarækt á...

Fjölbreytt og gefandi starf
Bóndinn 2. maí 2025

Fjölbreytt og gefandi starf

Nú kynnast lesendur búskapnum á Norðurgarði en þar fer m.a. fram mjólkurframleið...

Best í heimi að búa í sveit
Bóndinn 11. apríl 2025

Best í heimi að búa í sveit

Nú kynnast lesendur búskapnum á Lynghóli í Skriðdal en þar er fjölbreytnin í fyr...

Nýfædd folöld toppurinn
Bóndinn 21. mars 2025

Nýfædd folöld toppurinn

Hrossin eiga hug og hjarta fjölskyldunnar á Nautabúi í Hjaltadal. Geta lesendur ...

Hagræðing í stækkun
Bóndinn 7. mars 2025

Hagræðing í stækkun

Í Köldukinn stendur stór- og glæsibýlið Kvíaból en það var útnefnt fyrirmyndarbú...